1.9.2007 | 22:34
Labor Day Weekend...
Þá er verslunarmannahelgin komin hér hjá Kananum, og er mikið um grillveislur, partý, og allskonar húllumhæ útum allt. Við erum bara í rólegheitunum hér heima fyrir, krakkarnir að horfa á bíómynd á stóra imbakassanum, maðurinn minn sofandi á hægindastólnum, og ég sit hér sveitt við tölvuna, því enn er hitinn mikill.
Þessi helgi hefur mjög oft í fortíðinni verið erfið í mínu lífi. Í hvert skipti sem ég fór frá fyrrverandi manninum mínum, þá var það tvisvar á þessari helgi, og einu sinni viku eftir þessa helgi. Þetta gerðist allt árin 2001, 2002, og 2003. 2001 fór ég frá honum daginn eftir 11. September, 2002 um þessa helgi, og 2003 um þessa helgi. Það er talað um í sálfræðinni hvernig gamlir atburðir geta haft sálræn áhrif á fólk akkúrat á þeim dögum sem að þeir gerðust. Stundum er fólk sorgmætt, stundum glatt, og stundum reitt.
Ég er búin að vera rosalega reið og leið síðasta sólarhringinn. Margir hlutir eru orsök líðan minnar, og ekki bara fortíðin. Það er ákveðinn tími mánaðarins, það er heitt, og mér og núverandi manninum mínum er ekki að semja of vel, síðan í gærkveldi Ég er rosalega viðkvæm þegar ég er á túr, og líka þegar ég er ekki á túr, ég er bara rosalega viðkvæm manneskja. Ég held að fortíðin sé pottþétt að spila soldið með sálina mína þessa dagana, svo hjálpar viðkvæmnin ekki, og svo hjálpar maðurinn minn ekki, sérstaklega ekki þegar hann talar við mig eins og ég sé barn...
Ókei, ég og maðurinn minn rífumst ekki...höfum aldrei rifist, í tvö ár. Með þessum orðum, þá meina ég að við höfum aldrei blótað hvort öðru, höfum aldrei öskrað, eða ræst róminn gegn hvort öðru, höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað. Við pössum okkur alltaf á því. Samt sem áður, þá höfum við verið ósammála nokkuð oft, það hefur gerst að við getum ekki útskýrt stöðu okkar á einhverju málefni vel, og vegna þess misskiljum við hvort annað oft. Svo kemur fyrir að vegna tungumálaerfiðleika þá misskilur hann mig, og stundum verð ég mjög pirruð yfir því. Ég tala enskuna rosalega vel, það segja eiginlega allir við mig sem hitta mig (kanar þá) að þeir halda að ég sé amerísk. Þess vegna verð ég oft pirruð þegar maðurinn minn misskilur mig, því ég skil ekki af hverju hann getur ekki skilið það sem ég er að segja, þegar 95% af öllu fólki sem ég umgengst skilur mig 100%...soldið mikið pirrandi
Svo á hann til að tala niður til mín, ekki á niðurlægjandi, karlrembskulegan hátt, heldur eins og ég sé óviti, lítið barn. Ég hef talað við hann um þetta oft, og þetta er að batna, en stundum þegar við erum að rökræða eitthvað, þá kemur þessi tónn, og hann talar stundum svona af því að hann er átta árum eldri en ég, og vegna þess þá finnst honum að hann viti meira en ég... Ókei, það er sko alveg rétt hjá honum, STUNDUM, ekki alltaf. Það er margt sem að hann hefur gengið í gegnum, og ég leita ráða hans fyrir, til dæmis þegar ég gekk í gegnum skilnaðinn minn, þá voru ráðleggingar hans gulls virði. Hann er mjög gáfaður, og veit mikið um margt, og ég elska það við hann.
Samt sem áður, þá koma tímar þar sem hegðun hans pirrar mig rosalega, og mig langar til þess að öskra. En, ég labba í burtu, sest við tölvuna og blogga í dagbókina mín Þannig dagur er í dag, mig langar til þess að öskra, en geri það ekki. Mig langar til þess að labba út og ekki koma heim fyrr en á morgun, en ég mun ekki gera það. Mig langar til þess að hrista hann, þangað til að hann fattar hversu sár og pirruð ég verð útí hann þegar hann lætur svona, en það mun ég ekki geta (hann er of stór). Mig langar til þess að vera skilinn af manninum mínum, ekki misskilin þegar ég er að reyna að útskýra litla hluti, en aðeins tími getur lagað það.
Einn af þessum dögum, göngum við ekki öll í gegnum þá? Ekki er hægt að velta sér uppúr svona hlutum, því að börnin bíða eftir kvöldmatnum sínum, bíða eftir aðstoð við heimalærdóminn, og þau þurfa alla orku sem að ég hef að gefa... Ég og maðurinn minn eigum eftir að ræða málin betur, og eins og alltaf, þá býst ég við því að misskilningurinn verði leystur, og að ástin blómstri á ný. Þannig gengur það oftast nær fyrir sig, og mun eflaust gera í þetta skiptið, eins og öll skiptin áður. Núna eru við búin að vera trúlofuð í næstum því sex mánuði, það verða sex mánuðir þann 9. September, sem er afmælisdagurinn hennar Berthu ömmu, þannig að það verður góður dagur. Og ekki bara það, heldur er ég með æðislega gjöf handa honum í huga, og sú gjöf mun hjálpa honum að muna hversu mikið ég elska hann þegar misskilningur gerist á ný, og misskilningar munu halda áfram að gerast, hluti af lífinu... Samt sem áður, dagurinn í dag er betri núna, takk kæru sálfræðingar (já, ég er að tala um ykkur blogg vinir), núna er ég búin að létta af mér, og líður betur Njótið dagsins, helgarinnar og hvors annars, og munið, dagurinn í dag gæti orðið besti dagur lífs þíns, bara ef þú notar hann rétt
Athugasemdir
Ég kannast við mjög margt af því sem þú skrifar í dag úr minni eigin fortíð.
Mundu: Að slípa gimsteina er ekki einfalt eða létt verk....
Gangi þér vel, kæra Bertha!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.9.2007 kl. 09:55
Dúllan mín! Mikið skil ég þig vel, það er hægt að verða svo pirraður út af ýmsu sem maður hlær svo vonandi að seinna. Ég held að þú eigir góðan gimstein þar sem kærastinn þinn er og ég vona að hann geri sér grein fyrir því hvílíka perlu hann á! (allt í skartgripaheiminum ... heheheh) Snjallt hjá þér að fá útrás með því að skrifa í dagbókina í stað þess að berja hann í hausinn með kökukefli ....
Ég var að tala við unga stelpu áðan, gamla vinkonu sonar míns, en hún greindist nýlega með MS. Ég sagði henni að ég vissi um tvær aðrar ungar, íslenskar konur með MS, reyndar báðar búsettar í Bandaríkjunum (hin er í LA). Ja, hérna, sagði hún, ég var búsett í USA í sjö ár! Skrýtin tilviljun, fannst henni. Reyndar er verið að tékka á því hjá henni hvort hún sé með Lyme disease (Lime???) og hún vonar það því að það er læknanlegt. Svo fór hún að tala um einhverjar pöddur í USA sem bitu fólk og eitrunaráhrifin líktust MS. Þetta hef ég aldrei heyrt ... arggggg! Vona að það sé búið að tékka vel á þessu hjá þér.
Bestu kveðjur og risastórt knús frá Akranesi. Fyrirgefðu hvað ég hef verið ódugleg að kommenta. Ég hraðles blogg vinanna og ætla að koma við aftur þegar ég hef meiri tíma til að kommenta og svo bara líður tíminn ... arggg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.9.2007 kl. 15:04
Þakka ykkur kærlega fyrir, kæru vinkonur, þið eruð gimsteinar sjálfar... Dagurinn í dag er betri, og enn betri núna eftir lesturinn...
Kæra Gréta, það er sko rétt hjá þér, að slípa gimsteina er ekki auðvelt verk...
Gurrí mín, ég hef aldrei heyrt þetta með pöddurnar, en það eru allskyns sögur til þegar viðkemur hinum ýmsum sjúkdómum. Ég er nokkuð viss um að Lyme disease sé læknanlegur, en ekki 100% viss samt. Ég vona að vinkona sonar þíns fái góðar fréttir og að hún sé með læknalegan sjúkdóm...
Elsku Inga, þú gefur mér mikið með kommentum þínum, þú ert svo hughreystandi og jákvæð, og mikið væri nú gaman að hitta þig í Boston eitthvert árið....það gerist pottþétt næst þegar ég kem þangað, það er loforð Já, ég og maðurinn minn endum alltaf með að ræða hlutina, enda gerðum við það aðeins í gærkveldi. Við erum soldið á öðruvísi blaðsíðu þessa dagana, en ekki er alltaf hægt að vera in sync, allaveganna er það ekki raunveruleiki margra. Lífið er pottþétt enginn dans á rósum, en væri lífið virkilega eins yndislegt og það er, ef maður þyrfti ekki að berjast aðeins í gegnum það? Ég held sko ekki... Ég hef lært í gegnum mínar reynslur að það er lífsnauðsynlegt að halda í jákvæðnina, sérstaklega þegar neikvæðir hlutir ganga á í lífi manns. Alltaf að muna það góða, þá kemst maður í gegnum það slæma, ekki satt.... Takk fyrir hlýju orðin þín, elsku Inga mín, og ég er mjög hamingjusöm fyrir þína hönd að þú sért að byrja í skólanum í næstu viku, ég óska þér vel gengis í skólanum, og góðri skemmtun, það er alltaf yndislegt að byjra á nýjum kafla í lífinu, gangi þér vel, elskan
Takk aftur, kæru vinkonur, þið eruð yndislegar, njótið dagsins
Bertha Sigmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.