28.6.2007 | 20:14
Móðgaði ég svona marga???
Ég vildi þakka ykkur fyrir athugasemdirnar mínar í sambandi við fréttina í gær í mogganum varðandi svörtu listamannahátíðina. Ég er búin að fá þvílík skítköst í mig vegna þess sem ég hef skrifað í athugasemdunum hjá öðrum bloggurum, það er búið að kalla mig fordómafulla, heimska, og hrokafulla. Ef þið viljið lesa, kíkið þá á bloggin hjá þeim sem blogguðu um fréttina í gær, farið bara í mína fyrri færslu, smellið á fréttina, og þar getið þið nálgast blogg þeirra sem ég er búin að lenda í.
Mér finnst hrikalega fyndið þegar fólk er að kalla mig hrokafulla, fordómafulla, heimska, og að ég sé að tuða, bara af því að ég er ósammála bloggi annarra. Er það ekki tilgangurinn með blogginu, að geta spjallað saman um ákveðnar fréttir, fá viðmið annarra? Ég veit að ég varð frekar æst, hefði sennilega þurft að róa mig aðeins af æsingnum, en ég er líka búin að fatta það að engu viti er komið fyrir fólki með lokaðann huga. Fólk er búið að segja við mig að ég viti ekki meira en það um fordóma og kynþáttahatur hér í Ameríku, bara af því að ég bý hér. Ég er því algjörlega ósammála. Ég tel mig ekki vita hvernig aðstæðurnar eru á Íslandi í dag, bara af því að ég les moggann á hverjum degi, eða horfi á Kastljós. Ég hef ekki búið á Íslandi í tólf ár, hvernig get ég þóttst vita meira um hvað gengur á á Íslandi í dag, ekki veit ég meira en þið sem búið þar.´
Mér finnst leiðinlegt að sjá hversu margir töluðu á neikvæðan hátt um svörtu verðlaunaafhendinguna, og fóru að tala um hvað ef hvítir gerðu það sama. Þeir sem vita bara eitthvað smá um sögu Bandaríkjanna, vita það að jafnrétti kynþáttanna er ekki enn þann daginn í dag eins og það á að vera. Þó svo að það séu komin fimmtíu ár síðan síðustu lögunum var breytt í sambandi við jafnrétti svartra og hvítra, þá er enn þvílíkt ójafnrétti sem ríkir hér. Og það er á báða vegu, ekki bara hvítir gegn svörtum, heldur líka svartir gegn hvítum. Svart fólk fær ennþá borgað minna fyrir sömu störf og hvítir, sama með konur, þær fá enn borgað minna en karlmenn. Svörtum nemendum er oft hleypt inní skóla þó svo að þeirra einkunnir séu ekki eins háar og hvítu nemendurnir sem eru að sækja um sama skóla. Svartir karlmenn eru stoppaðir oftar en hvítir karlmenn af lögreglunni útum allt landið, oft fyrir sama glæp (of hár hraði, ekkert öryggisbelti...).
Sáuð þið bíómyndina CRASH? Hún er raunveruleg, mjög raunveruleg. Sáuð þið ROSEWOOD? Hún er eldri mynd, en hún er sönn, hún fjallar um fyrsta svarta bæinn, og hvernig var komið fram við fólkið. Minnihlutahópar hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í mörg, mörg ár. Það er búið að líta framhjá þeirra framlagi til kvikmynda, tónlistar, og annarra lista í langann tíma. Getur enginn skilið að minnihlutahópar eru búnir að fá nóg? Ég get. Og það er það eina sem ég er búin að reyna að koma á framfæri, að ég skil vel að minnihlutahópar eru þreyttir á að bíða eftir að vera viðurkenndir af meirihlutanum. Þessvegna hafa þeir stofnað sínar eigin verðlaunaafhendingar, eigin viðurkenningar. Er virkilega eitthvað að því?
Ég er ósammála því að hvítir eigi að verðlauna hvíta, svartir svarta, asískir asíska, og latinos latinos. Í fullkomnum heimi, þar sem jafnrétti ríkir, þar sem fordómar eru ekki til, þar sem fólki semur vel þrátt fyrir að vera öðruvísi, í svoleiðis heimi myndi engin þörf vera fyrir svarta verðlaunaafhendingu, ekki satt???? Við búum ekki í fullkomnum heimi, Bandaríkin eru enn langt á eftir Evrópu þegar viðkemur jafnrétti kynþátta, jafnrétti trúarbragða, janfrétti kynjanna, ÞVÍ MIÐUR. Mér finnst að bara fordómafullt fólk sé á móti jákvæðum hlutum sem minnihlutahópar gera fyrir sinn hóp, mér finnst að fólk sem virkilega skilur sögu Bandaríkjanna, myndi vera skilningsríkara gagnvart minnihlutahópum hér í Bandaríkjunum. Ég tel mig ekki vita hvernig það er að vera svört manneskja í Bandaríkjunum, ég veit hvernig það er að vera minnihluti, ég tilheyri stórum minnihluta hér af því að ég er íslensk, ég hef gengið í gegnum mikið bara til þess að fá landvistarleyfi og svoleiðis, þannig að ég skil mjög vel hvernig hlutirnir virka hér.
Ég tel mig skilja fordóma mjög vel, því að ég er móðir blandaðra barna, ég hef fundið fyrir miklum fordómum bæði hér í Bandaríkjunum og enn meira á Íslandi. Ég sé núna hversu margir á Íslandi virkilega skilja ekki hversu miklir fordómar ríkja enn í Bandaríkjunum, eflaust er það erfitt fyrir fólk að skilja þar sem það býr heima á Íslandi, og enginn vill viðurkenna að það sé fordómafullt. Ég er mjög móðguð vegna barna minna að svona miklir fordómar séu til í móðurlandi mínu, mér þykir leiðinlegt að sjá hversu móðgaðir íslendingar eru yfir styrk minnihlutahópar hér í Ameríku, og hversu illa fólk talaði um þessa verðlaunaafhendingu. Þegar fólk tekur sítrónur og býr til lemónaði (take lemons and makes lemonade), er það ekki gott mál. Þegar er búið að stappa á fólki allt þeirra líf, búið að líta framhjá þeim allt þeirra líf, og niðurlægja það allt þeirra líf, er ekki við því að búast að fólk fái nóg. Er ekki við því að búast að fólk gerir það sem er best fyrir þeirra sálarlíf, þeirra sjálfstraust, þeirra vellíðan. Eru svörtu listamennirnir að niðurlægja einhvern, særa einhvern, meiða einhvern með því að heiðra fólk fyrir þeirra framlag til tónlistar, kvikmynda, og íþrótta? Hvern er verið að særa? Þig? Mig? Er fólk virkilega svona móðgað að það talar illa um fólk af öðrum kynþætti? Hvern er verið að særa? Engan, af hverju er þetta þá svona alvarlegt mál? Af hverju er fólk svona móðgað? Ég skil það bara ekki
Athugasemdir
Reyndu að taka þetta ekki nærri þér, elsku krútt. Ég er alveg sammála þér í þessu, Crash var sjokkerandi (og svaka góð) mynd, og ég man sérstaklega eftir framkomu lögreglumannsins gagnvart parinu/hjónunum, finnst viðbjóður að svona sé enn í gangi í raunverulega lífinu. Hvað er að fólki? Urrrrrrrrr!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2007 kl. 09:36
Ég segi bara eins og Guðríður.
Annars vil ég bara afsaka að ég hef ekki kíkt á þig fyrr. Er búið að vera svo mikið að gera hérna. Ætla að reyna að sparka sjálfan mig í rassinn núna og byrja að blogga.
Knús og kossar
Kolla, 4.7.2007 kl. 17:35
Stundum er fólk hörundsárara en annað, og við verðum bara að díla við það. Sjálfur á ég örugglega eftir að segja eitthvað sem t.d. bloggvinir mínir hér eru ekki sammála, og einhver orð gætu fokið á milli. En nauðsynlegast að lokum er alltaf að geta farið frá þeim samræðum sátt/ur við sjálfa/n sig.
Hlýjar kveðjur og knús frá Akureyri! Iceland cometh soon, right?????
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 19:55
Allt í lagi Kolla mín, ég er sjálf búin að vera frekar róleg í blogginu þessa dagana, gaman að sjá þig aftur samt
Doddi minn, jú, Ísland cometh eftir fimm daga, takk fyrir, ég er að verða þvílíkt spennt, get varla beðið núna, bjalla í þig, hlakka til að heyra í þér
Gurrí og Inga, ég á vonandi eftir að hitta ykkur báðar, eina í Reykjavíkinni, og hina í Boston á heimferðinni, mikið verður nú gaman að hitta ykkur í persónu...
Bertha Sigmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.