6.7.2007 | 01:53
Sorglegt og skammarlegt!!
Athugasemdir
Mér verður alltaf óglatt að lesa svona...finnst þetta hreinn viðbjóður...ekki einu sinni viðbjóður....heldur eitthvað MIKLU meira en það. Skil ekki svona viðbjóð og bíst ekkert við að reyna að skilja það. Að nauðga er hræðinlegt....en að nauðga litlum börnum er eitthvað fyrir ofan mitt skilningarvit. Bara henda svona mönnum í dýflissu og láta þá dúsa þar þangað til þeir drepast ! ..og hana nú !
Knús til þín og hafðu það úper súper gott á klakanum !!!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:11
Ég segi það sama - mér verður alltaf flökurt við svona fréttir. Ég fór á fyrirlestur hjá henni Svövu hjá www.blattafram.is en hún og systir hennar voru misnotaðar árum saman frá því þær voru börn. Nú standa þær fyrir forvarnarfræðslu sem mér finnst að allir foreldrar ættu að kynna sér. Það situr t.d. mjög fast í mér að við eigum að segja börnunum okkar að ef einhver segi að þau megi ekki segja mömmu eða pabba frá einhverju - að þá eigi þau EINMITT að segja frá. Gefa þeim leyfi til að kjafta frá ,,leyndarmálum" þar sem þau geti verið hættuleg. Okkur finnst líka kannski svolítið erfitt að tala um þessi mál við litlu, saklausu börnin okkar en Blátt áfram getur einmitt leiðbeint okkur um það. Hvet alla til að kíkja á síðuna þeirra.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.7.2007 kl. 11:32
Tomas Ingólfsson kvalari Siggu og Svövu er fyrrverandi mágur minn... Mér fannst allt frá fyrstu kynnum mínum við Tomma að hann væri undarlegur því aldrei náðist eðlilegt samband við hann.
Tommi átti móður sem varði alltaf gerðir hans í öllu og hann að mér virtist var alltaf afsakaður fyrir gerðir sínar af henni.
Fólk almennt ber ekki utaná sér að vera brenglað og sú lýsing á við Tomma og minn fyrrverandi eiginmann sem var alkaholisti, en báðir voru ofur myndarlegir og fallegir karlmenn sem væru í dag án efa valdir til módelstarfa... Ég sá tvíburasysturnar Siggu og Svövu fyrst í júlímánuði árið 1969 þegar þær heimsóttu mig til að sjá nýfædda dóttur mína og ég dáðist af því hversu fallegar,heilbrigðar og kátar þær voru þá eitthvað á fjórða aldursári. Að þær voru seinna misnotaðar kynferðislega af Tomma þá get ég ekki nægilega lýst viðbjóði mínum á Tomma og verknaðinum sem hann framdi.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.7.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Mér hefur alltaf fundist fáránlegt hversu stutta dóma menn/konur fá fyrir kynferðisbrot, mér finnst það skammarlegt. Þó svo að sum fórnarlömb ná sér að sumu leyti, þá verða fórnarlömbin aldrei söm við sig, ALDREI. Þetta er sálarmorð, og ber oftast nær í för með sér lágt sjálfsálit, þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingar, og margar ungar stelpur enda með að hafa mikið af skyndikynnum sem unglingsstelpur og ungar konur.
Mér finnst að þegar svona er brotið á börnum eigi gerendur að fá lífslangt fangelsi, með engum möguleika á að komast út, það á virkilega að læsa svona gerendur inní fangelsi og kasta í burtu lyklinum, mér er alveg sama þó að sumir gerendur voru sjálfir/ar fórnarlömb kynferðisofbeldis, það breytir engu í minni bók, mér finnst ekki að það sé nóg ástæða til þess að minnka dóminn gegn þeim.
Því miður sjáum við meira um svona mál nú til dags, en ég held að það sé aðallega af því að foreldrar eru byrjaðir að tala um hvað er óviðeigandi við börnin sín, og börnin skilja (því miður) betur að það má enginn snerta kynfærin sín. Það er sagt hér í Bandaríkjunum að ein af hverjum þremur stúlkum er misnotað/nauðgað. Hræðileg prósenta, og ég á þrjár stúlkur, get ekki ímyndað mér að eitthvað svona geti komið fyrir þær. KNOWLEDGE IS POWER er sagt hér, og við verðum að tala við, kenna, bara ræða málin við börnin okkar, bæði stráka og stelpur, því að kynferðisbrot eru framin gegn öllum börnum.
Verndum börnin okkar eins vel og við getum, og ræðum við þau um hvað er óviðeigandi, og að þau geta sagt foreldrum sínum ALLT, meirihluti af börnum sem eru misnotuð segja aldrei neitt við neinn, fyrr en mörgum árum síðar...og það er staðreynd. Við sem foreldrar getum ekkert gert ef við vitum ekki hvað er búið að gera börnunum okkar. Ég trúi því samt, að breytingar gerist um leið á hegðun barna okkar þegar sakleysið þeirra er fjarlægt um aldur fram. Foreldrar verða að fylgjast vel með börnum sínum, hegðun þeirra, og sálarfari. Ef að slæmir draumar byrja, eða svefnleysi, eða barnið þitt byrjar að væta rúmið sitt, þá má vel vera að eitthvað sé að angra litlu sálina þeirra. Höfum eyrun og augun opin, og tölum við börnin okkar, það er númer eitt, tvö, og þrjú í minni bók.
Ég ætla að fara núna og knúsa börnin mín, ég er viss um að þið gerið það sama eftir þessa óhugnalegu frétt.