Týnd

Kæru vinir, ég veit að ég er búin að vera í feluleik, búin að vera týnd í nokkra daga, en Guð minn góður, ég er búin að vera á fullu í nokkra daga núna...

Fyrst og fremst, mín er komin með litla vinnu, hálfan daginn eins og ég var að vonast til þess að finna...Smile W00t Wizard Já, við skulum fagna saman, einn, tveir, og HÚRRA.......... Húmorinn í þessum fréttum er sá, að ég er á fyrsta skrefiUndecided Útskýring... Ég er að vinna á veitingastað, ítölskum veitingastað, og mitt starf er að fylgja fólki til borðs, taka við símapöntunum, þrífa borð (þegar ég hef tíma), bera fram mat (þegar ég hef tíma), semsagt, ég er á fyrsta skrefi...

Eins og ég sagði, það er húmorinn í þessu, ég er nú ekki að taka þessu alvarlega, af því að það þýðir ekki neitt!!!! Ég útskrifaðist með BS gráðu í Hótel og Veitingarekstri, hef unnið á veitingastöðum og hótelum síðan 1995, og fyrir þann tíma, þá rak ég að mestu leyti bakarí heima á Íslandi (yfirmaðurinn var þar aldrei, tvisvar kannski í viku, ég sá um mest allt, ásamt Röggu vinkonu, manstu Ragga mín?). Ég vann við veisluþjónustu í fimm ár, og rak mína eigin veisluþjónustu ásamt fyrrverandi eiginmanninum (Sick) í nokkur ár. Þannig að það má segja að ég er með pínulitla reynslu í veitingaiðnaðinum....

Það besta við þessa vinnu er vinnutíminni, ég vinn fimm daga vikunnar (mánudag-föstudag), frá 11-14...þannig að ég get farið með börnin mín í skólann, farið heim, tekið til, farið í göngutúr, horft smá á imbann, sofið, gert hvað sem ég vil gera, það mun allt fara eftir heilsu (eins og allt annaðGrin). Það tekur mig tíu mínútur að keyra í vinnuna, þannig að þetta er frekar fullkomið. Ég er búin í tæka tíð til þess að ná í börnin í skólann, og ég hef allan eftirmiðdaginn til þess að aðstoða við heimalærdóm, elda kvöldmat, taka til, fara í göngutúr, horfa smá á imbann, sofið, bara gert það sem að heilsan skipar mér að geraWink

Ég er mjög, mjög, mjög HAPPY....... Ókei, launin eru léleg, ég mun þéna smá þjórfé, en þar sem ég fæ borgað mánaðarlega frá ríkinu, þá má ég bara þéna pínu pons, án þess að mánaðargreiðslan mín frá þeim er minnkuð, ríkið sér nú svo vel um mann. Ástæðan fyrir því að ég tók þessa vinnu án þess að hugsa meira útí það er sú að meðlagið mitt er hætt, allaveganna í bili, ég veit ekki hvenær það mun byrja aftur, það virðist sem að barnsfaðir minn sé búinn að skipta um vinnu, og annaðhvort er hann að fá borgað undir borðið, eða hann er að bíða eftir því að ríkið finni sig, ég bara veit ekki, alltaf sama sagan með hann (hann hringdi ekki einu sinni í son sinn á afmælinu, enn sorglegara er að sonur minn tók ekki einu sinni eftir því, hann er orðinn svo vanur því að pabbi hans er ekki til staðar).

Ekki var það nóg í þessari viku að ég byrjaði að vinna í gær, heldur fór maðurinn minn í vinnuviðtal á föstudaginn síðastliðinn, og svo aftur í gær, og honum var boðin vinnan liggur við á staðnum, hann var varla farinn áður en það var hringt í hann og honum boðinn vinnanWizard Grin W00t Fögnum saman, einn, tveir, og HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA...... Við bæði mættum í okkar vinnur í dag, bæði búin að vera frá vinnu í ár vegna veikinda, og rétt svo byrjuð að kíkja á vinnumöguleikana, og bæði komin með vinnur innan við vikuWink VIÐ BÆÐI DRULLUÞREYTT í dag, hann farinn að sofa, ég ligg í tölvunni, alveg steinhissa bara yfir þessu öllu saman....

Stundum gerast hlutirnir hratt, stundum fær maður óskir sínar fylltar, stundum með því að trúa að hvað sem er getur gerst. Mér finnst rosalega fyndið að síðan ég hitti unnusta minn, þá hafa margar óskir mínar ræst, og óskir hans hafa líka ræst. Ef það er þá ekki merking um það að ég eigi að vera með þessum manni, þá veit ég barasta ekki neitt í minn haus. Við Tim lentum í leiðindum á föstudaginn, án þess að tala of mikið um hvað gerðist, en ég laug að manninum mínum, og ég hagaði mér eins og lítið barn (þannig séð). Ég laug að honum í staðinn fyrir að leita til hans með vandamál, vitandi það að hann gæti aðstoðað mig við að leysa vandamálið..... Ekki spyrja mig af hverju ég kaus þá leið að ljúga að unnusta mínum, ég lýg varla aldrei, smá hvít lygi hér og þar, en fyrir utan svoleiðis þá er ég ekki lygari. Ég held að það sem gerðist er að ég vildi ekki að hann sæi þá hlið af mér sem gerir heimsk mistök, þannig að í staðinn fyrir að leita til hans í trúnaði, þá bjó ég til litla sögu sem mér fannst hljóma betur.

Auðvitað tók sökin yfir, og hann þefaði hana uppi, og ég varð að segja honum sannleikann, og hann var ekki ánægður, honum fannst ég hafa svikið hann, logið að honum, og notað sig... Helginni var eytt í að ræða málin (inná milli þess að halda uppá smá afmælisskemmtun fyrir Kalla, ég blogga um það á morgun), og við erum komin á réttan kjöl aftur, en auðvitað er mér búið að líða rosalega illa yfir þessu öllu, sérstaklega af því að ég hef mann til þess að leita til, ég er svo vön að vera ein og takast á við vandamál ein, en ég verð að muna að ég hef góðan mann í lífi mínu, og ég get leitað til hans með hvað sem er, lítið og stórt, ég veit það núnaPouty

Nokkrum dögum eftir leiðindin erum við bæði komin með vinnu, sem okkur líkar vel við, og við höldum áfram að vinna í því að koma stóru fjölskyldunni okkar inní stærra húsnæði. Mikið væri nú yndislegt að vera komin inní hús fyrir næsta sumar, sérstaklega fyrir 28. Júní 2008, þið munið, brúðkaupsdaginn okkarHeart Já, brúðkaupið mun gerast, eitt leiðindaratvik okkar á milli á ekki eftir að slíta okkur í burtu frá hvort öðru, NO WAY, NO HOW!!!!!!!

Jæja, elskurnar, núna vitið þið af hverju ég er ekki búin að vera við í bloggheiminum, hinn heimurinn þurfti mikið á mér að halda síðustu fimm daga eða svo..... Ég saknaði ykkar, verð að lesa bloggin ykkar á morgun, því að hér er klukkan ellefu um kvöld, og ég fór á lappir klukkan sex í morgun (keyrði manninn minn í vinnuna), og þarf að vakna klukkan sex í fyrramálið, þannig að ég kveð ykkur að sinni, en ég kem aftur á morgun, þá get ég vonandi haldið augunum opnum...Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst af öllu - innilega til hamingju með vinnurnar ykkar!! Þetta eru gleðitíðindi enda eigið þið þau skilið.

Það er nú algengt, jafnvel hjá mjög ástföngnum pörum, að missa sig í hvíta lygi einu sinni eða tvisvar. En þá er lært af reynslunni og unnið úr málunum. Alltaf betra að koma hreint og beint fram.

 Eigðu góðan dag, sæta dúlla, og til hamingju aftur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 08:31

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku bæði tvö með vinnuna!!

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virðist vera eins og best verður á kosið.  Innilega til hamingju með þetta allt og vinnuna fyrst og fremst Bertha mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hæ, dúllan mín!!!  Og innilegar hamingjuóskir til ykkar með að vera komin með vinnu bæði tvö!  Ég þarf endilega að heyra í þér fljótlega, einhvern tímann þegar Óli er heima líka.  (Hann er í stúdíói núna að taka upp með annarri hljómsveitinni sem hann er í).  Ég held að leiðin eigi bara eftir að liggja upp á við hjá ykkur Tim og krökkunum, eins og hún hefur gert hjá okkur Óla síðan við fluttum hingað út.  Og er það ekki undarleg tilviljun að einmitt núna er ég komin á næsta stig í minni vinnu og finnst ég geta farið að líta á þetta sem alvöruvinnu.  Nú má ég semsagt fara að selja til smærri fyrirtækja, get farið út á morgnana, keyrt milli hárgreiðslustofa, blómabúða o.þ.h.  og boðið þeim umhverfisvænu vörurnar mínar!  Set í gang í fyrramálið.  Wish me luck!!

Kossar og knús!!!!  Heyrumst fljótlega!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Kolla

Hæ elskan.

Fyrst, innilega til hamingju með vinnuna bæði tvö og til hamingju með litla krúttið hann Kalla. 

Ég veit ósköp vel sjálf hversu auðvelt það er að breyta sögunni aðeins, þannig að hún líti betur út, og kannast rosalega vel við samviskubitið sem fylgir.

Raunveruleikinn og hversdagsleikinn sökk fljótt inn hér á bæ. Alt búið að vera vitlaust, samt ekki á milli míns og mansins míns. Heldur ein " vinkona", sem er að ganga í gegnum erfiða hluti og finst gott að kenna öðrum um. Úff, ekki auðvelt.

Knús og kossar

Kolla 

Kolla, 20.9.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innilega til hamingju með þetta allt saman, kæra Bertha, það er yndislegt að lukkuhjólið skuli vera farið að snúast þér (og ykkur) í vil!

Mér finnst alltaf yndilegt þegar hjón eru svo samrýmd að smá kritur slíta þau ekki í sundur, heldur þjappa þeim heldur saman. Við verðum jú að læra að umbera galla og mistök hvers annars og leyfa hvoru öðru að vera þær persónur sem við erum, með kostum og göllum .

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.10.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband