30.8.2006 | 05:15
Skólinn byrjaður
Núna er skólinn loksins byrjaður hjá öllum krökkunum mínum. Tvíburarnir í sjötta bekk, Kalli minn í öðrum bekk og hún litla stelpan mín er komin í fyrsta bekk... Þetta er rosalegt að sjá hversu hratt börnin stækka, þau eru orðin svo fullorðinsleg og stór eitthvað og þykjast auðvitað vita allt...
Ég er nú fegin að þau séu byrjuð í skólanum, en vinnan hjá mér eykst auðvitað við það að hann sé byrjaður, þarf að vakna snemma og undirbúa morgunmat, búa til hádegismat fyrir þau, pakka skólatöskunum og svo auðvitað labba með þau í skólann. Hér í Kaliforníu er skólarnir flestir allir úti, skólastofan sjálf er auðvitað inni, en kaffiterían er úti og leikvöllurinn auðvitað og flest börnin eru í leikfimi úti. Skólinn er bara tíu mínúta gangur í burtu frá íbúðinni okkar, þannig að það er æðislegt að hann sé svona nálægt.
Ég fæ loksins að slaka aðeins á núna eftir að þau eru byrjuð í skólanum, fer í göngutúr eftir að ég fer með þau í skólann og fæ mér svo morgunmat í friði og ró, horfi smá á sjónvarpið eða les góða bók, og fæ mér svo lúr. Þau eru búin í skólanum um hálfþrjú leytið, þannig að ég get gert flest sem ég þarf að gera, verslað í matinn, farið til læknis, fari í bíó ef ég vil. Þannig að þetta er bara fínt. Brjálaður heimalærdómur nú þegar, Kalli er með stærðfræði á hverjum degi, tvíburarnir með margar blaðsíður á dag, þannig að það er sko ekkert grín hér í skólanum...
Ég vona að fyrst að skólinn er byrjaður að ég geti slakað á og virkilega farið að hugsa vel um mig. Þetta er búið að vera rosalega erfitt sumar þegar kemur að heilsunni minni og ég vona að þetta fari að fara batnandi. Það er ekki ennþá búið að skilgreina mig 100%, en eins og ég hef sagt áður er allt sem að bendir til þess að ég sé með MS. Ég er á fullu að sjá lækna, sérfræðinga, og er búin að gefa upp drykkjuna að mestu leyti (já, ég veit að þið eruð hissa, örugglega gapandi núna) og borða rosalega heilsusamlega, salat og fisk og kjúkling að mestu leyti og fullt af grænmeti (haha, nei, mér er alvara)
Þetta er svona þegar maður er ungur og allt í einu er heilsan í hættu hjá manni, það er rosalega erfitt, sérstaklega þegar heilsunni fer hrakandi hratt. En, það er alltaf tilgangur með öllu, þannig að ég er að reyna að finna það jákvæða í þessari reynslu, ég reyni bara mitt besta við að halda heilsunni eins góðri og ég get með því að lifa heilsusamlega, lyfjum, og líkamsrækt. Restin er undir Guði komnum, þannig að ég bið bara til hans.
Jæja, nóg af þessu rugli í mér. Ég vildi bara skrifa og láta ykkur öll vita að hér er allt fínt að frétta, ég er ennþá mjög hamingjusöm með mínum manni og er bara að bíða eftir að skilnaðurinn gangi í gegn svo að ég verði ekki lengur gift aumingjanum!!!!!!!! Ég læt vita af mér oftar núna, ég hef meiri tíma til þess að gera hluti sem að mér finnst skemmtilegir... Bestu kveðjur í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.