25.10.2007 | 03:23
Skógareldar og hitabylgja
Kæru vinir og vandamenn, ég vona að þið hafið ekki haft miklar áhyggjur af mér og mínum, en ég býst nú samt við að þið hafið spáð mikið í hvort að þessir blessuðu skógareldar séu í mínu nágrenni eða ekki. Sem betur fer eru þeir langt í burtu frá okkur, en því miður eru þeir búnir að orsaka miklum skemmdum, og eru um það bil milljón manns sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og skilja mikið ef ekki allt eftir, alveg hræðilegt ástand.
Það var sagt í fréttunum hér í morgun að þetta sé stærsti hluti fólks sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í sögu Bandaríkjanna síðan The Civil War, sem var í lok 1890, þannig að þetta eru miklar fréttir hér í Bandaríkjunum í dag. Arnold Swarzenegger er á fullu að sjá um að eldarnir séu kæfðir, hann er að finna slökkviliðsmenn útum allt land, sér um að þeir fái hvíld og mat inná milli, og hann er á fullu að láta amerísk stjórnvöld vita að þetta sé hræðilegt ástand. Eftir að fellibylurinn Katrína fór illa með New Orleans, þá hafa margir stjórnmálamenn lært sína lexíu, og vilja ekki að sú saga endurtaki sig. Svo virðist sem að Brúskurinn ætli að heimsækja svæðið á morgun, og eru flestir hér í Kaliforníu á móti því, því á meðan á hans dvöl stendur þá fer tími í að halda fundi og tala um hlutina, í staðinn fyrir að sjá um hlutina.
Ekki veit ég hvort að þessir blessuðu skógareldar hafa eitthvað með þetta að gera, en hitinn hér hjá okkur hefur verið rosalegur, á milli 27-34 gráður, halló, það er í lok Október. Við erum labbandi um í stuttbuxum og hlýrabolum þessa vikuna, en í síðustu viku voru það stígvéli og regnjakkar. Svona er nú veðrið í Kaliforníu, bæði suður og norður, þannig að maður dílar bara við þennan hita. Ég sem var búin að pakka öllum sumarfötum niður af krökkunum, en þurfti núna að taka upp nokkrar flíkur, svona er nú lífið.
Annars er allt fínt að frétta héðan, brjálað að gera eins og hjá ykkur öllum. Ég er komin á lappir á hverjum degi um sex leytið, skutla manninum í vinnuna, kem heim, geri börnin tilbúin í skólann, bý til nesti, morgunmat, skrifa undir heimalærdóm, skutla þeim í skólann. Fer útí búð að versla í matinn, eða kem heim og tek til á heimilinu, svo er það vinnan mín, ég er í henni þrjá tíma á dag, og er það sko ekki slæmt. Svo kem ég heim, næ í börnin, næ í manninn, heimalærdómur, kvöldmatur, sturtur, lestur, næturkossar og knús, og svo er ég búin á því........
Þetta er lífið mitt þessa dagana, og er það bara í góðu lagi mín vegna, því að ég er á lífi og er búin í bili með þetta blessaða MS kast mitt, og líður betur. Ég held líka að þó svo að líkamlega er vinnan erfið fyrir mig, þá er ég samt að komast í betra form, ég er á hlaupum allan tímann á meðan ég er í vinnunni, þannig að líkaminn er að venjast því að vera á snúningi, sem er mjög gott. Svo er ég að passa mig á matnum, og er að reyna að minnka við mig diet kókið, held áfram að reyna.....
Svo núna um helgina er Hrekkjarvakan, Halloween baby, að vísu er hún ekki fyrr en 31. Október, en við erum með okkar árlega partý. Við byrjuðum í fyrra, ég man ekki hvort að ég var byrjuð að blogga þá, ég held að ég var byrjuð, en ég átti ekki digital myndavél, þannig að ég setti engar myndir hér inná í fyrra. Ég lofa að setja inn myndir handa ykkur, mjög sennilega á sunnudaginn. Partýið verður mjög skemmtilegt, fullt af krökkum á öllum aldri, ég verð með þvílíka leiki, og hræðilegan mat, ormapizzu, draugaskít, gúmmíaugu, og ég veit ekki hvaðeina..... Ég óska ykkur öllum góðrar helgar, þó að snemma sé, og sendi til ykkar alla mína kossa og knús, ég er búin að sakna ykkar hrikalega, og vonast til að hafa tíma til þess að blogga oftar, sérstaklega núna þar sem heilsan er aðeins betri, og ég er ekki komin uppí rúm klukkan átta um kvöld. Hlakka til þess að segja ykkur frá Hrekkjarvökupartýinu
Athugasemdir
Gott að heyra Bertha mín að þið séuð ekki nálægt þessum hörmungum, óskaplega sorglegt að horfa á fréttamyndir frá þessu. Og gott að heyra að þér líði betur. Hlakka til að sjá myndir frá Halloween partýinu!
Takk fyrir kommentið og stuðninginn á síðunni minni, eigðu góða helgi
Huld S. Ringsted, 25.10.2007 kl. 08:44
Jæja, það er gott að heyra að allt er í stakasta lagi hjá ykkur og heilsan betri! Vonandi ná menn tökum á skógareldunum sem allra fyrst. Við höfum fylgst með þessu í fréttum hér og finnst þetta auðvitað alveg hræðilegt.
Skilaðu kveðjum til fjölskyldunnar og óskaðu öllum góðrar skemmtunar á Hrekkjavökunni!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 09:04
Mér er létt að heyra að þið séuð ekki þarna nálægt. Þetta er virkilega sorglegt og gott að Arnold er að sinna sínu hlutverki. En þetta með "heimsóknir" forsetans á slysasæði eða hættusvæði eru einmitt oft svo "dubious" ... - hvaða gagni skila þau? Bara akkúrat eins og þú segir: frekar að gera hlutina heldur en að stoppa og ræða þá ... hvað mun brúskurinn annars geta gert?
Af hverju situr hann ekki bara í sínum hægindastól, í staðinn fyrir að fljúga á svæðið og þykjast vera mann- og dýravinur ... ? Æi, maður á ekki að láta gaurinn fara svona með sig ... en ég sendi ykkur kærar kveðjur út, og ég tek undir með Huld: ég hlakka til að sjá myndir frá Halloween.
Flott líka að heyra að þér líður betur. Vonandi hefur þú fundið hlýja strauma berast yfir Atlantshafið, og ég held áfram að senda þá. Hafðu það gott, sæta dúlla, og kossar og knús í massavís!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:25
Gott að heyra að allt er í gúddí hjá ykkur þarna Og góða skemmtun um helgina ! Ohh hvað það á eftir að vera gaman !! Hlakka til að sjá myndir frá partýinu
Knús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:55
Hræðilegt að heyra og sjá þessar fréttir. Gott að þú ert ekki þarna nálægt og líka gott að frétta að engir íslendingar hafi orðið fyrir tjóni (þó það sé kannski alltaf dálítið eigingjarnt viðhorf hjá okkur löndunum).
Gott að heyra að allt gengur vel hjá þér, að kastið er búið og orkan þín næg til að sinna þínu, frábært að þú skulir finna þig vera að hressast. Góða skemmtun í partýinu!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:01
Gott að heyra það elsku Bertha mín, að þú ert ekki í nágrenni við þennan hrylling. Og gott að þú ert betri til heilsunnar, farðu vel með þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.