Kast...

MS kast er búið að vera í gangi, kæru vinir og vandamenn, hefur eflaust með nýja vinnu að gera, eða bara slæm tímasetning, ég er ekki alveg viss um hvort það er, en ég er búin að vera með MS kast í gangi núna í nokkrar vikur, og hef ekki haft möguleika á að vélritaCrying Þetta kast í þetta skiptið hefur einkennt sig þannig að dofatilfinningin hefur aukist mikið, mjög mikið, í báðum höndum, og upp báða handleggi, að olnbogunum. Þetta er búið að vera erfitt, og af hverju er þetta að gerast akkúrat núna???? Kannski af því að ég er byrjuð að vinna aftur, en ég er bara að vinna þrjá tíma á dag, en er samt á fullu allann tímann á meðan ég er í vinnunni... Ég held samt að þetta kast sé ekki vinnunni að kenna, MS köst koma þegar þau vilja, það er ekkert sem að við gerum sem að flýtir fyrir þeim, eða ýtir undir þau, þau gerast bara þegar sjúkdómurinn ákveður að hraða á sér...

Þessi dofatilfinning hefur verið erfið, og verkirnir hafa aukist í höndunum og handleggjunum síðustu vikur, ég vakna á morgnana og er dofin í báðum handleggjum, hendurnar eru kvalnar af verkjum, og það tekur mig núna milli 30-45 mínútur bara að losna við dofann. Meðalið tekur um það bil klukkutíma að byrja að virka á verkina, þannig að morgnarnir mínir eru frekar hægir af stað... Það er orðið erfitt á tímum fyrir mig að keyra, ég tala nú ekki um að vélrita, þannig að kæru vinir, þessvegna hafið þið ekki séð mig hér í nokkrar vikur, en ég er á lífiW00t

Það er búið að vera mikið að gera hér hjá okkur, ég er að vinna, jibbí jei jei, jibbí jibbí jei jei.... Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur í vinnu, þó svo að er gamla geitin þar.... Ég er að vinna með ungu fólki, þau eru öll um tvítugt, þannig að þeirra líf snýst um bjór, djamm, og kynlíf... Mér líkar mjög vel við alla í vinnunni, en hef ekki mikið sameiginlegt með þeim, en það er allt í lagi. Ég er að vinna á veitingastað, ég vísa fólki til borðs, hjálpa til með að þrífa borðin, og er mikið á hlaupum þegar veitingastaðurinn fyllist. Ég er mjög ánægð, því að hádegismaturinn er mjög upptekinn, þannig að tíminn líður mjög hratt. Ég fæ skítna $10 á tímann, en ég fæ líka þjórfé frá þjónunum, þannig að ég geng út með auka pening á hverjum degi, ekki slæmt.

Tim líkar rosalega vel í sinni vinnu, hann er yfirmaður í vöruhúsi, og yfirsér 8-10 manns, en er búinn að vera að leita að nýju fólki því að eitt af því fyrsta sem hann þurfti að gera var að reka nokkra menn, svaka stuðErrm Hann sér alveg fyrir sér að vera þarna í langann tíma, þannig að við sjáum hvernig það fer. Svo eru það börnin, brjálað að gera hjá þeim í skólanum, hjá þeim öllum. Tvíburarnir eru á fullu, ég þarf að ýta við þeim á hverjum degi, bara til þess að passa að þær standa sig vel í heimalærdómnum, þær eru báðar svo miklir táningar þessa dagana að ég veit stundum ekki hvað ég á að geraAngry Ég elska þær mikið, en stundum langar mig bara til þess að skella þeim yfir hnéð á mér, því að óvirðingin og stælarnir sem koma frá þeim gera mig gráhærða!!!!!!! Kalli og Mikaela, þeim gengur rosalega vel í skólanum, ég er það heppin að ég er búin að vera hörð á þeim síðan þau byrjuðu í skólanum, en ég gat ekki byrjað að vera hörð við tvíburana fyrr en í fimmta bekk, því miður var Tim ekki eins harður á skólavinnu þegar þær voru litlar, þannig að þær eru stundum mjög latar, og hafa ekki mikinn áhuga á að læra. Samt sem áður, þá er ég búin að tala og tala og tala um mikilvægi skólans við þær, og ég held að það sé farið að setjast smá á heilann þeirra.

Jæja, það er búið að taka mig næstum því klukkutíma að skrifa þetta litla blogg mitt í dag, ég þarf að taka hlé inná milli, þannig að þetta er orðið gott í bili. Ég vona að þessu kasti fari að ljúka svo að ég geti farið að blogga oftar, ég er búin að sakna þess að vera hér í bloggheiminum, stundum gefur bloggheimurinn mér það sem mig vantar mest, hlé frá raunveruleikanum..... Þá er kominn tími til þess að gera mig tilbúna fyrir vinnuna, njótið dagsins, kæru vinir, og ég læt sjá mig mjög fljótlega afturWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hæ, dúllan mín.  Gott að fá fréttir af þér þó að ég vildi hafa fengið betri fréttir.  Það er leitt að heyra að þú eigir svona erfitt núna en líka ánægjulegt að þið skuluð bæði vera farin að vinna.  Það léttir nú óneitanlega á sálartetrinu.

Við erum að vona að við getum fengið okkur skárri tölvu bráðlega.  Reyndar er allt skárra en þessi blessaði garmur sem ég fékk á 15 þúsund kall hjá EJS fyrir mörgum árum síðan.  En þá fáum við okkur nú tölvu með hljóðkorti og getum þá bara komið okkur notalega fyrir og spjallað milli heimsálfa!

Kossar og knús til krakkanna og við heyrumst svo fljótlega!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku dúllan mín. Vonandi verður þetta kast ekki lengi. Knús til þín og þinna. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.10.2007 kl. 17:23

3 identicon

Gott að vita af þér lifandi (þó svo að ég hafi aldrei efast um það) en fréttirnar hefðu jú mátt vera skemmtilegri. Maður hugsar alltaf hlýlega til þín, en hefði ég fattað þetta fyrr þá hefði ég sent extra hlýjar kveðjur, elsku dúllan mín.

Gott að heyra hversu glöð þið eruð í vinnunum ykkar, og þið eruð án alls vafa að standa ykkur vel.

Héðan er allt normal að frétta, nema hvað stundum finnst mér fósturdæturnar mínar mættu horfa minna á sjónvarpið - en ég fæ engu áorkað í þeim tilraunum mínum. Vertu ströng og ákveðin við tvíburana ...

Gott að vita af þér hér, en mundu að fara fyrst og fremst vel með sjálfa þig!!

Hlýjar kveðjur, knús og kossar frá Akureyri.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:08

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:08

5 identicon

Hjartahlýjar kveðjur til þín, elsku besta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Bertha mín vonandi lagast þetta hjá þér.  Auðvitað er það breytingarnar við að fara að vinna, svo aðlagast likaminn nýjum hreyfingum, þannig er það bara.  Knús til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband