Hvernig er það réttlátt?

Ég er mikið búin að spá í réttlæti þessa síðustu daga, og er það vegna margra hluta. Ameríski fótboltinn er byrjaður aftur, og uppáhaldsliðið hans Tim, Oakland Raiders, er búið að vera að semja við Jamarcus Russell (sem er víst sá besti nýliði sem var valinn í fótboltanum þetta árið) í marga mánuði núna, en loksins er búið að semja.

Þessi drengur er rétt yfir tvítugt (held ég) og hljómar samningurinn hans uppá $68 millur fyrir sex ár, það eru launin hans, svo fær hann líka meira en $40 millur næstu fjögur árin, og er það guaranteed money, sem þýðir að ef hann meiðist fyrsta árið og getur ekki einu sinni spilað, þá fær hann samt $40 millur. Allt þetta er fyrir það að spila amerískan fótboltaW00t Eruð þið ekki að grínast í mér???? Ástæðan fyrir þessum góðu launum hans eru til dæmis, 1) hann aðstoðar með gróðann hjá fótboltavellinum hér heima, og annars staðar í Ameríku, 2) hann spilar góðan bolta, 3) hann skapar gróða hjá sjónvarpsstöðvum í landinu þegar hann er að spila þennan góða bolta, og svona mætti lengi telja.

Útkoman er nefnilega sú, að hann er allra þessara milljóna dollara virði, af því að hann aðstoðar mörg fyrirtæki með þeirra gróða... Sem þýðir, you scratch my back, I´ll scratch yours... Ef að Jamarcus aðstoðar mörg fyrirtæki með þeirra gróða, af hverju ætti hann ekki að fá smá hluta af kökunni? Og trúið mér, $100+ millur fyrir sex ár, er mjög lítill biti af kökunni... Getur einhver sagt mér hvernig þetta er réttlátt? Ég hef margar ástæður á bakvið þessa spurningu, en sú mikilvægasta er, ef að svona mikill peningur (með því meina ég gróði..)er fljótandi um í fótbolta heiminum, og fólk er heimilislaust og hefur ekkert að borða, hvernig er það réttlátt?????????

Ég les margar bloggfærslur á dag, og margir eru að tala um þeirra hagi, þeirra kjör. Sumir eru að ganga í gegnum veikindi (halló, hér er égTounge), atvinnuleysi, peningavandamál, táninga, hvað sem það er, við erum öll að ganga í gegnum eitthvað, ekki satt? Bloggvinkona mín, hún Þórdís Tinna skrifaði góða færslu um daginn, hún var að tala um hversu lítið veikt fólk fær borgað frá ríkinu, og ég veit alveg hvað hún á við, ég hef fengið að kvarta og kveina hér við ykkur, takkKissing Ég veit ekki allt um hana Þórdísi, en ég er alveg viss um að hún vann úti, og eflaust vann hún eins og skepna, áður en hún varð veik. Svo verður hún veik, sama hér, ég verð veik, og allt í einu þá erum við orðnar blóðsugur fyrir ríkið, af því að við erum of veikar til þess að vera útivinnandi, og það skiptir ekki máli að við erum búnar að vinna úti í mörg, mörg ár. Þar sem við erum ekki að leggja til gróða ríkisins, þá erum við ekki þess virði að fá að lifa því lífi sem við lifðum áður en við urðum veikar. Við þurfum að lifa á því sem að ríkinu finnst að við eigum skilið sem veikar manneskjur, og við getum ekkert gert við því. Við þurfum að taka það sem okkur býðst, því að við þurfum ennþá að borga leigu, mat, föt, skóladót, rafmagn, og svo lengi mætti telja, af því að við erum mæður.

Ég segi því, er það réttlátt að ungur strákur sem er góður í fótbolta er að fá borgað milljónir dala í mörg ár, en venjulegt fólk sem hefur unnið eins og skepnur allt sitt líf, fær það minnsta sem ríkið getur löglega greitt þeim???? Mér finnst það langt í frá að vera réttlátt. Ekki er nóg fyrir mann að þurfa að díla við það að maður er veikur, heldur í þokkabót þarf maður að hafa áhyggjur af því hvort maður getur borgað reikningana sína, og gefið börnunum sínum að borða. Manni líður nógu illa fyrir, ofan á allt þetta þarf maður að biðja fólk í kringum sig um aðstoð, og allir hafa nóg með sitt, hvernig getur maður ætlast til þess að fólk hjálpi manni. Svo er maður heppinn að einhver bíður manni aðstoð, en svo hefur maður ekki efni á að borga þeim tilbaka, þá líður manni enn verra, maður er að farast úr stressi, og stressið gerir veikindin erfiðari.

Þessi vítahringur er ömurlegur, ég veit að við flest höfum gengið í gegnum hann, bara á mismunandi hátt. Mér finnst ennþá verra að vita til þess að maður þekkir eða hefur fólk í fjölskyldunni eða vinahópnum sem á nóg af peningum, eða allaveganna á mikinn auka pening, og það fólk biðst ekki einu sinni til þess að hjálpa manni. Ofan á allt annað, veikindin, stressið, börnin, skömmina, stoltið, þá veit maður um fólk sem gæti hjálpað manni ef það vildi. Þannig að maður verður sár ofan á allt annað, af því að þetta fólk bíður manni ekki aðstoð, það vill frekar að maður þurfi að gleypa stoltið og biðja um hjálp, það er bæði erfitt og neyðarlegt... Salt ofan í sáriðCrying

Ef að fyrirtæki sem standa sig vel, peningalega séð, myndu öll leggja til hliðar 1% af gróðanum, öll fyrirtæki myndu gera þetta, getið þið rétt svo ímyndað ykkur hvernig heimurinn væri? Ef að þetta 1% færi í sjóð, og þessi sjóður myndi sjá til þess að enginn í heiminum væri svangur, heimilislaus, án heilsutrygginga, bara án aðstoðar, hvernig myndi heimurinn okkar breytast? Líf okkar væri allt öðruvísi, ekki satt. Það er ekki réttlátt í mínum augum að sumir hafa svo mikla peninga að það gæti skeint sér með þeim og það myndi aldrei klára peningana. Það er ekki réttlátt að veikt fólk geti ekki einbeitt sér að því að batna, í staðinn hefur það áhyggjur af reikningum, börnum, og milljón öðrum hlutum, sem það ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af. Það er ekki réttlátt að fólk sofi úti á götu, í bílnum sínum, í koju í úthvarfi. Það er ekki réttlátt að sumir hafa allt of mikið, og aðrir hafa ekki nógPouty Það bara er ekki réttlátt, það getur enginn gert mér trú um það...

Hver er lausnin, er hún til? Ég trúi því, virkilega, ef að þeir sem hafa allt of mikið myndu hjálpa þeim sem hafa ekki nóg, þá myndum við leysa mörg vandamál heimsins. Hvernig get ég réttlætt fyrir börnum mínum að þau þurfa að leggja 100% af sér í skólanum, þegar krakkar á þeirra aldri er að þéna milljónir bara með því að hafa sjónvarpsþátt á Disney stöðinni? Hvernig get ég sagt þeim að menntun er mikilvægust þegar íþróttafólk, leikarar, söngvarar þéna meira en þeir sem hafa hæstu gráðu sem hægt er að hafa. Hvernig get ég réttlætt fyrir þeim að mamma grætur oft af því að hún er veik, en hún kláraði skólann, vann síðan hún var krakki, en hún hefur ekki nógu mikinn pening til þess að fara með þau í bíó, eða kaupa handa þeim afmælisgjafir. HVERNIG RÉTTLÆTI ÉG ÁSTAND HEIMSINS?

Í gamla daga, þá fór fólk til nágrannans og hjálpaði honum með því að skipta á kú fyrir kind. Þannig gátu báðar fjölskyldur borðað kjöt og drukkið mjólk. Ef að ég var með grænmeti í garðinum hjá mér, og þú varst með ávexti í garðinum hjá þér, þá skiptumst við á, ekkert mál. Í dag, þá er fólk að keppast við nágrannann, hann er með trampólín, þú verður að fá trampólín. Hann er með nýjasta jeppann í bílskúrnum, þú verður að fá jeppa. Þú ferð til útlanda tvisvar á ári, núna verður hann að fara tvisvar á ári. HVAÐ GERÐIST? Hvernig komumst við hingað? Hvað varð um að hjálpa nágrannanum, ég hef kú, þú hefur kind, mig vantar kind, þig vantar kú, ekkert mál, við skiptumst... Hvenær byrjuðum við að setja verð á allt? Ekki bara á hluti, heldur á fólk? Af hverju er kindin ekki eins mikils virði og kúin? Af hverju er Jamarcus að þéna $100 millur, en þú og ég höfum ekki efni á að borga rafmagnsreikninginn okkar. Hvar er réttlætið? Er það bara orð, hugtak, eða gjörð?

Forsetar stjórna, ríkisstjórnir stjórna, kóngar og drottningar stjórna. Hafa forsetar, embættismenn, kóngar það svo gott að þeim er sama um litla fólkið? Af hverju er ekki búið að gera það að lagi, fyrir löngu síðan, að allir hafa rétt á að eiga hús eða íbúð, allir hafa rétt á góðri heilsu, allir hafa rétt á að borða þrjár til fimm máltíðir á dag, allir hafa rétt á góðri menntun, og ALLIR hafa rétt á að njóta lífsins á sama hátt og nágranninn. Auðvitað þarf fólk að vinna fyrir auka hlutunum (stóra plasma sjónvarpinu, tölvunni, utanlandsferðunum), en við höfum öll rétt á að hafa þak yfir höfuðið, mat á borðinu, og föt utan um okkur, góðri menntun, og tímanum sem það tekur fyrir okkur að ná okkur á rétt strik þegar við verðum veik...

Réttlátt eða óréttlátt, það er spurningin í huga mínum í dag, í gær, í fyrradag. Það er lengi hægt að velta sér uppúr þessari spurningu, því miður fær maður ekki svar, allaveganna ekki frá forsetanum, ríkinu, eða kónginum, stóra fólkið er of upptekið að því að njóta peninganna og því góða sem lífið bíður þeim uppá, það hefur barasta engan tíma til þess að hugsa um litla fólkiðErrm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bertha, mér er orða vant, það eru einmitt allir þessir hlutir sem geta gert mig öskureiða, allt óréttlætið og misskipting auðæfanna í heiminum.

En svo ákveð ég að ég vilji ekki ganga um alla daga reið, að ég vilji ekki láta þetta ástand mála stjórna minni líðan eða persónulega lífi. Þetta er auðvelt fyrir mig að segja, þar sem mínir drengir eru orðnir fullorðnir og sjá um sig sjálfir og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinum öðrum eða neinu öðru en því að reyna að vera nægjusöm og ráðstafa sem skynsamlegast fyrir sjálfa mig þessum litlu tekjum sem ég hef. Málið horfir auðvitað allt, allt öðruvísi við fyrir fólk sem er að ala upp börn og unglinga og langar til að veita þeim það sama og þau horfa á jafnaldra sína fá.

Ég veit svo sannarlega ekki hvernig er hægt að breyta þessu, margir reyna en hafa ekki árangur sem erfiði, eða alla vega virðist þokast afskaplega hægt í rétta átt. Ég held að þetta breytist ekki nema allsherjar hugarfarsbreyting, andleg vakning verði í heiminum. Að það verði hætt að dýrka Mammon í heiminum, sem virðist vera aðaltrúarbrögðin í dag. Að ALLIR fari að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Þetta er boðað í kristinni trú, en ég held líka önnur trúarbrögð séu með sömu hugsun um virðingu fyrir manneskjunni. En það þýðir líka að trúaðir verða að láta af öllu ofstæki og reyna að sameinast í jákvæðri hugsun um meðbræður sína.

Kommúnisminn byggðist að vísu á þeirri hugsun að allir ættu að vera jafnir, sem var mjög falleg hugsjón, en við vitum öll hvernig það dæmi fór, bjúrókratar og valdasjúkir einstaklingar náðu undirtökunum svo sæluríkið sem átti að verða breyttist í martröð. Læt þetta duga...

Bestu kveðjur, Greta Björg.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.9.2007 kl. 19:49

2 identicon

Ég sé því miður ekki fram á það að þetta muni einhvern tíma skána. Ef eitthvað er, þá fer tekjuójöfnuðurinn vaxandi. Sjáðu t.d. Beckham ... - og þetta er eins og þú segir sjálf: réttlætt með því að viðkomandi aðili skapar þessar tekjur fyrir fyrirtækið. Sjáiði bankastjórana okkar Íslendinga ... í fyrra eða hitteðfyrra var bankastjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar (minnir mig) í vinnu í nokkra mánuði - honum var svo sagt upp störfum en fékk starfslokasamning upp á 85 milljónir. Hvað gerði hann til að réttlæta þennan pening?

Það er ekki til réttlæti í þessum heimi - hvað þessi mál varðar. Hinir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. En maður skrimtir, maður bölvar ... og maður skrimtir.

Maður á sem betur fer góða að, og það er fjársjóður sem maður lætur ekki frá sér.

Hafðu það yndislegt dúllan mín, og mundu bara að after all ... þá höfum við alla vega þetta

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Það er bara þannig, að þeir ríku verða ríkari, þeir fátæku fátækari, því miður...

Ég vil ekki að neinn haldi að ég sé að kvarta og kveina með þessum pistli mínum, mér finnst bara áhugavert að pæla í þessu, að því að í alvöru talað, þetta væri nú ekkert mikið mál ef að lögin segðu til um það að 1% af gróða fyrirtækjanna færi í ákveðinn sjóð, og sá sjóður væri notaður til þess að aðstoða þá sem minna mega sín. Og ekki eilífðar umsóknir sem fólk þarf að skrifa og skrifa í, heldur bara að hjálpa þeim sem vantar hjálp. Ég veit að þetta er frekar mikil draumafærsla, en hvar værum við án drauma?

Það er ýmislegt óréttlæti í heiminum, en ég er sammála ykkur báðum, maður verður að vera þakklátur fyrir allt sem að maður hefur í lífinu í dag...Því gærdagurinn er farinn, og morgundagurinn er loforð, þess vegna verðum við barasta að njóta dagsins í dag

Bertha Sigmundsdóttir, 13.9.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Veistu, ég hef svo mikið hugsað um þetta.  Það er nóg til handa öllum í heiminum og ef við værum ekki svona eigingjörn þyrfti enginn að fara svangur að sofa, allir hefðu þak yfir höfuðið, allir ættu kost á menntun og allir sem þyrftu á læknisþjónustu að halda fengju hana.  Það væri hinn fullkomni heimur.  Því miður eru það ekki svona þenkjandi manneskjur sem stjórna heiminum.  Mér finnst að konur ættu að taka við stjórninni, svona venjulegar mömmur eins og við sem hafa aðra forgangsröð á hlutunum en stríðsherrar nútímans.  Ekki það að allir karlmenn séu slæmir, síður en svo.  Mér datt bara í hug bókin hennar Svövu Jakobs, Gunnlaðarsaga, sem er ein uppáhaldsbókin mín.  Hún byggir svolítið á ævafornum goðsögnum um konuna sem upphaf lífs, Móður Jörð o.s.frv.  Da Vinci lykilinn kom líka inn á þetta.  Þetta voru bara svona ,,spontant" vangaveltur og nú ætla ég að hætta þessu bulli.!  Hvenær ætlarðu svo að láta sjá þig á msn?

Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 08:29

5 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

KALLI!!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!  VONANDI ÁTTU GÓÐAN AFMÆLISDAG.

Kveðja frá Sesselju, Diljá, Rebekku, Óla frænda og Heiðu

Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband