Afsakið biðina....

Ég veit ég hef verið í burtu í nokkrar vikur frá ykkur, elskurnar mínar, söknuðuð þið mín????? Ég saknaði ykkar líkaKissing 

Það er búið að vera brjálað að gera síðustu tvær vikur. Við Tim og strákarnir héldum af stað til Englaborgarinnar, og gekk ferðin bara mjög vel, við meikuðum það á sex og hálfum tíma, sem er besti tíminn okkar hingað til. Við eyddum fjórum dögum með systrunum, og var það bara mjög notalegt. Ekki gerðum við nú mikið, bara töluðum saman, fórum í nokkrar heimsóknir, og fórum svo öll saman út eitt kvöldið, út á dansstað... Ég hef ekki farið út að dansa með manninum mínum áður, og við búin að vera saman í tvö árGasp Ég veit, shocking... Þar sem ég drekk ekki mikið lengur, þá keyrði ég, og hinir drukku. Það var nú ekkert smá fyndið að fylgjast með öllu liðinu, blindfullu, dansandi eins og vitleysingar...lét ég svona???? Alveg örugglega, og var sko stolt af því i den tid...

Við vorum öll updressuð og var það mjög gaman, Tim var í jakkafötum, og ég í þessum líka flotta kjól, og var bara ferlega sexí, þó ég segi sjálfWink Við Tim dönsuðum eins og táningar, og var ekkert smá gaman fyrir okkur að finna okkar rhythm saman, við fundum hann hratt (ætli það sé ekki vegna allra danstímanna í litlu stofunni okkar síðasta árið??). Það kvöldið var bara mjög skemmtilegt, og við komum ekki heim fyrr en um hálffjögur um nóttina. Ekki man ég hvenær það síðast var að ég kom heim svona seint. Það er allt öðruvísi tilfinning að vera yfir þrítugt, ekki að drekka, en samt að skemmta sér konunglega með manninum sínum og fjölskyldu, mér leið mjög vel, var að vísu soldið sveitt eftir allan dansinn, og var frekar líkamlega þreytt næsta dag...

Svo var haldið heim á leið á sunnudeginum, við lögðum af stað eldsnemma, eða rétt um hálfsjö, og ég endaði með að keyra alla leiðina heim, sem tók sjö tíma. Ég var bara í einhverjum zone, og á meðan flestir sváfu, þá keyrði ég. Það er mjög fallegt að keyra frá Los Angeles til San Jose, fyrir utan hraðbraut númer 5, sú hefur aðeins tvær akreinar, og er bein, engar beygjur, engin fjöll, bara flatt land og bein leið. Þar er sko auðvelt að sofna, þannig að á meðan ég var á þeirri hraðbraut (sem tók um það bil fjóra tíma), þá var ég með tónlistina á, og dundaði mér við að hugsa um heiminn og algeiminn.

Mikið var nú gott að koma heim með alla fjölskylduna, stelpnanna var sárt saknað, og það var yndislegt að hafa aftur drama á heimilinuHalo Svo byrjaði undirbúningurinn fyrir skólann, hann byrjaði núna á miðvikudaginn var, og get ég sagt ykkur eitt, sá morgunn var ekki auðveldur. Ég tel mig oftast nær geta allt, og af því að peningar hafa verið takmarkaðir undanfarið (mjög takmarkaðir eftir Íslandsferðina), þá höfðum við ekki efni á að láta flétta tvíburana. Þannig að ég tók það að mér, hægara sagt en gert... Það tók mig tvo daga að flétta þær, og var ég að til fjögur að nóttu, nóttina fyrir fyrsta skóladaginn. Svo svaf ég í einn og hálfan tíma, vaknaði svo til þess að búa til góðann og fínann morgunmat handa þeim, sem ég geri ALLTAF á fyrsta skóladeginum. Ekki var nú auðvelt fyrir alla að vakna, sérstaklega ekki þegar þau eru búin að vera vakandi til miðnættis í allt sumar, og bara búin að vakna þegar þau vakna. Hún Mikaela mín, eins og hún er ljúf og góð, er algjört skrímsli þegar hún er vakin, það er sko ekki auðvelt að fá hana á lappir...en það hafðist þó.

Þannig að núna er skólinn byrjaður, og ég er ekkert smá ánægð. Ég er mjög ánægð að allt sé að komast í sama far og áður, mér líkar mjög vel við að hafa allt í röð og reglu. Það er nú samt ótrúlegt að núna á ég stelpur í 7. bekk, strák í 3. bekk, og þá yngstu stelpu í 2. bekk. Hversu hratt þessi blessuðu kríli stækka, það er barasta ótrúlegt, og stundum sorglegtUndecided Þau eru öll mjög ánægð með kennarana sína, sem er mjög gott mál, og ég er ánægð með það líka. Í gærkveldi var svo fjölskyldukvöld fyrir skólann þeirra á skautavellinum hér nálægt, og ég fór með þau öll. Skemmtu þau sér konunglega, þó svo að hnéin eru blá og marin í dag. Það er svo gaman þegar skólinn gerir svona samkomur, og það er gaman að geta hitt nýju bekkjarfélagana þeirra, því að þeir breytast því miður á hverju ári.

Núna er klukkan um 2 um morgun, og ég er enn vakandi, ekki spyrja mig af hverju, ég hef ekki hugmynd. Fékk þessa þörf að skrá niður smá fréttir af okkur, svo að þið vitið öll að við erum enn á lífi, og höfum það bara fínt. Ég er byrjuð að athuga með vinnur, því að það er kominn kláði í mig að komast út á vinnumarkaðinn, hálfan daginn allaveganna. Svo eru bara tíu mánuðir í brúðkaupið, og ég er að vinna í boðskortunum, þannig að á næstu vikum mun ég biðja um heimilisföngin ykkar, svo að ég geti sent ykkur boðskort. Við stefnum ennþá á í lok Júní á næsta ári, 28. Júní nánar tiltekið, þannig að þið sem komist frá Íslandi, endilega farið að huga að ferðaplönum...mig langar sko að flest ykkar komist, en ef þið hafið ekki ráð á því, þá verðið þið bara með okkur í andaGrin

Ætli ég fari nú ekki að sofa núna, kannski kominn tími á það hjá mér, I´ll be back, ég fer núna að skrifa oftar, hef meiri tíma núna þar sem börnin eru byrjuð í skólanum, meira næði og meiri tími... Njótið það sem eftir er af helginni, og ekki gleyma dagsetningunni næsta sumarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin heim og gaman að heyra að ferðin hafi verið góð. Úff já börnin stækka allt of hratt, ég trúi því varla að ég sé að fara að ferma eldri dóttir mína næsta vor!!

Það er ofsalega gaman að undirbúa brúðkaupið sitt, ég gifti mig fyrir rétt tæpum 3 árum (4 sept) og ég eiginlega væri til í að fara í gegnum undirbúninginn aftur, samt hafði ég bara 4 mánuði, okkur lá eitthvað á skötuhjúunum!.

Eigðu góða helgi og farðu vel með þig

Huld S. Ringsted, 26.8.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Kolla

Ohhh svo gaman að fá þig aftur elskan, er nú búin að sakna þín mikið.

Frábært að þið skemtið ykkur vel og dansa, hihi. Karlinn minn harðneitar altaf, en kemur svo á endanum og biður um einn dans, hihi.

Mundu bara að heilsan er mikilvægari en peningar, ekki yfirkeira þig.

Knús og kossar 

Kolla, 26.8.2007 kl. 13:02

3 identicon

Frábært að fá þig aftur hérna á bloggið dúlla!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband