Boston, baby!!!!

Það er gjörsamlega vonlaust fyrir ykkur að segja mér að þið eigið betri vinkonur en égTounge Sættið ykkur bara við það, ókei????

Þó svo að það virðist erfitt að sjá, þá hefur hringur margar hliðar, í tilfelli helgarinnar nýliðnu, þá hefur hringurinn fimm hliðar. Fimm mjög ólíkar stúlkur, allar fæddar og uppaldnar á Íslandi, voru samankomnar í Boston, sem au-pairs, árin 1993-1994. Við kynntumst allar á þeim tíma, og áttum misvel saman, en urðum allar vinkonur, og bjuggum til mikið af minningum á þessum tíma. Spólum fram í tímann 13-14 ár, nánar tiltekið til 7. Desember 2007, þar sem allar fimm stúlkur (konurBlush) eru samankomnar á ný, og hringurinn lokaður á nýju með sínar fimm hliðar....

Boston Baby dec 2007 038Íris, Vera, Gunnhildur, Hjördís, og svo ég, allar samankomnar heima hjá henni Veru minni, erum við ekki sætar?????

Þar sem að Bertha terta á aldrei neinn peningCrying, þá var mér boðið að koma til Boston til þess að vera fimmta hliðin á hringnum... bestu vinkonur í heimi, þið skiljið...

Ég var mætt á staðinn, í þennan líka þvílíka kulda að morgni föstudags, og Vera kemur og nær í mig, og við skellum okkur heim til hennar. Það var þvílíkur kuldi, sérstaklega miðað við heima í San Jose, en þetta var bara mjög hressandi. Íbúðin hennar Veru er svo sæt, og þar fór sko vel um mig, það fór svo vel um mig að ég svaf allan daginn, bókstaflega. Svo kemur Vera heim úr vinnunni, og mikið var nú gaman að sitja bara og blaðra saman, heima hjá henni, og ekki í gegnum símann. Ég og Vera erum búnar að vera miklar vinkonur síðan við komum til Bandaríkjanna, og vorum alltaf saman í skólanum, eftir skóla, um helgar, og svo lengi mætti telja. Hún er í alla staði FRÁBÆR, og mér finnst ég alltaf vera komin heim til mín þegar ég er í kringum hana. Boston Baby dec 2007 030Það var rosa kósí hjá okkur, hún að spila á gítar, og við að blaðra um lífið og tilveruna. Það er svo yndislegt að sjá hana svona ánægða í lífinu, því að hún er sko búin að ganga í gegnum sína erfiðleika, en virkilega tók sig á, og snéri lífi sínu við til hins betra, og ég er mjög stolt af henni, hún er sko hörkustelpa, þræl fyndin, og svaka góð í sér, djúpt hugsi og gáfuð. Ekki gerir það hlutina verri fyrir hana að hún sé svaka sæt líkaWink

Síðan var sko leiðinni haldið heim til Írisar, dúllu, þar sem hún var mætt með bæði Gunnhildi og Hjöddu, búin að ná í þær uppá flugvöll. Gunnhildur býr í Noregi með manninum sínum, sem er mjög vel þekktur fótboltakall þar, hann heitir Oliviee Occean (ég vona að ég stafaði þetta rétt, elskan), og er hún bara mjög hamingjusöm þar. Hún á eitt stykki þrettán mánaða gamlan prins, og svo á hún Alexander, sem er ellefu ára, úr fyrrverandi sambandi. Maðurinn hennar Gunnhildar er frá Kanada, þannig að þau verða þar um jólin, þannig að hún skellti sér bara til Boston yfir eina helgi, og var það aðalástæðan sem að helgin var plönuð. Svo er það hún Hjödda mín, hún kom frá Íslandi, til þess að versla smá fyrir jólin, og hún ákváð einnig að koma um þessa sömu helgi, og gat það bara ekki verið betra. Eins og ég sagði áðan, svo flugu þær mér til Boston, svo að ég gæti verið með, FRÁBÆRT!!!!!  Hjödda er alveg frábær, hún býr heima með manni og tveimur dætrum, og er búið að ganga á ýmsu í hennar lífi. Eldri dóttir hennar er með genagalla, ásamt að vera einhverf, og er sjö ára gömul. Hjödda er súper mamma, án gríns. Að heyra hvað á daga hennar hefur drifið, sérstaklega með veikt barn, þá gránar manns eigin erfiðleikar í samanburði, og er hún ekkert smá sterkur einstaklingur, og mér finnst ég heppin að þekkja hana.

Hjödda dúlla, kom sko með konfekt, og mikið hámuðum við í okkur, og blöðruðum frá okkur allt vit. Það var sko mikið að tala um, eftir öll þessi ár, þó svo að við heyrum alltaf fréttir af hvor annari, þá var ég ekki búin að sjá hvorugar Gunnhildi né Hjöddu í sjö ár, og þær ekki búnar að sjá hvor aðra í fjórtán... Þannig að mikið þurfti nú að tala um. Svo ætluðum við sko að skella okkur í pottinn, en þá var hann bara ískaldur, af því að rafmagninu hafði slegið út, þannig að við héldum bara áfram að kjafta og borða konfekt.... Þegar við loksins drulluðum okkur uppí rúm, þá var klukkan hálffimm að staðartíma, en við allar búnar að ferðast, og annaðhvort frammí tímann eða aftur, þannig að við vorum allar létt klikkaðar... Ekki var nú miklum tíma eytt í einhvern svefn, og áður en við vissum af, þá vorum við komnar í hádegismat, og svo í mallið, að versla. Þær voru allar að versla, en ég var bara róleg í þessu, naut þess bara að halda áfram að kjafta. Svo var haldið á leið heim til Veru, og þar var byrjað að djúsa og gera sig til fyrir kvöldið, ætluðum við nú aldeilis að mála bæinn rauðann.

Boston Baby dec 2007 017

En, fyrst urðum við nú að notfæra okkur þess að hafa svona flínka hárgreiðsludömu í húsinu, og hún Gunnhildur ljúfa klippti mig og Hjöddu, og þá vorum við sko orðnar fínar, TAKK ELSKU BESTA GUNNHILDUR MÍNKissing

Svo eftir myndatökur, brennivín, og mikinn hlátur, þá var haldið á leið inní borgina, hana yndislegu, Boston, baby.... Áður en bærinn var málaður rauður, þá stoppuðum við við hjá henni Ingu bloggvinkonu, sem var að fara til Íslands, og mikið var nú yndislegt að fá að hitta hana í persónu. Hún býr í þessari líku fínu íbúð rétt hjá Copley Square, og býr þar með manninum sínum og tveimur bráðfallegum hundum. Ég náði aðeins að spjalla við hana í svona hálftíma, og var það alveg frábært að hitta hana, góða skemmtun heima á Íslandi, elsku Inga mín, og vonandi náum við meiri tíma saman næst... Og Doddi minn, njóttu AltoidsLoL

Jæja, loksins náðum við að komast í bæinn, og fórum í Faneul Hall, þar sem við fundum eitthvað lítið og hallærislegt diskótek, og dönsuðum við þar í svona klukkutíma. Greyið Gunnhildur mín, hún var búin að gleyma að hér í Ameríkunni góðu lokar öllum skemmtistöðum um tvö leytið, þannig að ekki fékk hún nú mikið að dansa, en ég vona að hún hafi nú samt haft gaman af að dansa smáWink Svo var bara haldið heim á leið, en ekki áður en að við fengum okkur kínamat í Chinatown, sem var svona líka góður, og kalda teið er auðvitað alltaf best, ekki sammála Hjödda mínSmile Svo var haldið heim á leið, en við fengum nú aldeilis að upplifa smá ævintýri á leiðinni heim, en við höldum því bara útaf fyrir okkur, er það ekki bara best, stelpur mínar!!!!!!!

Svo var það bara sunnudagurinn eftir, sem að leið alltof fljótt, því að það var farið út að borða, og svo hélt leiðin uppá flugvöll með mig, og því miður þurfti ég að halda heim á leiðCrying Ég hefði nú verið enn sárari og grátið enn meira, ef ég hefði ekki mína stóru og yndislegu fjölskyldu að koma heim til, en auðvitað grét ég nú smá við að þurfa að segja bless við þessar yndislegu stelpur mínar, sem að ég elska útaf lífinu, og sem að hafa gefið mér svo mikið í gegnum árin, og eiga allar sérstakan stað í hjarta mínu.

Íris mín, þú ert svo yndisleg og góð, fróðleg um allt, manstu að ég kallaði þig alltaf gulu síðurnar, af því að þú veist hvar hægt er að fá allt og finna allt, og þú ert æðisleg vinkona, á alla staði, get ekki beðið eftir að sjá þig í Júní, takk æðislega fyrir migKissingHeartKissing

Vera mín, þú ert svo fyndin, og alltaf er gaman að tala um allt og ekkert við þig, mikið var nú yndislegt að sjá hversu vel þú loksins hefur það, og takk fyrir að spila á gítarinn fyrir mig, komdu með hann með þér í Júní, takk yndislega mikið fyrir migKissingHeartKissing

Hjödda mín, þú ert rosalega sterk stelpa, og mér mun alltaf verða hugsað til þín þegar minn sjúkdómur er leiðinlegur, því að ég veit að þú myndir miklu frekar vera veik heldur en hún Thelma þín. Þú áttir þessa helgi 200% skilið, og ég vona að minningarnar munu ylja þér núna í vetur, takk kærlega fyrir að versla jólamatinn fyrir mig, og þúsund þakkir fyrir migKissingHeartKissing

Gunnhildur mín, þú ert svo opinská og skemmtileg, ég hef aldrei gleymt því og mun aldrei gleyma því heldur. Mikið var nú gott að kúra með þér, og gott að sjá þig ástfangna, þú átt allt gott skilið, aldrei gleyma því. Mikið var nú gaman að spjalla við þig, kúra hjá þér, og knúsa þig, hafðu það gott í Noregi, elskan, og kærlega takk fyrir migKissingHeartKissing

Maður fæðist inní fjölskyldu sína, en velur vini sína, þó svo að í tilfelli þessarar fjóru frábæru, yndislegu, allt öðruvísi stelpum en ég, þá er ég alveg viss um að lífið sjálft hafi valið þær handa mér, og ég gæti ekki verið hamingjusamari með val lífsins. Heimþráin er alltaf til staðar um jólin, en ég er þess fullviss að hún verði auðveldari að eiga við um þessi jól, vegna helgarinnar. Elsku stelpur, við leyfum ekki sjö til fjórtán árum að líða aftur þangað til að við erum allar samankomnar á ný, eruð þið ekki sammála??? Enn og aftur, milljón sinnum takk fyrir mig, ég naut helgarinnar í botn, og ég elska ykkur allarHeart Farið vel með ykkur, gleðileg jól, og farsælt komandi árKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh hvað það hefur verið gaman hjá ykkur  

Knús !

Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 18:24

2 identicon

Yndislegt að heyra af þessari samveru ykkar vinkvennanna, og þú veist að þó svo að lífið stundum velji fyrir mann - og svo velji maður sjálfur vini sína ... þá er það alveg á hreinu, að yndislegar manneskjur eins og þú ... draga að sér góða hluti. Sjáðu mig t.d. ... ég hef dregist að þér

En yndisleg helgi hjá þér og frábært að heyra. Ég á örugglega eftir að njóta Altoids ... Kristín bloggvinkona sendi umslag til mín um daginn með myntum - æðislegt alveg og kom mér á óvart - svo á ég góða samstarfskonu sem hefur keypt fyrir mig þegar hún fer út ... og svo fæ ég þessar fréttir frá þér - og Ingu - ... talandi um að eiga góðar vinkonur .... ég hef sagt það oft, að ég á bestu bloggvini í heimi!!

Kossar og knús út til þín og þinna!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Vá - en frábært að heyra að þú skulir hafa átt svona yndislega helgi!!  Bara æðislegt í alla staði!  Heyrumst vonandi fljótlega.

Kossar og knús!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 11.12.2007 kl. 23:22

4 identicon

Hæ Bertha. Frábært hjá ykkur stelpun að hittast svona ég man það vel þegar þið Íris voruð að fara út sem au pair. Ég er búin að týna henni Írisi minni og mig vantar adressuna hennar, ertu til í að senda mér á emailið mitt?

Kveðja Sigga Sigþórs Ísafjarðarmær

Sigga Sigþórsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur. Þú ert rík að eiga svona góðar vinkonur.

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband