1.10.2006 | 19:39
Rólgur Sunnudagur
Hér er bara búin að vera rólegur dagur í dag. Í gær fór ég í jarðarför, langamma krakkana minna dó fyrir viku síðan, amma pabba þeirra semsagt. Ég var beðin af fjölskyldunni að hjálpa til með að plana kaffið eftir á. Ég og Mikaela fórum snemma af stað og lögðum dúka á borð og undirbjuggum rosa flott hlaðborð, og svo fjölskyldu borð og settum svo kerti og vasa á borðin, og var þetta allt mjög fallegt þegar við vorum búnar.
Þar sem að ég og faðir barna minna erum nú ekkert sérlega kammó þá fannst mér smá óþægilegt að vita að hann myndi vera til staðar þegar maturinn byrjaði, en hann gat ekki einu sinni verið virðingarfullur í jarðarför, og gat ekki einu sinni yrt á mig þó að ég sagði HÆ. Svona er þetta nú, hann hefur ekkert ljótt um mig að segja, ekki hef ég gert honum neitt, en hann yrðir ekki á mig!!
Fjölskyldunni fannst allt sem að ég gerði mjög flott, og ég get sagt ykkur eftir að hafa verið frá vinnu í marga mánuði, og frá verslunarþjónustu í nokkur ár, þá leið mér ekkert smá vel að vera aftur komin í veisluplön. Mér leið eins og áður en ég varð veik, full af orku, full af hugsunum um hvernig ég ætti að gera allt flott, og mér leið eins og alvöru veisluplanara.
Svo í dag líður mér því miður eins og að ég er greinilega með einhvern helvítis sjúkdóm, því að hendurnar á mér eru alveg ónýtar, ég er með verki útum allt og rosa þreytt. Þannig að greinilega þarf ég að vera róleg í dag og slaka á, og kannski ekki ana útí veisluþjónustuna aftur þó svo að hugurinn vill fara þá leið.
Ég og maðurinn minn erum búin að vera með smá tilraun yfir helgina. Síðan á Föstudagskvöld erum við ekki búin að ganga frá neinu eða týna upp neitt eftir öll fjögur börnin. Við erum bara búin að taka til eftir okkur tvö, ganga frá eftir okkur tvö, vaska upp eftir okkur tvö. Ég get sagt ykkur að húsið hjá okkur, eftir einn og hálfan dag er í rúst. Ég sit hér og það situr enn Cherios á borðinu, ásamt sykri og mjólk. Þannig að mjólkin er bara orðin ónýt. Það eru sokkar á gólfinu, rusl inní eldhúsi frá því í gærkveldi, herbergi stelpnanna er með liti á gólfinu, peysur sem að þær voru í í gær, skápurinn þeirra er þakin fötum út um allt, húsið mitt er barasta í rúst.
Við ætluðum að bíða þangað til í kvöld að tala við öll börnin, en við erum bæði orðin gráhærð að horfa upp á þetta rusl. Þannig að við erum nýbúin að tala við þau um þetta allt og Mikaela var sú eina sem að giskaði rétt þegar ég spurði hvort að þau tóku eftir einhverju í sambandi við íbúðina. Hún sagði, OUR HOUSE IS DIRTY!!! Það er sko eitt sem er víst... Þannig að ég gaf þeim einn klukkutíma til þess að gera eitthvað í því, ég sagði þeim að ég ætlaði sko ekki að segja þeim hvað þau þurfa að gera, en þau hafa einn klukkutíma til þess að breyta ástandi íbúðirinnar. Það verður gaman að sjá hvað þau gera. Þetta er ekkert smá fyndið því að við erum með tvær tólf ára stelpur, sjö ára strák, og fimm ára stelpu, og við þurfum ennþá að segja þeim til með allt. Það er alveg eðlilegt með Mikaelu, stundum með Kalla, en ekki með stóru stelpurnar. Svona er nú lífið...
Þannig að ég ætla að skreppa útí búð og kaupa mér vefmyndavél svo að ég geti nú byrjað að láta sjá framan í mig þegar ég hoppa á netið, og vonandi þegar ég kem heim, þá verður íbúðin mín sem ný!!!!!! Það má alltaf láta sig dreyma...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.