Brjálað stuð eins og alltaf...

Núna er sko brjálað stuð í skólanum hjá öllum krökkunum, fullt af heimalærdómi, stafsetningarprófum, og verkefnum. Núna á Fimmtudaginn er Back to school night. Þá förum við og hittum alla kennarana, skoðum skólastofurnar, og spjöllum við kennarana um skólaárið. Svo er BBQ eftir á í matsalnum. Þetta er mjög fínt alltaf hjá þeim á hverju ári, þetta er núna þriðja skiptið sem að ég fer, tíminn líður bara eins og alltaf.

Á Miðvikudaginn var varð hann Kalli minn sjö ára. Algjör gæi!!! Hann er alveg á fullu að pússla alltaf núna og er með þvílíkan áhuga á risaeðlum. Ég gaf honum stóra bók um risaeðlur, og var hann svo ánægður að hann fór með hana í skólann til þess að sýna kennaranum sínum. Alltaf á morgnana áður en að bekkurinn hans byrjar þá eru allir krakkarnir úti á leikvelli og teygja úr sér og hoppa og sveifla sér með kennurunum. Smá líkamsrækt áður en að heilaræktin byrjar. Hann Kalli minn er algjör heilsufrík og passar sig á að borða heilsusamlega. Hann fær sér bara kókómjólk tvisvar í viku í skólanum, annars alltaf venjulega mjólk. Hann vill sko engar kartöfluflögur í nesti, heldur bara ávexti og vatn.Saklaus Hann er fyndinn líka, hann les aftan á allan mat til þess að sjá hversu mikill sykur er í honum og fita, og svo fussar hann bara og sveiar yfir öllu magninu og segir sko bara Nei Takk!!Tala af sér Hann fékk sko að velja sér sinn kvöldmat á afmælisdeginum og valdi hann gulann maís og Potstickers, sem eru kínverskar bollur með kjúkling inní sem að ég sýð og steiki svo aðeins á pönnu. Hann vildi sko ekki neina pítsu, eða hamborgara, heldur eitthvað hollt. En, hann getur sko borðað súkkulaði köku og súkkulaði ís eins og hann fái borgað fyrir það. Svo er hann með rosalegann áhuga á amerískum fótbolta og körfubolta og fótbolta og hafnarbolta. Hann er líka rosalega duglegur að synda, er alveg flugsyndur. Hann er á góðri leið með að verða vísindafræðingur og íþróttamaður.

Þá eru það nú stelpurnar mínar. Um daginn vildu þær allar fara í Kringluna, og dressuðu sig allar þvílíkt upp og tóku svo litlu töskurnar sínar með buddunum í.Koss Þær ætluðu sko að versla fyrir sína eigin peninga. Þannig að við fjórar löbbuðum út um allt og ég veit sko ekki hversu margar búðir við fórum í, en þær pössuðu sig sko á að eyða öllum peningnum sem var í buddunum þeirra. Þannig að ég þurfti sko að borga fyrir hádegismatinn og fékk mér svona gott salat. Svo í eftirrétt fengu þær sér bráðnað súkkulaði með ávöxtum og kökum og kexi til þess að dýfa í súkkulaðið. Þetta var þvílíkt fjör. Svo fór ég með tvíburastelpurnar mínar á sína fyrstu alvöru tónleika. Við gáfum þeim miða í afmælisgjöf á American Idol tónleikana og var þetta þvílíkt píkupopp og svaka stuð. Þær sungu af hjartans list og stóðu upp og dönsuðu og var þetta geðveikt stuð!!! Hún Mikaela mín er alltaf söm við sig, fúl á morgnanaFýldur af því hún vill ekki fara að sofa á kvöldin, en um leið  og hún er vöknuð þá er hún syngjandi glöðBrosandi allan daginn. Hún er alveg að verða sex ára, og sagði við mig um daginn að hún vill fara aftur í tímann og verða lítið barn aftur af því að hún vill fá að sofa uppí rúmi hjá mér. Í nótt kom hún og vakti mig og ég og hún lögðumst á sófann saman og kúrðum, hún er alltaf jafn elskuleg og góð. Hún stækkar bara og stækkar og verður örugglega orðin jafn stór og ég þegar hún verður átta ára...

Jæja, ég skrifa meira síðar, þarf víst núna að reyna að rífa mig af stað að ná í krílin í skólann og byrja á heimalærdómnum, ég skrifa meira í vikunni. Bestu kveðjur, kæru vinir og vandamennGlottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hæ,elsku Bertha. Alltaf gaman að fá fréttir af ykkur - og já, börnin stækka hratt. Ég vildi gjarnan hjálpa til með íslenskuna en er kannski dálítið langt í burtu. Hefurðu kíkt á íslenskuskólann á netinu? www.islenskuskolinn.is Þar geturðu skráð krakkana í íslenskunám ókeypis. Svo er alltaf útvarp Latibær á netinu! Ertu alveg hætt að fara inn á msn? Við erum komin með vefmyndavél svo að þú getur séð okkur live!

Bestu kveðjur frá Svíaríki.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 22.9.2006 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband