Hér er ég

Kæru vinir og vandamenn

Ég biðst innilegrar afsökunar á því að ég sé ekki búin að skrifa svo vikum skiptir, en það er bara búið að ganga á ýmsu, og þá ekki slæmu, lífið er bara stundum tímafrekt, og tíminn flýgur frá mér, eða þreytan er of mikil, eða það er bara mikið að gera.

Ég lofa að setjast niður seinna í dag eða á morgun, og skrifa langa, góða færslu um það sem á daga okkar hefur dregið, en þangað til, þá er búið að vera afmæli, Þakkargjörðarhátíðin, afmælisveisla, heimsóknir, heimavinna, vinna, skólavandamál, hegðunarvandamál, og ferðaráætlanir.......

Ég lofa, LOFA, að skrifa meira seinna í dag eða í síðasta lagi á morgun, og skal setja hér inn myndir, og vonandi verður færslan mín ekki það löng að þið nennið ekki að lesa hana, en mikið er búið að ganga á.

Ástar og saknaðarkveðjur, og ekki gefast upp á mér, mínir kæru vinir, þetta fer allt að koma hjá mérErrm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hæ elsku krútt. Skrifaðu bara þegar þú ert í stuði, blogg á ekki að vera skylda. Hlakka samt til að lesa löngu færsluna þína. Knús westur yfir hafið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 18:23

2 identicon

Tek undir með Gurrí dúllan mín ... blogg á ekki að vera skylda. Og maður gefst aldrei upp á vinum sínum. Knús og kossar til þín, mér þykir alveg jafnt vænt um þig - það breytist ekkert!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gott að heyra frá þér

Tek undir orð þeirra hinna að blogg á ekki að vera skylda, en eins og ég sagði í gestabókinni þinni var ég farin að hugsa um hvort það væri eitthvað mikið að hjá þér ...gott að vita að svo er ekki ! Þú bloggar bara þegar þú hefur næst góðan tíma til þess að skrifa.

Bestu kveðjur og knús 

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Kossar og knús!!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband