Lífið og tilveran

Þvílík vika, þvílíkt líf, þvílík börn.... Ég man þegar ég var einstæð, í skóla, að vinna, og djammandi frá mér allt vit, þá var ég alltaf á fullu. Samt var það ekkert miðað við hvernig lífið mitt er á fullu núna.  Ég er búin að vera í vinnunni minni núna í fjórar vikur, og mér líkar bara mjög vel við. Auðvitað á veitingastaða vinna mjög vel við mig, ég meina ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var um tvítugt, en leiðinlegt er það að geta ekki verið yfirmaður í bransanum, en auðvitað er stressið of mikið og heilsan of lítil.

Ég lenti á bráðavaktinni á mánudaginn var, því miður. Ég vaknaði og voru hendurnar á mér tvöfaldar í stærð, bjúgurinn var svo mikill. Hægri handleggurinn var aumur, hægra augað á mér var sokkið, og tærnar tvöfaldar í stærð líka. Til þess að gera langa sögu stutta, þá var þetta að mestu leyti meðali að kenna. Ég er búin að vera með mikla verki í handleggjunum líka, og dofinn er orðinn oftari og lengri í bæði höndum og handleggjum... Hluti af sjúkdómnum, en þetta er leiðinlegt, sérstaklega þar sem að mér líkar svo vel í vinnunni að ég vil ekki þurfa að hætta, vegna verka.

Ég þarf að passa mig á því að slaka á, þið skiljið mömmur, slaka áGrin Brandari dagsins, því að ef ég kunni ekki að slaka á sem einhleyp ung kona, hvernig fer ég að því að slaka á sem fjagra barna móðir???? Allaveganna, ég veit að núna er mikilvægara en nokkru sinni áður að byrja aftur á sprautunum, þið vitið, daglegu sprautunum sem ég var á í fjóra eða svo mánuði, áður en ég missti heilsutrygginguna. Ég er loksins á leiðinni að sjá nýjan læknir á fimmtudaginn, og þá vonandi verður mér vísað á nýjan taugasérfræðing, og nýjan verkjasérfræðing, þá loksins fer boltinn að rúlla aftur í rétta átt.

Ég veit, ég veit, ég veit, að það eru margir hlutir sem ég get gert sjálf, sem geta eflaust bætt líðan mína til muna, til dæmis, hætta að drekka diet kókCrying Ókei, það er svo erfitt, ég held ekki að þið skiljið mig..................... Ég er hætt að drekka bjórinn, ég er hætt að drekka romm og kók, captain morgan og kók, southern comfort og kók, ég get bara ekki hætt í diet kókinu............. En, ég veit, að ef ég virkilega tek mig á, þá mun ég geta hætt því eins og öllu öðru, það gerist bara einn daginn. Ég man þegar ég hætti að drekka í Ágúst 2006, ég datt í það eitt kvöldið, og leið svo illa næsta dag, að ég hafði bara engann áhuga á að fá mér bjór í marga mánuði. Núna í ár, ég hef fengið mér í glas þrisvar eða fjórum sinnum, og þið sem þekkið mig, það er kallað að vera hætt að drekka á mínum mælikvarða. Ég vanalega drekk mikið á sumrin og yfir jólin, en drakk einu sinni í sumar (heima á Íslandi), og efast um að ég muni drekka yfir jólin (við sjáum til).

Svo er það mataræðið, því get ég breytt, og hef breytt. En, ég jójóa allt of mikið með mataræðið. Ég er dugleg í tvo mánuði, losna við tíu kíló, en slaka svo á og kílóin klifra uppá mig aftur. Svo missi ég matarlystina alveg, og einhverja hluta vegna þá þyngist ég þegar það gerist, sennilega af því að ég er ekki að brenna neinu, og þegar ég loksins borða þá geymir líkaminn matinn sem fituforða af því að ég borða bara einu sinni á dag. Svo er það ræktin, ef ég barasta hefði orku til þess að hreyfa mig meira en ég nú þegar geri, þá myndi ég brenna henni.

Afsakanir eða ástæður, segið þið, já, það er mikið til í því hjá ykkur, hvort er ég með afsakanir eða ástæður? Hvort lítið af hverju, held ég, en það er kominn tími til þess að loka á afsakanirnar, hlusta á ástæðurnar, en vinna með ástæðunum og gegn afsökunum. Ég og þú vitum bæði að heilsan verður betri fyrir vikið, líkamleg og andleg, og að ég verð að vera í góðu formi fyrir brúðkaupið, HALLÓ, ÞAÐ ER SKO SKYLDALoL 

Löng vika hjá mér, og í kjölfarið kemur alltof stutt helgi, finnst ykkur það ekki líka? Maður hefur varla tíma til þess að taka til, gera smá þvott, og njóta fjölskyldunnar í afslöppun áður en sunnudagskvöldið er komið, og maður byrjaður að hella uppá kaffikönnuna, gera nesti tilbúið, horfandi tilbaka sár yfir því að maður náði ekki að gera helminginn af því sem maður vildi. Hey, það er alltaf næsta helgiWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held, og mér sýnist, þú vitir manna best hvernig hægt væri að fara betur með sig. Þú ert að lifa með erfiðan sjúkdóm og það er hetjuskapur á hverjum degi. Það er hetjuskapur að fara í vinnu á hverjum degi líka og það er mikill hetjuskapur að vera foreldri á hverjum degi. Þú ert hetja á margan hátt.

En ég bið þig samt innilega að muna eftir því að fara vel með þig! Leiðinlegt að heyra með hliðarverkanir sjúkdómsins, en við vonum að nýr læknir og nýr verkjasérfræðingur geti hjálpað þér.

Kossar og knús frá Akureyri, elsku besta sæta dúlla

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sem betur fer er ég svo heppin að mér finnst svokallað heilsufæði gott, sæki ekkert í svokallaðan ruslmat, nema helst sælgæti og þá reyni ég að velja 70%súkkulaði ef ég fæ mér það. Ég er líka alin upp í fjölskyldu þar sem hollusta matarins sem var á borðum var yfirleitt helsta umræðuefnið á matmálstíma (pabbi minn var læknir með mikinn áhuga á hvað væri hollt fyrir fólk að gera).  Það er svo auðvelt að ráðleggja öðrum að taka fæðið sitt í gegn þegar maður er sjálfur svona heppinn, að ég ætla að láta það vera. Mundu bara að við erum það sem við borðum og að í allskonar tilbúnum mat er fullt af aukaefnum sem við vitum ekkert um, þannig að það er best að reyna að borða sem mest af ferskum mat. En þar fyrir utan held ég ekki að það geri neinum gott að ætla að lifa einhverju meinlætalífi, svo maður verður stundum að láta eftir sér eitt og annað. Þú verður bara að finna út sjálf hvað þér verður gott af og hvað ekki. 

Ég vona að þér gangi áfram vel í starfinu þínu, það er mikilvægt að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt og vera úti meðal fólks.

Knús til þín

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:59

3 identicon

Æjj leiðinlegt að heyra að þú hafir þurft að fara uppá spítala....en gott að allt sé í lagi  Alltaf gaman að lesa bloggið og fylgjast með þér sæta.....þú ert alltaf jafn dugleg ! Ég tek þig alltaf sko til fyrirmyndar....alveg hörku gella

Knús til þín

Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Kolla

Já tíminn líður sko hratt, ef það væru bara meira en 24 klukkutímar í sólarhringnum þá væri alt svo mikið auðveldara.

Ég skil þig vel með diet kókið. Ég er nefnilega kókisti líka, og súkkulaðiisti eftir að ég hætti að reykja (eitthvað verður maður að fá í staðinn). En ég er að reyna að láta að vera að drekka kók og borða súkkulaði. En vá hvað ég sakna þess.

Gangi þér vel.

knús og kossar 

Kolla, 19.10.2007 kl. 20:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan, já ég veit alveg hvað það táknar fyrir mömmur að fara vel með sig.  Elsku Bertha mín, knús og von um að þér líði betur elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband