3.8.2007 | 16:32
Afmæli...
ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI, ÉG SJÁLF... ÉG Á AFMÆLI Í DAG
Gaman, gaman, alltaf er það nú að eiga afmæli, að vera einu ári eldri og gáfaðri er auðvitað mjög cool... Ég er loksins búin að ná 25 ára aldrinum (plúss níu árum, uss ekki segja neinum, bara á milli okkar...), en án gríns, mér líður enn eins og ég sé um miðjan tvítugsaldur. Svo lít ég á börnin mín fjögur, tvíburadæturnar verða þrettán ára eftir þrjá daga, Kalli verður átta í Sept, og Mikaela mín verður sjö í Nóv. Þannig að ég sé alveg hvernig það getur verið að ég sé 34, þó svo að mér líði eins og ég sé 25. Því miður líður mér líka stundum eins og ég sé 55...takk kæra MS
Mikið er þetta nú skrítið, ég meina, hver dagur er eins og hver annar dagur, en samt er þessi dagur soldið spes. Með aldrinum langar manni ekkert mikið í gjafir, það er aðallega að láta dekra við sig, og ég veit að Tim mun gera það, hann er duglegur í svoleiðis. Hann man allaveganna eftir afmælinu mínu (annað en sumir fyrrverandi...hóst...). Þannig að í dag slaka ég á, og leyfi manninum að dekra við mig. Kannski verður þá ekkert uppvask hjá mér, eða engin kokkamennska, ég sit bara á mínum 34 ára gömlum rassi og geri ekki neitt!!!
Eitt er nú skrítið samt, dætur mínar þrjár eru í heimsókn hjá systur hans Tim, Sharon, down south, rétt hjá L.A. og eru búnar að vera þar síðan á sunnudaginn var. Við erum svo með frænda þeirra, Solomon, sem er yngsti sonur eldri systir hans Tim, Carol, og hann verður hjá okkur fram á miðja næstu viku. Þá keyrum við niður eftir (tekur á milli 6-7 tíma), skilum Solomon af okkur, og náum í stelpurnar okkar. Það er skrítið þegar helmingurinn af fjölskyldunni er í burtu, en þetta verður mjög þroskandi tíu dagar fyrir alla krakkana, þá sérstaklega mína yngstu, Mikaelu. Hún er sko ekki vön að vera frá mömmu sinni, en núna í sumar er hún búin að vera í burtu frá mér tvisvar, í tíu daga þegar ég fór til Íslands, og í aðra tíu daga núna þegar hún fór til Temecula...
Jæja, núna er maðurinn minn kominn heim, hann laumaðist út fyrr í morgun, án þess að ég vissi, ekki veit ég nú alveg hvað hann er að brasa, en mér dettur nú ýmislegt í hug Hvað var ég ekki búin að segja, láta dekra við sig...
Njótið dagsins, þriðji Ágúst er besti dagur ársins...er það ekki???
Athugasemdir
til hamingju með daginn annar ágúst er líka fínn
Huld S. Ringsted, 3.8.2007 kl. 16:36
Til hamingju með afmælið. Láttu ekki árafjöldann skemma lífið fyrir þér.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.8.2007 kl. 18:52
Til hamingju með daginn, elskan mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Vona að Tim dekri þvílíkt við þig, finnst það ekki ótrúlegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 19:07
Til hamingju með afmælið, elsku besta sætasta dúlla! Njóttu dagsins!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 19:34
Til hamingju með daginn !!!!!! yeyyy....!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.