3.8.2006 | 04:43
Afmælisdagur!!!
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli ég sjálf, ég á afmæli í dag.
Hvert fór tíminn, ég er barasta orðin 33 ára gömul, eða ung!! Ég man þegar ég var sex, sjö ára gömul og mamma var 25 ára. Ég hugsaði með mér að þegar ég verð 25 ára þá verð ég gömul kona. Mikið er ég nú ánægð að ég hafði ekki rétt fyrir mér. Mér líður sko ekki eins og gamallri konu, mér líður bara vel að vera orðin 33 ára gömul.
Þegar ég varð þrítug þá fríkaði ég út, mér leist nú ekkert á að verða orðin þrítug. Það tók mig nokkur ár að jafna mig á því, en núna finnst mér bara fínt að vera þrjátíu og þriggja. Krakkarnir að stækka, búin að finna mér góðan og yndislegan mann, skilnaðurinn minn að ganga í gegn eftir nokkra mánuði, þetta er barasta allt að koma. Ég trúi því að lífið haldi áfram að fara batnandi, vegna þess að ég er búin að gera allt rétt í lífinu, og það hlýtur að verða verðlaunað einhvern daginn, er það ekki?
Ég mun njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar í rólegheitum. Bjóða nokkrum vinkonum í heimsókn og kannski drekka nokkra Heineken. Ég bý kannski bara til íslenskar pönnukökur og horfi á bíó með krökkunum, bara rólegt. Þetta er svona þegar maður er orðin gömul kona, þá situr maður nú bara í ruggustólnum og reynir að njóta dagsins Vonandi verður hitinn ekki of mikill
Ég vildi óska þess að ég gæti eytt deginum með ykkur kæru vinir og ættingjar, en það er alltaf næsta ár Þið eruð öll með mér í huga og hjarta, hlakka til þess að sjá ykkur öll um leið og tíminn og fjármálin leyfa.
Athugasemdir
Elsku Bertha
Innilega til hamingju með afmælið. Vona að þú eigir ánægjulegan dag.
Kveðja, Ragnheiður
Ragnheiður Vídalín (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 09:02
Til hamingju með afmælið "stelpuskott"
Við erum aldrei eldri en við viljum vera, er það ekki? Njóttu dagsins í botn og farðu vel með þig.
Kveðja,
Guðrún Lilja
Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 09:24
Til hamingju með afmælið!
Hafðu það sem allra best í dag sem og aðradaga.
Kveðja Bragi,valdís og börn
Valdís kjartansdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.