Íslandsferðin mín...

Ég veit, þið eruð búin að bíða í næstum því tvær vikur, sorrý, ég er búin að vera gjörsamlega uppgefin... Ferðin fór alveg með mig líkamlega, en andlega er ég endurnærð. Þetta er svona að ferðast með sjúkdóm, sem minnir mann hratt á hver ræður... Hér kemur svo öll ferðasagan mín, ég vona að þið njótið hennarWink

Eftir að vera vakandi í 36 tíma, frá því að fara að heiman á sunnudegskveldi, búin að fljúga alla nóttina, eyða smá tíma í Boston, og svo eyða mánudeginum í að fljúga, og svo tala í marga klukkutíma við Elínu vinkonu, þá fékk ég mér loksins smá lúr, Guð, hvað ég var þreytt. Svo kom þriðjudagurinn, og ég var komin HEIM. Engum tíma var sóað, og Elín og Ómar fóru með mig í miðbæinn þar sem bæjarins bestu pylsur voru borðaðar, bjór var drukkinn á Austurvelli, á meðan við bökuðumst í sólinni. Vá, hvað veðrið var gott, enda kom ég með það með mér...Íslandsferðin mín 001

Það var nú ekkert smá fyndið fyrir mig að brenna á Íslandi, ég er nú vön hitanum í Kaliforníu, en að brenna í sólinni á Íslandi, that´s a first... Mikið fannst mér nú skrítið samt að þurfa að biðja um bjórinn minn á ensku, því að þjónustufólkið talaði að mestu leyti ensku, hér var ég komin alla þessa leið, til þess að fá að tala mitt móðurmál, en í staðinn var ég talandi ensku...SKRÍTIÐ...

Um kvöldið grillaði Ommi fyrir mig þetta líka góða lambakjöt, og við sátum úti á palli hjá þeim og borðuðum, og ekki var útsýnið slæmt, sjálft Atlantshafið. Það er sko aldrei spurning þegar ég kem til þeirra Elínar og Ómars, það er hugsað um mig eins og drottningu, þau eru yndisleg, og ekki nóg með það, sonur þeirra var með danssýningu seinna um kvöldið, og mér virkilega leið eins og drottningu þá...

Á miðvikudeginum hélt ég á leið aftur uppá flugvöll, búin að fá nóg af Íslandi í bili, einn dagur er fínnUndecided Yeah, right. Nei, nei, ég fór og náði í Óla, Heiðu, Sesselju, og Diljá frænku. Þau voru komin frá Svíþjóð, þar sem þau hafa búið í eitt ár. Voru þau komin til landsins, til þess að ferma sína elstu dóttur, sem ég man ennþá eftir sem lítillri dúllu, nei, nei, hún er orðin fjórtán ára gömul, og auðvitað stærri en égPouty Það voru mikil fagnaðarlæti á flugvellinum, ég þakka vefmyndavélinni minni og Óla frænda fyrir það, því að við höfum spjallað saman svo oft, að báðar frænkur mínar mundu eftir mér, og komu hlaupandi til mín. Ég varð mjög hratt vinsæl, því að í bílnum var ég með snúða, kringlur, kleinur, vínarbrauð, kókómjólk, svala, paprikuskrúfur, kúlur, prins póló, hjúplakkrís, brjóstsykur, og svo lengi mætti telja. Ég var bara tilbúin fyrir hina útlendingana, sem voru búin að sakna íslenska matarins og namminu jafn mikið og ég.

Íslandsferðin mín 009

Svo var haldið á leið austur til Hafnar í Hornafirði, staðurinn sem við rekjum ættina okkar til. Þar búa afi og amma, Bragi frændi og Valdís konan hans, ásamt þremur börnum, og svo fullt af frænkum og frændum...og auðvitað fullt af vinum og vinkonum hennar Sesselju (hún er frekar vinsæl sú, þar búa líka nokkrir herramenn sem eru soldið mikið skotnir í fallegu frænku minniInLove, ekki get ég ljáð þeim það). Bílferðin var löng, en ánægjuleg, ég sat afturí, með Sesselju og Diljá, og mikið var gaman hjá okkur, við lékum okkur með varalitinn minn, með skartgripina mína, lituðum, og svo var bara spjallað og spjallað. Mikið var nú útsýnið fallegt, þegar sást til þess, því að þoka var yfir öllu, og rigning dúndi á gluggunum. Ferðin gekk mjög vel, og við komum til Hafnar um eitt leytið. Þar var tekið vel á móti okkur hjá Valdísi og Braga fyrst, svo hjá afa og ömmu. Mikið var æðislegt að kyssa og knúsa hann afa minn, hann er einn af mínu uppáhaldsfólki í heiminum, ég og hann höfum verið náin síðan ég var lítil, ég var vön að eyða sumrunum hjá afa og ömmu, Braga og Óla frænda. Það var alltaf svo gaman hjá mér á sumrin, þegar ég eyddi þeim fyrir austan, mér leið alltaf svo vel þar, mér leið alltaf betur þar en á Ísafirði, þannig var það bara.

Ég eyddi fjórum dögum fyrir austan, og voru þeir yndislegir. Ég gisti hjá afa og ömmu fyrstu tvær næturnar, svo fengu Óli og Heiða kennaraíbúð, og ég gisti hjá þeim í tvær nætur. Ég eyddi mestum tíma með litlu frænkum mínum, og svo Óla, Heiðu, Braga, Valdísi, og afa og ömmu. Því miður er amma ekki alltof hress, og er það frekar erfitt að horfa uppá það. Hún er nýbúin í augnaðgerð, og var mjög slöpp ennþá. Henni hefur hrakað mikið síðan ég sá hana sumarið 2004, því miður. Óli frændi hafði orð á því að henni hefur farið mjög aftur síðan hann sá hana í fyrra sumar, þannig að heilsunni hefur hrakað hratt, og er það mjög sorglegt. Ég vona og bið til Guðs að hún nái sér á nýja leið, og að hún eigi mörg ár eftir, það er mín von.

Mikið var nú gaman fyrir austan, og var ég á fullu í að flétta hárið á frænkum mínum (og vinkonum þeirra), naglalakka, lita, tala við, og kyssa og knúsa. Íslandsferðin mín 035Þær stækka allar svo hratt, síðast þegar ég sá Diljá, þá var hún rétt sex mánaða, og núna er hún að verða fjagra, hvað verður um tímann? Sesselja og Arney eru í þessari mynd, svaka sætar með hárgreiðsluna sem ég puðaði yfirHalo Valdís og Bragi buðu okkur í mat tvisvar, og var það nammi namm, steiktur fiskur eitt kvöldið, og humar það næsta. Svo fóru afi og Óli frændi útá fjörð, og veiddu um 50 silunga, og var hann borðaður á laugardagskvöldið ásamt nýuppteknum kartöflum frá afa, það gerist ekki ferskara og ljúffengara, enda eldað af Heiðu, sem er dásamlegur kokkur. Svo var það Yahtzee keppnin sem tók yfir, ég og Óli spilum alltaf Yahtzee þegar við hittumst, og er ég vön að bursta hann (stundum burstar hann mig samt, en uss, ekki segja honum að ég sagði það). Við vorum þvílíkt spennt að byrja keppnina, og fyrsta kvöldið leit ekki vel út fyrir mig, eftir ellefu leiki, var staðan átta til þrjú, Óli Kalli var að bursta mig. Svo var keppninni haldið áfram, og ég náði mér aftur á strik. Staðan var tíu-tíu, og fimm leikir eftir... Ég vann einn, Óli vann einn, ég vann einn, Óli vann einn, það var allt undir síðasta leiknum komið. Núna var kominn tími til þess að leyfa hæfileikunum að skína. Og ég gerði það, ég fékk Yahtzee í öðru kastinu mínu...en, Óli fékk Yahtzee í þriðja síðasta kastinu sínu, þannig að leikurinn var orðinn jafn aftur. Þá var bara að duga og drepast, og ég fékk stóru röðina, tuttugu stig, Óli fékk góða áhættu, þetta var jafnara og jafnara. Þegar uppi var staðið, í lok tuttugu og fimm leikja, þá vann ég með tuttugu og sex stigum, og má segja að stóri bjargaði þeirri litluTounge Until we meet again, Óli, until we meet again...

Íslandsferðin mín 087Því miður þurfti ég að fara á sunnudeginum, aftur suður, og var Sesselja mín ekki ánægð með það, ekki ég heldur, en því miður var tíminn okkar saman búinn. Hún hélt í mig á flugvellinum, og vorum við báðar frekar leiðar. Ég grét eins og ég geri alltaf þegar ég fer frá Höfn, en þetta var enn erfiðara í þetta skiptið, því að ég veit ekki hvenær ég mun hafa efni á að koma aftur heim, ég veit ekki hvort að ömmu eigi eftir að batna, ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá litlu frænkur mínar aftur, en ég vona að ég sjái þær áður en þær verða báðar orðnar stærri en ég... Svona er nú lífið, maður bíður og bíður eftir að sjá fólkið sitt, svo líður tíminn svo rosalega hratt, að maður óskar að maður hefði meiri tíma...

Leiðin lá suður, þar sem Hanna, æskuvinkona mín, við kynntumst þegar við vorum sex, og höfum alltaf verið nánar, ég er akkúrat mánuði eldri en hún, ég er 3. Ágúst, hún er 3. September, og dætur okkar eru fæddar átta dögum á milli, Mikaela 20. Nóvember, Silva Bentína 28. Nóvember. Allaveganna, hún er nýflutt í einbýlishús í Kópavoginum, og býr þar ásamt maka sínum, Bjössa, og þremur börnum, þau eru öll yndislega falleg og góð, og húsið þeirra er æðislegt, stórt, vel hannað (Hanna hannaði það sjálf, og Bjössi er búinn að smíða mikið sjálfur, þannig að þau eru hörkudugleg). Bjössi grillaði þetta líka góða lambakjöt, og eins og alltaf var komið fram við mig eins og drottningu, takk æðislega vel fyrir mig, krakkarKissing Ég var svo gjörsamlega uppgefin að ég gat ekki verið hjá þeim lengi, en Hanna keyrði mig til Elínar, þar sem ég ætlaði að vera í tvo daga. Elín og Ómar fóru til Spánar í sumarfrí, en voru svo yndisleg að leyfa mér að gista í íbúðinni þeirra á meðan ég var fyrir sunnan. Ég var svo útkeyrð, að ég rotaðist um kvöldið, og svaf til hálf ellefu næsta dag.

Mánudagurinn var klikkaður...Biggi vinur minn, og Björg kærasta hans, komu og náðu í mig uppúr tólf, og fóru með mig á Sólon að borða, þvílíkan góðan mat, íslenskan silung, og skötusel á spjóti, ásamt hrísgrjónum og salati, nammi namm. Svo fórum við barasta útum allt, við fórum í Nauthólsvík, uppí Perlu, rúntuðum um miðbæinn aðeins, fórum í Skeifuna og fengum okkur ís, fórum í Krónuna að versla, í Hagkaup, og Intersport, og svo lá leiðin heim til Bigga, þar sem við skoðuðum myndir og svona. Íslandsferðin mín 107

Hér má sjá sæta parið, og mér fannst æðislegt að sjá hversu ástfangin þau eru, hversu stuðningsfull Björg er gagnvart Bigga og hans áætlunum, og hversu vel þau passa saman. Ég vona svo sannarlega að þau haldi áfram að vaxa sem par, og að allt eigi eftir að ganga þeim í haginn, þau eru æðisleg saman, hún róar hann aðeins niður (þó svo að það sé mjög erfitt, haha), og hann rífur hana aðeins upp, semsagt smellpassa saman... Ég vil hérmeð þakka innilega fyrir mig, krakkar, þið gjörsamlega spilltuð mér, og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur á næsta ári í brúðkaupinu, ekki gleyma að komaWink

Mánudagskvöldið var tileinkað MH gellunum....jibbí jei...Við hittumst allar heima hjá Elínu, og mættum með mat, gos, og myndirErrm Já, sumar voru skrautlegar, en ekkert smá gaman að skoða myndir frá okkar ungu árum, menntaskólaárunum... Þar voru samankomnar, Hanna Ben, Anna, Ásdís, Guðrún Lilja, Karítas, og Ragga. Lilja gat því miður ekki komið, og ekki Elín heldur, þær voru báðar staddar á Spáni. Þetta er frekar fyndið, því að í hvert skipti sem að ég kem heim, þá hittumst við allar. En, í millitíðinni, þá hittast stelpurnar ekki, allaveganna ekki allar saman. Það er alltaf svo mikið að gera hjá öllum, það er verið að byggja hús, eða íbúðir, eignast börn, gifta sig, vinna, og bara ala upp þessi blessuðu börn. Ragga er nýbúin að eignast aðra stelpu, til hamingju, elskan. Kaja er að fara að gifta sig núna í Ágúst, til hamingju, elskan. Hanna á átján mánaða gamlan strák, og er að byggja risa pall fyrir utan húsið sitt, til hamingju, elskan. Anna, er loksins komin aftur til landsins, eftir að vera búsett í Danmörku í tíu ár eða svo, til hamingju, elskan. Guðrún Lilja er ánægð með lífið eins og það er, til hamingju, elskan. Og Ásdís, er gift og á tvær fallegar stúlkur, til hamingju, elskan.

Mikið var nú frábært að hitta þær allar, eins og ég sagði, það eru komin þrjú ár síðan síðast, alltof langur tími. Ég bauð þeim öllum að koma í brúðkaupið mitt næsta sumar, og ég vona að sem flestir eigi eftir að komast. Því fleiri vinkonur og vinir, því betra, þetta á eftir að verða æðislegur dagur, ég get ekki beðið. Við spjölluðum og spjölluðum, fram á miðnætti, og mikið var nú æðislegt að sjá þær allar. Þær litu allar svo vel út, og það er ekki að sjá að það séu komin fjórtán ár síðan við útskrifuðumst, við lítum allar svo unglegar út. Það var mikið talað um daginn og veginn, gömlu dagana, og myndirnar vöktu mikla lukku. Það var meira að segja mynd af mér og fyrrverandi kærastanum mínum, James Gordon, fyndið, því að ég var búin að steingleyma hvernig hann leit út, ég á engar myndir af honum, eða okkur saman, þannig að þetta var frekar fyndið að sjá mig kornunga, með fyrrverandi kærasta, sem ég var rosa ástfangin af, flutti að heiman fyrir, af því að mamma og pabbi voru mjög á móti honum, hittu hann aldrei, sættu sig ekki við að ég ætti svartan kærasta ofan af velli. Hann var fyrsta alvöru ástin mín, en svo þegar ég virkilega varð ástfangin, þá sá ég að þetta var ekki alvöru ást sem ég fann fyrir gagnvart honum. En, ég lærði margt með því að vera með honum, ekki bara um fólkið í lífi mínu, heldur líka um fordóma, ég lærði að ég var sterk, og að ég myndi alltaf standa upp fyrir því sem mér finnst rétt, þessvegna lét ég ekki mömmu og pabba ráða yfir mínum tilfinningum, eða láta mér líða illa yfir að vera með manni af öðrum litarhætti. Ég og James vorum saman í eitt og hálft ár, og það var honum að þakka að ég ákváð að fara til Ameríku til þess að vera au-pair. Ég vildi reyna að halda sambandinu okkar saman, sem svo auðvitað gerðist aldrei, við hættum saman áður en ég kom til Ameríku, en hann kveikti áhuganeistann minn gagvart Bandaríkjunum, það má því segja að það sé honum að þakka að ég sé með Tim...

Mánudagskvöldið var ánægjulegt, og það er alltaf yndislegt að hitta stelpurnar, þær eru allar frábærar, duglegar, góðar mömmur, skemmtilegar stelpur, og við höfum alltaf gaman þegar við hittumst, það eina var að Lilju og Elínar var sárt saknað. Vonandi rákust þær á hvort aðra á Spáni, haha. Takk fyrir frábærar samverur, stelpur, hlakka til þess að sjá ykkur sem flestar á næsta ári, í brúðkaupinu, ekki gleyma að senda mér heimilisföngin ykkar, svo að ég geti sent ykkur boðskort. Svo kom þriðjudagurinn, og var honum eytt í að pakka, versla nokkrar íslenskar bækur, borða síðustu bæjarins bestu pylsu, og spjalla smá meira við Hönnu Ben, sem var yndisleg að snattast með mig, takk Hanna mínKissing Svo loksins, fékk ég að sjá Annas bróður, sem er að vinna á fullu í smíðum í sumar, en bauð mér í mat til sín og kærustunnar. Hann er sko góður kokkur hann bróðir minn, og fékk ég lasagna hjá þeim, nammi namm. Íslandsferðin mín 133

Hér er sæta parið, Annas og Kristín, þau eru mjög sæt saman, og ég vona að þau eigi bæði eftir að komast í brúðkaupið mitt næsta sumar, það verður frábært að hafa þau viðstödd. Hún er mjög yndisleg, virðist frekar róleg, og Annas segir mér að hún er í mjög góðu formi, alltaf að æfa og svoleiðis. Hún er að læra jarðfræði í Háskólanum, og hún á eftir eina önn hér, svo fer hún til Colorado til þess að klára gráðuna, þá væri nú æðislegt að fá hana í heimsókn til mín yfir eina helgi, mig langar til þess að kynnast þessari ungu hnátu sem hefur rænt hjarta bróður míns, eru þau ekki sætt par? Mér finnst það. Þeim fannst fyndið þegar ég sagði þeim að ég féll í Jarðfræði tvisvar í MH, og þurfti að taka prófið deginum áður en útskriftin var. Þetta var mjög mikið stress í kringum þetta blessaða próf, en sem betur fer náði ég rétt svo, fékk fimm, og fékk að útskrifast, og fékk að fara í útskriftarferðina mína, til Cancun, Mexíkó... Annasi fannst þetta mjög fyndið, af því að ég var vön að fá rosalega góðar einkunnir, og hafði aldrei fallið áður, en ég gat bara ekki náð þessari blessuðu Jarðfræði, en sem betur fer hef ég aldrei þurft á henni að halda, það er ekki mikið talað um jökla og fjöll þegar maður er að reka veitingastað eða hótel...

Að lokum var haldið á leið til Keflavíkur, þar sem ég eyddi síðasta kvöldinu mínu á Íslandi, hjá Sigrúnu vinkonu, annari æskuvinkonu minni frá Ísafirði. Hún er sú sama og ég bloggaði um fyrir mánuði síðan, þegar hún kom í heimsókn til mín í nokkra daga. Hún vinnur uppá flugvelli, og kom og náði í mig um morguninn og skutlaði mér uppá völl. Svo var haldið heim á leið. Ég náði ekki að segja bless við neinn, því að enginn svaraði í símann, ekki afi og amma, ekki Óli og Heiða, að vísu talaði ég snöggvast við Rebekku, en því miður gat ég ekki kvatt neinn almennilega. Svona er nú lífið. Flugið gekk vel, og mikið var nú gott að koma til Boston, þó svo að rigning beið mér þar. Þetta var í fyrsta skiptið sem að ég fékk að fara í rauðu línuna, þar sem amerískir ríkisborgarar og þeir með græna kortið fá að fara í gegnum. Ég hef alltaf farið í gegnum bláu línuna, því að ég var ekki komin með langvarandi græna kortið mitt síðast þegar ég fór heim. Ég komst í gegnum línuna á engum tíma, FRÁBÆRT. Svo var ég tekin fyrir með töskurnar mínar, þær voru skannaðar, og ég var þvílíkt stressuð, því að ég var búin að skrifa NOTHING TO DECLARE, þó svo að ég var með íslenskar pylsur, sinnep, hamborgara og kokkteil sósu, steiktan lauk, nammi, snakk, síróp, súkkulaði, og svo lengi mætti telja. Sem betur fer, þá var ekkert tekið af mér, og ég lenti ekki í vandræðum, en þessir tollgæjar, þeir geta þefað hræðsluna, það er ég alveg viss um, þeir eru eins og hundar, þefandi af eiturlyfjum, í staðinn eru þeir að þefa eftir lygurum sem skrifa NOTHING TO DECLARE, en eru svo með töskur fullar af góðgætiW00t

Í lok ferðar minnar eyddi ég einum degi í Boston, og ég varð alvarlega veik þann daginn. Ég var búin með meðalið mitt, og var þreytt, svaf illa nóttina áður, svaf ekkert í flugvélinni, gat ekki sofið hjá Írisi vegna verkja, og dagurinn var alveg ómögulegur. Loksins fékk ég meðalið mitt, og þá loksins fékk ég smá hlé fyrir verkjunum, og ég og Íris gátum farið í Kringluna. Íslandsferðin mín 138

Vera kom og hitti okkur, og við fórum allar og fengum okkur að borða á Ostakökunni, geðveikislega góður veitingastaður, sem er einn af uppáhaldsstöðunum okkar, við borðuðum á honum í Chicago... Þær eru alltaf svo skemmtilegar, þær létu þjónustustúlkuna syngja fyrir mig afmælissöng, þó svo að tvær vikur voru enn í afmælið mitt, en ég fékk ókeypis ís fyrir vikið. Það er alltaf svo æðislegt að sjá þær, núna er ég búin að fá að sjá þær þrisvar í ár, og er það æðislegt, því þær eru eins og systur mínar, ekki bara vinkonur. Svo fæ ég að sjá þær á næsta ári, því að Vera verður ljósmyndarinn minn, og Íris verður brúðarmey...í fjólubláum kjól, sorrý Íris mín, love ya´. Loksins fékk ég svo smá hvíld um kvöldið, og svo var haldið á leið útí búð eina ferðina enn, þar sem Íris keypti crocks handa öllum krökkunum mínum, takk elskan, þau elska þáKissing 

Svo var síðasti hluti ferðarinnar mættur, og haldið var heim á leið með Jetblue, besta flugfélagi í Ameríku, mæli eindregið með því. Flugferðin tók sex tíma, og ég var á nálum, gat ekki beðið eftir að sjá fjölskylduna, og voru fagnaðarlætin mikil.... Þau héldu sig í felum fyrir mér, en ég þefaði þau uppi, og var æðislegt að sjá þau öll, og tilfinningarnar voru miklar. Þau litu öll svo vel út, krakkarnir litu út fyrir að hafa stækkað þvílíkt (þó svo að þau gerðu það ekki), Tim leit betur út en ég mundi eftir, og húsið mitt var í rúst... Nei, ekki alveg, þau gerðu sitt besta, en ég þurfti sko að taka til, laga til hlutina eins og ég vil hafa þá, en þau virkilega reyndu sitt besta á meðan ég var í burtu. Það er greinilegt að Tim stóð sig vel, en var maðurinn minn soldið mikið þreyttur, ó já.

Svo var sest niður, íslenska snakkið og nammið opnað, gjafir gefnar, kyssts og knúsast, og mikið var nú gott að vera komin heim. Þó svo að ég tel mig eiga heima á þremur stöðum, á Íslandi, í Boston, og í San Jose, en heima er þar sem hjartað er, og hjartað mitt tilheyrir svo mörgum, bæði fólki og stöðum. Ég er mjög þakklát Tim að hafa getað ferðast heim ein, og skilið öll börnin eftir hjá honum. Það var ótrúlegt hversu róleg ég gat verið á meðan á ferðinni stóð, því að ég vissi að börnin voru í bestu höndum sem hugsast gæti. Tim var í bestu höndum sem hugsast gæti. Ég er enn að jafna mig, líkamlega, þó svo að andlega er ég endurnærð, ég eignaðist margar nýjar góðar minningar á þessum tíu dögum, ég fékk að sjá flesta sem ég varð og vildi sjá, ég gat talað við flesta sem ég vildi tala við, og fjölskyldan mín lifði það af að vera án mín í tíu daga. Það má því segja að þessi ferð var fullkomin. Ég vil biðjast velvirðingar til allra þeirra sem ég náði ekki að hitta, eða tala við í síma. Ég vildi óska að ég hafði meiri tíma, eða meiri orku, eða að heimurinn væri fullkominn, því miður er ómögulegt fyrir mig að gera öllum til geðs, en ef ég hefði getað gert það, þá hefði ég gert ykkur öllum til geðs, þið sem þekkið mig vel, vitið það innst inni. Það verður þá bara næst, eða hver veit, þið fáið kannski hringingu frá mér, alla leiðina frá Ameríkunni, það er sko aldrei að vitaWink

Þangað til þá, takk fyrir mig, kæra land, kæru ættingjar, og kæru vinir. Þessi ferð er og mun vera ógleymanleg, takk fyrir að hugsa svona vel um mig, takk fyrir að taka tíma frá ykkar sumarfríi eða vinnu, eða daglegu lífi, til þess að hitta mig. Mér er enn hlýtt um hjartað þegar ég hugsa til ykkar allra, og þegar ég skoða myndirnar eða myndbandið, ég vona og mun gera mitt besta til þess að láta ekki þrjú ár líða aftur þangað til að ég kem heim næst. Ekki gleyma, brúðkaup hjá mér í lok Júní á næsta ári, þið sem sjáið ykkur fært um að koma, endilega byrjið að leggja fyrir, því fleiri sem koma, því meira spes verður brúðkaupsdagurinn minn. Takk aftur fyrir migKissingHeartKissingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku bestasta Bertha! Mikið rosalega var gaman að lesa þessa skemmtilegu ferðasögu og ég samgleðst þér svo innilega með hana, þó svo að ég hefði kosið auðvitað að þú hefðir ekki lent í þessum sársaukafulla degi í lok ferðarinnar í Boston. En Ísland og Íslendingar hafa tekið þér vel, enda gæðablóð á ferð

Það var yndislegt að tala við þig, þú ert svo mikill vinur vina þinna, að ég tel mig alltaf svo ótrúlega heppin að hafa rambað inn á þig hér og kynnst þér. Hvað er tveggja vikna þögn/hvíld á milli vina?

Heima er alltaf best, og nú er maður að koma upp nýju heimili og tilhlökkunin mikil. Þakka þér fyrir þín orð á mínu bloggi, og þakka þér fyrir að vera til og að vera þú!

Knús og kossar frá Akureyri!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að heyra frá þér aftur, elsku krútt. Mér datt í hug að heilsan hefði verið að angra þig og beið bara róleg eftir bloggfærslu. Voru krakkarnir ekki kátir með að fá gjafir frá Íslandi? Þau hljóta að hafa verið rosalega glöð að fá mömmu sína heim, hvað þá karlinn Bestu kveðjur til ykkar allra, það var æðislegt að heyra í þér í síma!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk elskurnar, fyrir hlýjar kveðjur, það er æðislegt að þið nutuð að lesa ferðasöguna...

Doddi - þú ert æðislegur, what else is new???

Inga - jú, mér fannst sko mikið hafa breyst, flugvöllurinn allt annar, mikið búið að breytast í höfuðborginni, göturnar orðnar stærri, mikið af innflytjendum, mikið búið að byggja í Kópavoginum og Hafnarfirði, svo var Nauthólfsvíkin auðvitað geðveik... Þú verður nú að fara að skrifa þína ferðasögu, maður er nú orðin spenntur...

Gurrí mín - jú, þau voru sko ánægð að sjá mig, og sátu ofan á mér og voru við hlið mér stanslaust í svona viku eftir á. Maðurinn minn var feginn að sjá mig, aðallega svo að ég gæti dílað við blessuðu börnin

Og Halli minn - það er sko aldrei að vita hvort við séum skyld... Afi minn er Karl Sigurðsson, amma Bertha Gunnarsdóttir, frændur mínir eru Óli Kalli og Bragi, svo á ég auðvitað heilan helling af frænkum og frændum þar. Svo spyr ég þig bara, hverra manna ertu????

Bertha Sigmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband