27.6.2007 | 19:05
Rasistar á Íslandi...
Ég er gjörsamlega móðguð og reið yfir því að lesa bloggin hjá ykkur í sambandi við BET verðlaunahátíðina í gærkveldi. Allir þeir sem hafa skrifað um þessa hátíð eru með þvílíka fordóma gagnvart svörtum listamönnum, ég er bara steinhissa yfir þessu.
Skiljið þið ekki hvernig það er búið að vera hér í Ameríku fyrir minnihlutahópa, ekki bara svertingja, heldur asíubúa og suður-amerískt fólk? Svertingjar eru ekki þeir einu sem eru með sína eigin verðlaunaafhendingu, og ástæðan fyrir þessari hátíð er jákvæð, það er verið að heiðra fólk í samfélaginu sem myndi annars ekki vera heiðrað. Vitið þið hversu langan tíma það er búið að taka fyrir litað fólk að vera viðurkennt fyrir sitt framlag til leikmennsku, söngs, íþrótta.
Munið þið eftir því þegar Halle Berry vann, hún var fyrsta svarta konan sem fékk Óskarinn fyrir aðalhlutverk, og það var fyrir fjórum árum síðan. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAN, við búum ennþá við þvílíka fordóma, og óréttlæti hér í Ameríku, og úti um allan heim, og bara það að lesa bloggin hjá íslenskum lesendum varðandi þessa frétt, sýnir hversu miklir fordómar ríkja hjá því fólki.
Mér finnst leiðinlegt að sjá að enginn talaði um þessa verðlaunaafhendingu á jákvæðan hátt, og mun hérmeð taka það að mér. Margir yndislegir leikarar, leikkonur, söngvarara, rapparar, og íþróttamenn voru heiðraðir á hátíðinni í gærkveldi. Allir voru í fallegum fötum, með fallega skartgripi, og Monique var ágætur stjórnandi. Mikið fannst mér nú gaman að hlusta á öll lögin sem voru flutt, og í uppáhaldi hjá mér var Beyonce, hún er alltaf jafn flott og kemur alltaf upp með eitthvað nýtt og öðruvísi, og hún varð ekki til vonbrigða, frekar en vanalega. Mér fannst geðveikt þegar Kelly Rowland kom svo á sviðið og flutti sitt nýja lag, og Beyonce, Micheille, og systir hennar Beyonce, Solance, dönsuðu allar með Kelly, þær eru allar í vídeóinu hennar Beyonce, get me bodied, og þetta var ógeðslega flott hjá þeim.
Robin Thicke var líka æðislegur, hann söng Lost without you, með smá latínskum blæ, og kom það mjög vel út. Eitt af því yndislegasta á hátíðinni var þegar Diana Ross fékk lifetime achievement awards, og á hún það svo sannarlega skilið. Erykah Badu, Chaka Khan, og Stevie Wonder sungu henni til heiðurs, og börnin hennar fimm afhentu verðlaunin. Diana Ross lítur alltaf jafn vel út, þó svo að hún sé sextíu og eitthvað (?), og hún er bara geðveikt flott.
Don Cheadley fékk svo Humanitarian Awards, og fékk hann þá viðurkenningu vegna starfs síns í Darfur, Afríku, þar sem hann er búinn að vinna við í fjölmörg ár að betrumbæta lifnað fólksins þar, og hefur hann fengið fjöldann allan af ríku og frægu fólki í lið með sér, og má þar nefna samleikara hans úr Oceans 11, 12, og 13 myndunum. Mér fannst ræðan hans mjög vel orðuð, og nefndi hann að honum findist hann ekki verðskulda slíkan heiður, en hann mun halda áfram að gera það sem hann getur til þess að standa undir heiðrinum sem að BET gaf honum.
Ég horfi alltaf á BET verðlaunaafhendinguna, af því að ég styð fólk af öllum kynþáttum, og finnst að allir eigi skilið að fá viðurkenningu fyrir sitt framlag til kvikmynda og söngs. Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá að fólk skuli vera móðgað, eða hneykslað yfir því einu að fólk sem tilheyrir minnihluta í Ameríku hafi ráð á því að hafa sína eigin verðlaunaafhendingu. Svartir, asískir, og suður-amerískir listamenn eru búnir að fá sig fullsadda af því að vera ekki viðurkennt fyrir sitt framlag til lista, og ég hrópa bara húrra fyrir þeim styrkleika sem minnihlutahópar hafa sýnt amerísku þjóðinni, og sínu fólki, og styð þeirra baráttu fyrir réttlæti gagnvart öllum, ekki bara hvítingjum. Mér finnst að bara fordómafullt fólk verði móðgað þegar minnihlutahópar ákveða að gera það sem er best fyrir þá, eru ekki hvítingjarnir í Ameríku búnir að sjá um sitt fólk í áratugi, og hunsað fólk af öðrum litarháttum? Svo fara hvítingjarnir að væla þegar minnihlutahóparnir eru búnir að fá nóg, og gefa minnihlutunum ein og ein verðlaun, og ætlast til að fólk verði ánægt með það, FÁRÁNLEGT.
Hættið að dæma, og reynið að skilja sögu minnihlutahópa hér í Ameríku, ef þið mynduð skilja, þá held ég að þið mynduð tala um þessa verðlaunaafhendingu á jákvæðan hátt, ekki með fordómum og hörðum dómi. Mér finnst bara kominn tími til að minnihlutahópar geri það sem er best fyrir sitt fólk, því eitt er víst hér í Ameríku, að hvítingjarnir munu alltaf sjá um sitt hvíta fólk fyrst, ALLTAF, þannig hefur það verið í allri sögu þessa lands. Ég segi bara aftur HÚRRA fyrir þeim minnihlutahópum sem eru búnir að fá nóg af að bíða, og eru búnir að taka það að sér sjálfir að heiðra sitt fólk. Allir eiga skilið að vera heiðraðir fyrir sitt framlag, sama hvernig fólkið er á litinn.
![]() |
Svartir listamenn heiðraðir í Hollywood |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær færsla hjá þér. Ég sá reyndar hvergi nein blogg um þetta, kannski sem betur fer! Tek undir hvert orð hjá þér! Kveðja til USA!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 19:21
Ég segi bara eins og Gurrí: frábær færsla hjá þér, dúllan mín. Mér finnst nefnilega fólki fjölga sem er farið að nota þessa afsökun: "hvað ef það yrði haldin verðlaunahátíð fyrir hvíta ... þá yrði allt vitlaust!" Það er það nákvæmlega það sama og ef fólk færi að segja:
- Af hverju er þá ekki haldinn karlafrídagurinn?
Fólk sem notar þessa "afsökun" eða er að "pæla" í þessum hlutum, er á vitlausri braut. Við erum með ólympíuleika fyrir "venjulegt fólk" og svo erum við með ólympíuleika fatlaða. Ein fremsta íþróttakona okkar Íslendinga fyrr og síðar, hún Kristín Rós Hákonardóttir sundkona, hefur aldrei verið valin Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að eiga ótrúlegan fjölda af metum í sinni íþróttagrein (heimsmetum, evrópumetum, norðurlandametum og íslandsmetum). Ástæðan sem margir segja er sú að hún sé ekki að keppa á sama "leveli", á sama standard!! Ef þetta er lögleg skýring, hvers vegna í fjandanum er þá fólk að agnúast yfir því að minnihlutahópar, eða bara yfir höfuð sérstakir hópar af hvaða "sort" sem er (kyn, trú, litarhátt... ), skuli halda sínar verðlaunahátíðir.
Þetta fólk ætti að skammast sín, og ég er virkilega stoltur af þér fyrir þína færslu. Mér þykir vænt um þig, og ef mér fyndist þú gera eða segja eitthvað sem mér þætti rangt, þá myndi ég láta þig vita. Ég vil bara að þú vitir það, og auðvitað að aðrir viti það hversu mikils ég met þig.
Stundum verður maður auðvitað að passa sig í æsingnum og orðunum sem maður lætur frá sér, en ég væri svo sannarlega til í að skora á hvern sem er í kappræður eða rökræður um það hversu réttlátar og eðlilegar svona verðlaunahátíðir eru.
Knús og kossar til þín elsku bestasta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 20:10
Vissi ekki af þessu
En mikið er ég sammála þér Bertha.....alveg 100 % sammála sko.
Knús xx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.