8.7.2007 | 16:47
Hnútur í maga...
Ég fæ alltaf svoleiðis áður en ég ferðast, eða fyrir próf... Núna legg ég af stað í ferðina mína í kvöld, klukkan níu. Ég var vöknuð hérna snemma í morgun, tók mig frekar langan tíma að sofna í gærkveldi, en hér er ég. Kominn sunnudagur og núna eru bara klukkutímar í ferðina mína
Ég er búin að pakka að mestu leyti. Pakka og taka uppúr, pakka og taka uppúr, pakka meira og taka meira uppúr... Ég er vön að pakka alltof miklu drasli með mér. Ég er ein af þeim sem getur ekki planað í hverju hún vill vera fyrirfram, ég klæði mig eftir skapi, og ég hef ekki hugmynd um hvernig mér á eftir að líða á Íslandi næstu átta daga... Ég er búin að pakka fullt af skóm, svo tók ég tvö pör uppúr. Ég var búin að pakka bláa flotta leðurjakkanum mínum, svo tók ég hann aftur uppúr (mun eflaust pakka honum aftur niður seinna í dag, get ekki skilið hann eftir).
Ég er búin að pakka peysum, gallabuxum, fínum buxum, kjólum, jökkum, strigaskóm, jogginggalla, sundfötum, sokkum, nærfötum, og milljón bolum, en ég veit að ég á ekki eftir að nota helminginn, og svo það sem ég skil eftir á ég eftir að hugsa um. Ég veit, kæru bloggvinir, að þetta skiptir nú ekki miklu máli, en ég er að einbeita mér að töskunum mínum og fötunum, svo ég þurfi ekki að einbeita mér að söknuðinum sem er nú þegar farinn að flæða yfir mig
Ég veit að ég verð að vera sterk fyrir fjölskylduna mína, ég veit að þau verða sorgmædd ef ég er sorgmædd, en ég má ekki gráta uppi á flugvelli, ég verð að bíða þangað til að ég er komin inn, byrjuð að gráta hérna bara að tala um þetta. Þetta er það erfiðasta við þessa ferð, og ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, að skilja börnin mín eftir. Það er eitt með Tim, auðvitað á ég eftir að sakna hans þvílíkt, en hann getur hugsað um sig sjálfur, og auðvitað mun hann hugsa rosalega vel um börnin okkar, ég veit það alveg. Þið mömmurnar þarna úti, þið vitið samt hvernig mér líður, er það ekki????
Mömmum finnst alltaf að þær þekkji börnin sín best, og mér líður þannig. Ekki misskilja mig, pabbar er jafnmikilvægir í lífi barnanna, mér finnst það, ég á bara eftir að hugsa til þeirra allan tímann á meðan ég er í burtu. Þetta verður allt í lagi samt, þetta er frekar stuttur tími sem að ég verð í burtu, þannig að ég kem heim áður en þau vita af. Það verður gaman að versla handa þeim öllum líka, það er nú þegar búið að biðja um papriku skrúfur (Kalli og Mikaela), lakkrískúlur (Tim), og bara allt íslenskt (tvíburarnir mínir). Þannig að ég verð að taka mér einn dag bara í að versla fyrir fjölskylduna mína, því að hver veit hvenær ég á eftir að koma aftur heim, og ég vil kaupa það sem mér langar til þess að hafa um jólin, og áramótin og svoleiðis
Því miður er amma mín frekar lasin, þannig að ég tel mig mjög heppna að vera að koma heim núna, hún er víst uppi á hjúkrunarheimili fyrir austan, þannig að ég ætla mér að eyða eins miklum tíma með henni og hún treystir sér til. Ég verð að mestu leyti fyrir austan, en mun svo eyða nokkrum dögum fyrir sunnan, er búin að plana MH partý með öllum MH gellunum, við hittumst alltaf allar þegar ég kom heim, og fórum sumarið 2004 á Hornið og fengum okkur kvöldmat. Núna ætlum við að hittast í heimahúsi og komum allar með eitthvað góðgæti, þannig að það verður frábært
Núna þarf ég að prenta út flugmiðana mína, skrifa niður símanúmer, og gera allt tilbúið fyrir fjölskylduna áður en ég fer. Í dag ætla ég að spila við þau, knúsa þau, elda fyrir þau, knúsa þau, horfa á bíómynd með þeim, knúsa þau, og bara kyssa og knúsa í tætlur. Ég verð sterk, ég lofa, ég verð að vera sterk fyrir þau, ef þau finna fyrir sorg hjá mér, þá verða þau sorgmædd, en ég vil skilja þau öll eftir hamingjusöm, vitandi að mamma þeirra elskar þau meira en nokkuð annað í heiminum, mamma þeirra kemur heim eftir stutta stund, mamma þeirra mun hugsa til þeirra allan tímann, og mamma þeirra vill að þau skemmti sér vel með Tim og verði ekki leið eða sorgmædd. Svo mun mamma þeirra tala við þau á hverjum degi, og áður en þau vita af, verð ég komin aftur heim, urrandi og gargandi á þau
Ég reyni að skrifa á Íslandi, ef ekki, hafið það gott næstu tíu daga, og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur/heyra í ykkur öllum, og farið nú vel með hvort annað
Athugasemdir
Jii...já ég skil þig sko....mömmur þekkja börnin sín alltaf "best"
Hafðu það rosa gott elskan á Íslandi....nú og bara alltaf,hvar sem þú ferð hehe.....en hafðu það extra gott þegar þú ert hérna og mundu að krakkarnir eru í rosa góðum höndum og allir munu bíða spennt eftir að múttan sín og konan sín komi aftur...ennþá meira gaman
Þú átt örugglega eftir að þurfa að gera margt og sjá allt og alla,en ekki gleyma að njóta þín
Bíð spennt eftir ferða sögunni þegar þú kemur til baka
Knús og kram til þín,góða ferð "inn" hehe...
Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:00
Góða ferð til Íslands, elsku Bertha. Tíminn er fljótur að líða, og áður en þú veist af verður þú komin aftur í faðm fjölskyldunnar þinnar, með fullt af skemmtilegum minningum frá Íslandsförinni.
Kossar og knús til þín,
Doddi
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.