Englaborgin!!!

Los Angeles er borg engla, og ég á þrjá engla þar núna, Jasmine, Janae, og Mikaela Sumarrós, dætur mínar. Við leggjum af stað í fyrramálið að ná í þær, og ég get ekki beðið, eftir að sjá þær, það eru komnir tíu dagar síðan þær fóru frá mér, og er það kominn jafn langur tími og þegar ég fór til Íslands, alltof langur tímiCrying Það er skrítið að vera án helmingins af fjölskyldunni, við erum orðin stór fjölskyldan, þannig að án þeirra þriggja engla, erum við bara hálf fjölskyldaPouty

Þessi helmingur fjölskyldunnar, ég, Tim, og Kalli höldum af stað í fyrramálið um tíuleytið. Ásamt Solomon, sem er sonur eldri systur hans Tim, Carol. Það ætti ekki að taka okkur meira en sex til sjö klukkutíma að keyra, ég vona að umferðin verði ekki of geðveik. Við ætlum að vera hjá systur hans Tim í þrjá daga, býst ég við, keyrum sennilega heim á laugardaginn. Mikið verður nú gott að hafa alla fjölskylduna samankomnaGrin

Ég er búin að þræla sjálfri mér út síðustu tvo daga, er búin að taka til í herbergi stelpnanna, búin að gjörbreyta því. Ég færði kojuna hennar Mikaelu, færði rúm tvíburanna, færði skrifborðið, þannig að núna er meira pláss fyrir þær, sérstaklega á gólfinu. Þær eru með Masterinn, það er stóra herbergið í íbúðinni, og þar er risastór skápur sem hægt er að labba inní. Ég er búin að taka þvílíkt til í honum, búin að pakka þremur ruslapokum af fötum, sem eru of lítil eða of stór, ég ætla að fara með þá poka í Kvennaathvarfið sem er neðar í götunni. Svo kastaði ég fimm ruslapokum af dóti, pappír, drasli, rifnum bókum, og svo lengi mætti telja. Þessar blessuðu stelpur eru SÓÐARErrm Englar hvað??

Svo er ég búin að skipuleggja allt herbergið, hengja upp öll fötin þeirra, skipuleggja bækur, skóladót, skó, snyrtivörur, veski, bíómyndir, og ég veit ekki hvaðeina. Þannig að núna á ég bara eftir að þvo allar sængur og koddaver, kaupa nýja sæng handa Mikaelu, ég ætla að kaupa nokkra baunapoka, nýtt teppi á gólfið, og svo þarf ég að láta hreinsa teppið, í allri íbúðinni, því að þó svo að við göngum ekki inn á skónum, þá verður teppið hérna hjá okkur skítugt hratt, það gerir allt þetta blessaða ryk sem safnast saman hér á þriðju hæð. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa einhvern skít heima hjá mér, og er algjör clean freak, en það eru allir vanir því hér heima hjá mér, og díla bara við migBlush

Skólinn byrjar svo hjá krökkunum eftir tvær vikur, og þá fer ég að huga að koma mér aftur út á vinnumarkaðinn. Ég ætla að reyna að finna mér einhverja vinnu, hálfan daginn, kannski frá 10-14, fimm daga í viku. Ef ég get fundið mér vinnu þar sem ég get unnið með börnum, þá væri það yndislegt. Ég verð helst að finna mér eitthvað sem er frekar rólegt, ekki of mikið stress, og sem reynir ekki mikið á hendurnar mínar. Við sjáum bara til hvernig þetta fer allt saman, en ég er svo tilbúin að byrja að þéna minn eigin pening, það er kominn alltof langur tími sem ég hef verið atvinnulaus, en heilsan kemur fyrst, ekki satt? Ég er búin að sætta mig við það, að mestu leyti, ég veit að ég geri of mikið, OFT, sérstaklega þegar kemur að fjölskyldunni og heimilinu. Ég er að vinna í því að hlusta betur á líkamann, svo að ég fari ekki yfir um, Tim skipar mér oft að hætta, sérstaklega þegar ég er á fullu og hann sér á mér að verkirnir eru að fara með mig, Guð blessi hann, hann er yndislegasti maður sem ég þekkiInLove Hvar ég væri án hans, veit ég sko ekki!!

Jæja, þá verð ég að fara að pakka niður í tösku, og búa til nesti fyrir bílferðina. Ókei, ég lofa að ég skal ekki gera of mikið í kvöld, ég veit að ég þarf að hvíla mig fyrir bílferðina, ég veit núna af reynslunni að ferðalög fara ekki of vel í mig (hint hint, Ísland og Chicago). Ég lofa líka að fara varlega, og þó svo að ferðalagið verður ekkert alltof spennandi, þá skal ég sko skrifa smá ferðasögu fyrir ykkur þegar ég kem heim um helgina, ég veit að þið lifið fyrir ferðasögurnar mínarWink

Njótið kvöldsins, og vikunnar, farið vel með ykkur og hvort annað, og munið, lífið er stutt, ENJOY ITSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlustaðu á verðandi eiginmann þinn og líkamann : farðu vel með þig! Það er ósköp gaman að dútla og dunda, og taka stundum til og gera ýmislegt ... en stundum verður maður hreinlega að láta undan því sem líkaminn segir.

Ég vona bara og veit að endurfundir fjölskyldunnar verða góðir. Það er alltaf skrítið þegar fjölskylda sem er samrýnd og náin er ekki öll saman í einhvern tíma. Hafið það gott í ferðinni, njóttu endurfundanna og svo hefst fjölskyldulífið á heimilinu, með öllum, innan skamms.

Knús og kyssur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 07:34

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég segi það sama, hlustaðu á manninn þinn og farðu vel með þig, takk fyrir kommentið á blogginu mínu og varðandi færsluna þína hérna á undan þá skil ég svo vel hvernig þér líður, er sjálf í svipuðum sporum varðandi mína fjölskyldu og það endaði á því að ég klippti á naflastrenginn, það er sárt en samt gott. Eigðu góða ferð í englaborgina (var þar í skóla í eitt ár) .

Huld S. Ringsted, 8.8.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Eva

Það er alveg nauðsynlegt að hlusta vel á skrokkinn tek undir allt sem þau segja hér að ofan

Eva , 9.8.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Kolla

Elsku Bertha, goda ferd og fardu vel med thig

Knus og kossar 

Kolla, 12.8.2007 kl. 19:15

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús og kossar frá Skaganum, farðu vel með þig!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband