Heimsókn, Íslandsferðin, og hitinn

Ég var búin að tala um að Sigrún vinkona mín kom í heimsókn, en er búin að vera á fullu að blogga um fréttir á mogganum, eins og um Eddie Murphy, og svarta listamenn, en hér kemur ferðasagan hennar Sigrúnar...

Sigrún Eiríksdóttir er æskuvinkona mín. Við ólumst upp á Ísafirði, og lékum okkur mikið saman sem litlar stelpur. Við vorum meira að segja í saumaklúbb saman, með Hoffý, Pálfríði, og Lilju. Það var alltaf svaka gaman hjá okkur, við vorum mjög skemmtilegar saman. Við spiluðum mikið, borðuðum popp og létum eins og litlar stelpur láta. Eftir að við ólumst upp héldum við alltaf sambandinu gangandi, en ég sá hana síðast sumarið 2000, þegar hún bjó í Bolungarvík. Hún var að fara að gifta sig, er síðan búin að gifta sig, eignast strák, Emil Eiríkur, og er skilin núna. Hún býr núna í Keflavík, og á íbúð þar, hún býr þar með Emil, og Ismael, sem er ellefu ára. Fyrrverandi eiginmaður hennar býr í Los Angeles, og bauð henni og krökkunum í heimsókn til sín. Þannig að hún kom með strákana sína tvo, og stjúpdóttur sína, hana Sylvíu, ellefu ára líka.

Þau keyrðu til mín og voru komin um tvö leytið á föstudaginn var. Hún er alltaf jafn flott, grönn og sæt, hefur alltaf verið rosalega falleg. Hún er hálfgrænlensk, og hálfíslensk, og var henni oft strítt sem krakka, því miður geta krakkar verið svo rosalega leiðinlegir. Hún hafði það stundum erfitt og ég reyndi alltaf að hressa hana við, lék atriði úr Grease og svona, og oftast nær virkaði það. Allaveganna, það var æðislegt að sjá hana eftir öll þessi ár, sjö ár, takk fyrir, en samt eins og einn dagur hafi liðið. Þannig er það með góðar vinkonur og vini, maður þarf ekki að tala saman á hverjum degi til þess að halda vináttunni gangandi, þegar maður loksins sér hvor aðra þá er eins og einn dagur hafi liðið, ekki sjö ár.

Við fórum með krakkana í sund, og leyfðum þeim að kynnast, á meðan ég og Sigrún spjölluðum saman í skugganum. Hún er alltaf jafn skemmtileg, og er búin að koma sér vel fyrir í Keflavík. Hún keypti sér íbúð þar, og er með vinnu á hárgreiðslustofu. Svo vinnur hún líka uppá flugvelli, í búð þar. Við spjölluðum og spjölluðum og spjölluðum. Það er mikið búið að gerast hjá okkur báðum síðustu sjö árin. Við erum báðar búnar að bæta við fjölskylduna, ég með Mikaelu og hún með Emil.

Síðast þegar við hittumst var Kalli níu mánaða, og Emil var 4. ára. Ég var gift, hún var að fara að gifta sig. Ég man þegar ég sá hana sumarið 2000, þá fór hún með mig niður á hárgreiðslustofuna sína, og litaði og klippti mig. Þetta gerðum við uppúr miðnætti í Bolungarvík, á meðan fyrrverandi mennirnir okkar spjölluðu saman. Mikið hefur breyst.

Á laugardeginum fórum við svo til San Francisco, hér er mynd af okkur á Golden Gate brúnni. Þið getið séð borgina bak við okkur. Við ákváðum að leggja bílnum við brúina, og labba yfir Golden Gate brúina. Veðrið var yndislegt, sól og sumar, að vísu var kaldur vindur, en mjög fallegt veður. Því miður brann ég þvílíkt á nefinu, er enn að jafna mig, fékk þvílíkar blöðrur á nebbannErrm Löbbutúrinn tók okkur einn og hálfan klukkutíma, og svo fórum við í hádegismat inní borginni. Svo var haldið heim á leið, og seinna um kvöldið hélt Sigrún áleiðis til L.A.

Takk kærlega, elsku Sigrún mín fyrir heimsóknina, það var æðislegt að sjá þig, og frábært að fá þig í heimsókn. Hún er sú fyrsta vinkona mín frá Íslandi sem hefur komið í heimsókn, þannig að endilega, kæru vinir, ekki leyfa henni að vera eina vinkonan sem hefur heimsótt mig, núna megið þið öll byrja að plana ferð til mín...

Svo styttist í Íslandsferðina mína, bara tíu dagar í Boston, og ellefu dagar í Ísland, ég er að verða þvílíkt spennt, en líka kvíðin. Börnin eru farin að hafa áhyggjur, og þá hef ég áhyggjur, og ef þeim líður illa þá líður mér illa. Ég veit innst inni að það verður allt í lagi með þau, þau eru í mjög góðum höndum, Tim á eftir að hugsa svo rosalega vel um þau. Ég treysti honum 200%, treysti honum meira en ég treysti nokkurn tímann blóðföður barnanna minna. Ég vona bara að tíminn eigi eftir að líða hratt fyrir þau öll á meðan ég er í burtu. Ég veit að tíminn líður hægar fyrir lítil börn, en Tim er búinn að plana allskonar hluti á meðan ég er í burtu, til þess að halda þeim uppteknum. Guð blessi hann, hann er besti maður sem að kona getur beðið um, ég bað og bað þegar ég var einstæð, og Guð greinilega heyrði og svaraði bænum mínumHalo

Hér er hitinn mikill, ekki eins mikill og í New York samt, þar sem hálf milljón manns voru án rafmagns í gær, greyin, það er sko hræðilegt. Í gær fór Tim með okkur að vatni nálægt uppeldisstaðnum hans, og var þetta vatn þvílíkt stórt og fallegt. Við ætlum að fara aftur seinna í sumar, og leigja okkur bát og sigla um vatnið, taka með okkur hádegismat, eða grilla. Svo keyrði hann með okkur um gamla hverfið sitt, og ég sá húsið sem hann ólst upp í. Hann er loksins kominn á stig þar sem að hann er tilbúinn til þess að deila minningum um foreldra sína, sérstaklega móður sína, hún dó fyrir fimm árum síðan, og er það búið að vera rosalega erfitt fyrir Tim og systkynin hans. Það er yndislegt að sjá hvar hann ólst upp, og gömlu skólana hans. Það er gaman að fá að kynnast honum betur og betur með hverjum deginum sem ég eyði með honum. Ég get ekki beðið eftir að giftast honum, hann á eftir að verða yndislegur eiginmaðurInLove

Njótið dagsins og fjölskyldunnar, ég vona að ég bráðni ekki í hitanum hér í dag, ætli við skellum okkur ekki bara í sund í dag. Sé ykkur og tala við ykkur innan við tvær vikur, jibbíW00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hitinn er ekkert rosalegur hér í augnablikinu en alltaf yndislegt veður á Akureyri - það vita allir landsmenn!

En að sjá ykkur fallegu dömur á Golden Gate brúnni minnti mig á ferðina til bróður míns og fjölskyldu um hátíðirnar núna síðast. Það var æðislegt ... ég á mynd af mér þar - og að sjá ykkur ... oh, mig langar svo aftur. En nú er bróðir og fjölskyldan komin heim .. þannig að eitthvað verður nú í það að ég fari út aftur þangað. Fyrst eru það Kanaríeyjar um jólin næstu ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband