17.7.2007 | 16:43
Ísland, fagra Ísland...
Já það er fagurt landið mitt, það er sko eitt sem er víst. Svona ákveðnir hlutir sem maður hefur gleymt á þremur árum, til dæmis, Bæjarins bestu pylsur eru HEIMSINS bestu pylsur... Hringtorg eru allstaðar... Það er vond lykt af vatninu í Reykjavík... Íslensku heitu pottarnir eru afslappandi og ógeðslega heitir... Það er alltaf gott að knúsa fólkið sitt... Sannir vinir eru þeir sem maður er búinn að hitta og það er eins og maður hafi hitt þá í gær...
Ég er því miður að verða búin með minn tíma hér á landi, en mín bíður tóm hamingja og spenntir fjórir krakkar heima, eflaust er spenningurinn mest falinn í því hvað mamma kemur nú með flott handa sér, en ætli smá spenningur stafi ekki af söknuði og ást??? Það er spurning.
Ég vil þakka öllum sem hafa þeyst með mig útum hvippinn og hvappinn innilega fyrir, þakka öllum fyrir sem hafa tekið sér tíma úr sínum sumarfríum og vinnum til þess að eyða smá tíma með mér, og öllum sem hafa eldað fyrir mig eða keypt fyrir mig þennan líka alvöru íslenska geðveika góða mat.
Ég vil biðjast velvirðingar til þeirra sem ég hef ekki hitt, sem ég hef ekki hringt í, og þeirra sem ég hef einfaldlega ekki náð í, þeir eru fullmargir, en því miður þá er ég búin að vera non stop síðan ég kom fyrir viku, og er enn ekki búin með þeytinginn, fer í mat til Annasar bróðurs í kvöld, svo fer ég til Keflavíkur og gisti hjá Sigrúnu Eiríks vinkonu, hún ætlar að skutla mér útá völl í fyrramálið, stutt að fara og svona, þá get ég sofið klukkutíma lengur.
Ég læt þetta gott heita í bili, þarf að klára að taka til í íbúðinni hjá henni Elínu vinkonu (við MH gellurnar vorum með hörku partý hérna í gær, þannig að íbúðin er í rúst...)(smá grin, Elín mín, við vorum frekar rólegar), og klára uppvaskið og þvottinn, og svo er það bara að stökkva í sturtu, pakka niður (hvernig sem ég á nú að koma öllu þessu nammi, pylsum, og snakki, veit ég bara ekki), og svo er það að heimsækja síðasta fólkið, og næ vonandi í nokkra í viðbót í síma...
Takk fyrir mig fagra Ísland, og við sjáumst fljótt aftur. Svo kemur ferðasagan öll, um leið og ég er komin til San Jose, í faðm fjölskyldunnar, og kannski búin að taka andann í fyrsta skiptið í tólf daga, þið fáið samt pottþétt að heyra frábæra ferðasögu, því get ég nú bara lofað...
Athugasemdir
Elsku bestasta dúlla! Eins og þú veist, og við öll, þá er ekki hægt að gera nema ákveðið mikið á svona tíma. Mér heyrist á öllu að vistin hafi verið annasöm en góð hér á Íslandi, og minningarnar þar af leiðandi skemmtilegar. Ég hlakka til að lesa alla ferðasöguna, taktu þér bara þinn tíma - og eins og ég sagði við þig í dag: farðu vel með þig!
Yndislegt að heyra í þér, góða ferð út!
Kossar og knúsur til þín í tonnatali!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 17:32
FRÁBÆRT að heyra í þér í dag, elskan mín. Hlakka rosalega til að lesa ferðasöguna. Mikið held ég að fjölskyldan verði kát að fá þig heim. Ekki skemma gjafirnar fyrir, get ég trúað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:28
Hæ hæ.
Æðislegt að heyra að þú hafir skemt þér vel á Íslandi. Ég er einmitt að fara eftir viku og hlakka geðveikt til. Vona að síðasti dagurinn þinn á Íslandi verði ánægjulegur.
Knús og kossar
Kolla
Kolla, 18.7.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.