Stéttaskipti

Þegar ég bjó á Íslandi og var í MH, nítján ára gömul, og var að vinna í Hagamel í Myllubakaríinu þar, þá fannst ég mér hafa það mjög gott. Ég var að leigja geymslu, já, í alvörunni, geymsluherbergi niðrí í kjallara, sem ég leigði fyrir 10,000 krónur á mánuði, var í skólanum frá 8-13, og keyrði svo eins og vitleysingur niður í Hagamel, og vann frá 13-19. Svo vann ég allar helgar, og ég gerði þetta í níu mánuði áður en ég útskrifaðist frá MH. Ég hafði það mjög gott, nítján ára gömul, og mér var aldrei hugsað til þess að í framtíðinni myndi ég ekki hafa það gott.

Ég er að tala um fjárhagslega. Ég var að tala við Veru vinkonu mína í gær, og við vorum að tala um fjárhagserfiðleikana okkar, og svo fórum við að tala um þegar við vorum 21-22, í Quincy College í Boston, og við vorum í skóla, að vinna við barnapössun, og við leigðum risastórt hús við sjóinn. Við áttum alltaf fullt af pening, af því að við vorum að vinna, og vorum á námslánum, þannig að lífið var mjög gott. Svo fór ég að vinna á veitingastað, og var að vinna þar ásamt barnapössun, og ég vann fimm-sex daga í viku, ásamt að vera í skólanum, og ég hafði það mjög gottGrin

Mér varð aldrei hugsað til stéttaskipta (ég vona að ég sé að segja þetta rétt), þó svo að ég sá heimilislaust fólk á götunni í Boston, róna útum allt, fólk að betla, o.s.fr. Auðvitað keyrðum við oft í gegnum hverfi sem voru svokölluð fátæktarhverfin í Boston, og maður sá stéttaskiptinguna, hún var augljós. Þá fór ég að gera mér grein fyrir því að allir hafa það ekki gott, allir hafa ekki þak yfir höfuð sér, né mat á borði.

Ég þakka Guði fyrir það að ég hef aldrei lent í því að hafa ekki þak yfir höfuðið, né engan mat, þó svo að það hefur komið fyrir að ég borðaði ekki, bara börnin mín. Það hefur komið fyrir að nágranninn minn gaf mér mat, og dósirnar sínar svo að ég gæti fengið endurnýslupeninginn fyrir þær. Það hafa pottþétt verið dagar, eða mánuðir þar sem ég var ekki með heimasíma, sjónvarp, netið, og svoleiðis, en hvað með það, ég meina, svoleiðis hlutir eru ekki nauðsynlegir. Tímar þar sem ég átti ekki bíl, og var með tvö ungabörn og tvöfalda kerru í strætó útum allan bæ, en hvað með það, það er nú ekki svo slæmt. Allaveganna, ég hef gengið í gegnum marga erfiða tíma, þar sem enginn peningur var til, sama hversu mikið ég vann, eina sem ég hafði efni á var leiga, matur, gemsi, og barnapössun.

Eins og hlutirnir eru í dag þá er ég ekki það illa haldin, þó svo að samkvæmt tekjum tilheyri ég lágstéttinni, low income... Ég bý í low income húsnæði, þú borgar leigu eftir tekjum, því minni tekjur, því minni leiga. Auðvitað er það mjög fínt, en það sem er fyndið, að þegar ég og Tim fluttum inn saman, þá sóttum við um fjögurra herbergja íbúð, en okkur var neitað af því að tekjurnar okkar voru of háar, þetta var þegar við vorum bæði að vinna. Núna þar sem við erum bæði frá vinnu vegna veikinda, þá þénum við ekki nóg til þess að fá fjögurra herbergja íbúð, þannig að við erum ennþá í þriggja herbergja íbúð... Við tilheyrum lægri stéttinni hér í Bandaríkjunum, við erum rétt fyrir ofan fátæktarlínuna ( poverty line).

Ef ég væri ennþá einstæð móðir, og hefði ekki kynnst Tim, þá væri ég inná einhverjum, semsagt, ég myndi ekki hafa efni á að borga mína eigin leigu, hvað þá fæði handa börnunum mínum. Án hans, þá veit ég ekki hvar ég og börnin mín værum stödd. Það sama má segja um Tim og tvíburana, þar sem hann er enn á sjúkratryggingum, ef hann væri einstæður faðir ennþá, þá myndi hann ekki hafa efni á sinni leigu. Við værum bæði illa stæð...Errm Þar sem við erum saman, þá höfum við það barasta fínt. Með því meina ég, við höfum efni á leigunni okkar, bílafborgun, mat, síma, og sjónvarpskapal. Við höfum það ekki slæmt, þó svo að samkvæmt okkar tekjum þá tilheyrum við lægri stéttinni, við getum ekki, eins og ég sagði, fengið stærri íbúð hér í blokkinni okkar af því að við þénum of lítið, en fyrir ári síðan, þá gátum við ekki fengið stærri íbúð af því að við þénuðum of mikiðFrown Soldið afturábak, finnst mér oft uppá síðkastið...

Land of opportunities, já, það er góð staðreynd, Bandaríkin eru land of opportunities, það er bara aldrei talað um að það þýðir ekki endilega góðir möguleikar, það getur líka þýtt slæmir möguleikar... Bara smá pælingar hér hjá mér, ég er ekki að vorkenna sjálfri mér, þannig að endilega ekki taka þessu þannig, ég er bara að spá og hugsa tilbaka, þegar ég var að vinna á Íslandi, og í Boston, ef ég hefði bara aðeins hugsað til framtíðinnar, og lagt smá pening fyrir í hvert skipti sem ég fékk útborgað, þá er STÓR möguleiki að ég byggi í mínu eigin húsi daginn í dag, og að ég ætti ágætis pening inná sparisjóðsreikningnum mínu, allaveganna meira en $43.27LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa hjá þér aftur eftir langa "pásu" hjá þér híhí..

Knús til þín sæta

Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 18:56

2 identicon

Ef ef ef ... don't go there, love!

Ég hef verið vinnandi síðan ég man eftir mér: blaðburðarstrákur, gróðurgrasavinnuskóladúddi, raunvísindastofnun háskólans með verzló, mál og menning frá 1991-2002 og nú Amtsbókasafnið. Þangað til 1995 bjó ég í fríu húsnæði og fæði frítt líka. Auðvitað. Ég var á frábæru kaupi hjá Máli og menningu. Ef ég hefði verið skynsamur, þá væri ég með eigið húsnæði og í bullandi góðum málum - væntanlega enn fyrir sunnan. Hefði ég hugsað út í framtíðina... með allar þessar milljónir að baki í sukk, skemmtanir, utanlandsferðir, geisladiska, bíó, nammi, fyllerí ... ég hefði getað verið svo miklu skynsamari.

En mér líður alltaf illa þegar ég tala um þetta og því reyni ég alltaf strax að hugsa til þess að þessi ár voru mér góð - og ég vil ekki sjá á eftir hlutum. Hins vegar kemur fyrir, eins og staðan er í dag hjá manni, að ég hugsi: Hvað í helvítinu var ég að pæla??? Af hverju er ég í ekki mjög vel launaðri vinnu og að kvíða mánaðamótum alltaf? Hefði ég verið skynsamari, þá hefði ég keypt íbúð og getað selt fyrir margfalt hærra verð í dag ... markaðurinn er fáránlegur og fyrir dúdda eins og mig og fjölskylduna mína, þá sé ég ekki fram á að geta keypt.

Þjóðfélagið sökkar feitt, ég þoli ekki fjárhagsáhyggjur ... en ég lifi. Og mér líður generalt vel. Ég hef það svo miklu betra en meirihluti jarðarbúa og vildi ekki skipta á neinu..

Ég skil þínar pælingar ... en ég segi samt (af reynslu): Ekki hugsa of mikið um hvað þú hefðir getað gert og hver staðan væri í dag. Í dag eigum við t.d. bæði yndislega maka - sem við líklega ættum ekki ef við hefðum einmitt hagað okkur öðruvísi og safnað pening og allt það ...

Lífið hefur komið mér á þann stað sem ég er í dag, og það þýðir ekkert að tjóna við fortíðina. Maður lærir jú af henni og stefnir á gott framhald alltaf. Við verðum alltaf saman í þeirri baráttu, dúllan mín!

Hafðu það yndislegt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það var gaman að lesa þennan opinskáa pistil þinn, það eru svo margir finnst mér sem eru sífellt að reyna að fela sína raunverulegu fjárhagslegu stöðu og láta líta út fyrir að það eigi fullt af pening, allt of algengt, held ég, alla vega hér á landi. Sjálf hef ég aldrei átt pening, alltaf verið á lágum launum og verið að borga skuldir. Ég hef það betra núna í dag en þá, núna eftir að fjármálin rúlluðu endanlega yfrum fyrir nokkrum árum og ég byrjaði upp á nýtt á "rassvasa- og sparisjóðsbókar-heimilsbókhaldi" og eftir ég hætti að basla við að vinna og fór að lifa af mínum lífeyri. Ég læt í dag bankann taka fasta upphæð af innkomunni, er að reyna að safna mér í varasjóð ef eitthvað sérstakt kemur uppá, eða til að geta veitt mér eitthvað spes. Ég kalla þetta ferðasjóðinn minn, þó svo, ehemm, ég hugsi líka til þess að ég vilji eiga fyrir jarðarförinni, skyldi ég taka upp á því að hrökkva uppaf, sem ekki stendur til á næstunni, en maður veit þó aldrei, því maður gæti lent fyrir bíl á morgun

Ég reyni að verða mér úti um alla þá ókeypis skemmtun sem ég get , tónleika í kirkjum o.þ.h., svo fæ ég frítt í sund af því ég er öryrki og enn er alveg ókeypis að fara í göngutúra í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Ef þú lest bloggið mitt þá sérðu líka að ég er nýkomin úr dvöl í sveitinni, sem var alveg ókeypis, sem mér finnst alveg FRÁBÆRT, því flest svona lagað þarf í dag að borga dýrum dómum, að minnsta kosti ef miðað er við minn fjárhag. Fer í næsta mánuði til Krítar og rétt mer að borga það og svo borguðu vinir mínir mér fyrir barnapössun með því að panta handa mér ferð til Prag í nóvember, sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera sjálf. Já, lífið er dásamlegt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.8.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk Gréta fyrir þín hlýju og opinskáu orð, og vertu velkomin til mín hvenær sem er. Já, veistu, mér finnst bara að maður verður að tala um svona hluti, og þá sérstaklega verður maður að díla við sinn raunveruleika. Þó svo að ég er rík, þá á ég ekki mikinn sparisjóð og stundum á ég ekki fyrir öllum reikningum, en ég er rík á sálinni, ég er rík vegna mannsinns míns og barnanna minna. Ég er þér sko sammála að oft er hægt að finna ókeypis skemmtun, og ég er alltaf í leit að svoleiðis, sérstaklega með stóra fjölskyldu í eftirdragi...

Hér í San Jose er mikið úrval af skemmtunum, mikið af leikvöllum til þess að fara á með krakkana, hér er boðið uppá ókeypis bíóskemmtanir bæði í blokkinni minni, og svo líka hjá borginni sjálfri, og svo er það alltaf náttúran sem bíður uppá mikið, og allt er það ókeypis. Hér er stutt í allt, fjöllin, sjóinn, snjóinn, þannig að mikið er hægt að gera, hoppa uppí bíl, keyra af stað og taka með sér nesti, svoleiðis dagar eru alltaf ævintýralegir

Neyðin kennir naktri konu að spinna, ef sá málsháttur er ekki sannaður dags daglega af fólki eins og okkur, tómu buddufólkinu, þá veit ég ekki hvað ég heiti... Lífið er yndislegt, maður verður alltaf að muna hversu gott maður virkilega hefur þar, og hversu slæmir hlutirnir gætu verið. Góða skemmtun, kæra Gréta, og njóttu þess bara að vera til, ég sé að þú átt góða og gjafmilda vini, það er gott að sjá

Bertha Sigmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 17:53

5 Smámynd: Eva

Knús til þín takk fyrir hreinskilnina

Eva , 31.8.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður og þarfur pistill hjá þér Bertha.  Það mættu ýmsir lesa hann og skoða sitt eigið líf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband