Indian summer

Já, það er komiðCool Hér kemur vanalega þessi líka mikla hitabylgja alltaf í lok sumars, og hún er komin. Í dag var hátt uppí 37 stiga hiti, og hitinn á eftir að aukast það sem eftir er vikunnar. Þetta er bara svona, loksins þegar krakkarnir byrja í skólanum, og maður fer loksins að koma öllu í sama farið, þá kemur indíána sumarið, ALLTAF...

Þegar ég var ólétt af Kalla, þá var ég kominn á steypirinn, og var að vinna sem yfirmaður í veisluþjónustunni. Þá kom indíána sumarið akkúrat, og ég var öll feit, sveitt, og pirruð á þessum blessaða hita, hvað þá á þessu blessaða barni sem ég gekk með. Alltaf þegar þessi tími kemur í lok Ágúst, byrjun September, þá man ég eftir hversu hræðilegt það var að vera ólétt af honum, í hitanum mikla, hellandi víni í glas handa einhverjum blessuðum kúnnumAngry

Svo núna um helgina höldum við svo uppá Labor Day, sem er eins og Verslunarmanna helgin heima á Fróni. Þetta er síðasta helgin sumarsins, og vanalega eru allir útí garði að grilla, eða gera það síðasta sem það vildi gera áður en sumrinu líkur. Ég er ekki viss um hvað við ætlum að gera, sérstaklega útaf hitanum, en við sjáum bara til. Fyrir utan hitann, þá gengur allt sinn vanagang, skólinn byrjaður, eins og þið vitið, og heimalærdómurinn kominn af stað. Sonur minn er með fjórar blaðsíður á dag, ásamt lestri, og stafsetningu. Tvíburarnir eru í fimm fögum og svo leikfimi, þannig að nægur er heimalærdómurinn hjá þeim, en hún Mikaela mín er ekki búin að fá fyrsta heimalærdóminn sinn, því að hún mun fá vikupakka frá kennaranum á fimmtudögum, sem skila skal inn á miðvikudögum, og er það vanalega um 15-20 blaðsíður, svo les hún í allaveganna 20 mín. á dag, þannig að nóg er að gera hjá blessuðu börnunum, og bara fimm dagar búnir af skólaárinu.

Svo er ég byrjuð að huga að vinnum, búin að sækja um á nokkrum stöðum hér í kring, en við sjáum bara til. Þetta er svo erfitt stundum, því að eins og í dag svaf ég til eitt eftir hádegi, eftir að ég vakti krakkana og kom þeim í skólann, þannig að aldrei er hægt að stóla á ákveðna líðan fyrirfram. Það verður það erfiðasta við að fara aftur að vinna, þó svo að ég fari bara hálfan dag, er óstöðugleikinn, en svoleiðis er það bara, við því er ekkert hægt að gera. Eitt er víst, ég verð að fara að geta unnið við eitthvað smotterí af og til, því að ég er að verða geðveik á að vera heima, og á því að vera alltaf blönk. Þar sem ég er núna að fá borgað frá social security, ekki ríkinu, þá var peningurinn skorinn niður um $700 á mánuði, þannig að núna er ég virkilega að telja hverja einustu krónu. Ég vissi að ég myndi aðeins þurfa að þjást fyrir að fara til Íslands, en sú ferð var orðin að nauðsynleika, ekki óskhyggju, ég varð að fara, þannig að núna verð ég barasta að borga fyrir það fjárhagslega. Það var vel þess virði, því að sálarlífinu líður betur, þó svo að buddan sé tómGrin

Heyrumst fljótlega, farðu vel með sjálfa/nn þig og hvort annaðHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er æðislega gaman að tala um fjölskyldulífið hjá okkur þegar skólinn er byrjaður ... það er horft á eftir stelpunum í skólann og heimalærdómur ... yndislegt líf

Að vísu er ekkert indjánasumar hér ... bara smá rigning og léttur lítill hiti. Fjárhagurinn er vondur en sálarlífið ennþá í lagi. Veiga er að fara í viðtal as we speak og er með umsóknir í gangi ... vonandi kemur jákvætt svar sem fyrst.

Maður trúir því að allt reddist ...

Knús og kossar frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið áttu gott að vera í hitanum, hér er sko haustið að banka. Gangi þér vel í atvinnuleitinni!

Huld S. Ringsted, 29.8.2007 kl. 13:23

3 identicon

Sæl og blessuð,

Við vorum víst á Hornafirði um leið. Hitti Óla Kalla og hann sagði mér það. Krakkarnir okkar Óla voru saman á leikjanámskeiði !

 Hér er búið að vera hrikalega heitt eða allt upp í 108F með heat index.  Aðeins farin að minnka hitinn.  Skólinn farin af stað hér líka !

 Gangi þér vel í atvinuleitinni og að undirbúa brúðkaupið ! Spennandi tímar framundan*

Guðrún@Florida

Guðrún (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, Doddi minn, ég veit hvað þú átt við, maður horfir á eftir börnunum í skólann, svo fer maður heim og reynir að finna smápeninga í sófanum, svo að maður getur verslað smá í matinn...stundum er lífið erfitt, en ég trúi því að svo lengi sem að maður hefur jákvætt hugarfar og gott sálarlíf þá reddast allt Ég vona að Veigu gangi vel í vinnuleitinni, endilega skilaðu því til hennar frá mér...

Huld, ég væri sko alveg til í að fá haustið hingað núna, ég er virkilega að bráðna hérna, með loftkælinguna á og viftuna, en er samt hér í svitabaði...sendu smá haust hingað til mín, gerðu það.......................

Guðrún, hvað ertu að segja, vorum við þar á sama tíma en gaman, en á sama tíma leiðinlegt að við skyldum ekki hafa hist... Ég var þar bara í fjóra daga samt, þannig að tíminn leið mjög hratt, náði varla að taka nokkrar flíkur uppúr tösku, svo pakka aftur.... Ég veit hvernig þér líður í hitanum, hér á að vera 95-96 stiga hiti í dag, og þar sem við erum í dalnum, þá mjög sennilega á hitinn eftir að fara uppí 100+, alltof heitt fyrir mig, en þetta verður búið í byrjun næstu viku. Ég er svo tilbúin í peysuveður að það hálfa væri nóg...

Takk öll fyrir baráttukveðjur í vinnuleitinni, þetta fer allt að koma, vona ég...

Bertha Sigmundsdóttir, 29.8.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband