13.9.2007 | 19:45
Hann á afmæli í dag.....
hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kalli minn, hann er átta ára í dag....
Hér er hann, prinsinn minn, og hann verður fallegri, gáfaðri, fyndnari, og bara betri með aldrinum. Hann var tekinn með keisaraskurði þann 13. September 1999, klukkan 8:26 um morgun, og það fyrsta sem að drengurinn gerði var að pissa á mömmu sína Ég segi það satt, drengurinn grét ekki, öskraði ekki, hann pissaði í staðinn.
Hann var mjög sætur fannst mér, en þegar ég skoða myndir af honum núna, þá sé ég að hann leit allt öðruvísi út en hann gerir í dag. Húðin á honum var mjög hvít, hann var ekki með neinar augabrúnir (þær sáust ekki, voru svo hvítar), og hann var alltaf rangeygður (sem að öll lítil börn eru). Hann var litli prinsinn minn, og er enn
Fyrstu tíu mánuðina þá svaf hann aldrei meira en tvo tíma í einu, þannig að ég fékk sko ekki mikinn svefn. Fyrstu nóttina sem hann svaf í gegnum um, svaf mamma hans ekki neitt, af því að hún hélt að drengurinn væri dáinn...ég sver það, að sjá drenginn sofa í meira en tvo tíma var gjörsamlegt kraftaverk. Hann var algjör brjóstakall, var með hann á brjósti stundum í fjóra tíma samfleytt... Svo sofnaði drengurinn í hoppustólnum sínum, í barnastólnum sínum, á brjóstinu mínu, en aldrei í rúminu sínu
Þegar litla systir hans fæddist, þá var hann stóri bróðir, og hann var mjög stoltur. Hann var samt ekki alltof sáttur við það hversu mikla athygli hún þurfti, en hann lærði að lifa með því. Hann átti það til að fara í vögguna hennar og sitja þar, hann vildi vera litla, litla barnið mitt, þó svo að hann var það ennþá, því hann var bara fjórtán mánaða þegar hún fæddist. Kalli minn var alltaf á fullu, hlaupandi útum allt, uppá sófa, uppá bekk, klifrandi uppá allt, hoppandi á öllum mublum sem hann komst í. Mér var stundum sagt að hann væri eflaust ofvirkur, en vitiði, ég hlustaði ekki á svoleiðis rugl, ég vissi að svona var hann bara og að hann myndi róast niður þegar hann var tilbúinn.
Viti menn, hann róaðist, og er núna mjög góður nemandi, er kominn í þriðja bekk. Hann er duglegur að lesa, er á fullu að læra um stjörnurnar og pláneturnar okkar, hefur MIKINN áhuga á því. Hann er að læra hafnarbolta, elskar fótbolta, amerískan fótbolta og körfubolta. Ekki má gleyma Gamecube, vídeóleiknum hans, hann er algjör fíkill, eða myndi vera ef við leyfðum honum það. Hann fær að spila, en ekki á hverjum degi, og ekki allann daginn, því að hann myndi verða fíkill á einum degi...
Hann er góður sonur, yndislegur bróðir, og prinsinn minn. Ég elska hann meira en orð geta sagt, ég mun halda áfram að rífast við hann um hvort að ég elski hann meira en hann mig, hann mun ekki skilja það að hann getur ómögulega elskað mig meira, hann mun skilja það þegar hann verður faðir. Ég tel mig rosalega heppna að hann kaus mig sem mömmu sína, hann er besti sonur sem að móðir gæti beðið um. Til hamingju með daginn, elsku prins
Athugasemdir
Innileg hamingjuósk með drenginn þinn!
...Og svo er hann líka meyja, eins og ég...
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:50
"Kalli ... Kalli ... heimsins besti Kalli ..."
- INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ PRINSINN ÞINN. Þetta er falleg fjölskylda sem þú átt og prinsinn myndarlegur.
Lukkuóskir frá Akureyri!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:01
Innilega til hamingju með prinsinn þinn!
Rosalega sætur strákur!
Huld S. Ringsted, 13.9.2007 kl. 21:32
Innilega til hamingju með litla kútinn Bertha mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 12:40
Til hamingju með drenginn Bertha
p.s. var að skoða myndir af börnunum þínum, þau eru öll svo falleg til hamingju með þau öll .....knús og klemm
Eva , 14.9.2007 kl. 14:19
Til hamingju með strákinn !
Bestu kveðjur frá Florida-Guðrún
Guðrún @Florida (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 22:01
Takk kærlega öll sömul fyrir yndislegar kveðjur, og ég get sko sagt ykkur að dagurinn var yndislegur á allan hátt
Bertha Sigmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.