22.6.2007 | 16:02
Hún er á leiðinni...
til mín, frá L.A. Ég er að deyja úr tilhlökkun núna, Sigrún æskuvinkona mín er á leiðinni til mín í heimsókn, er í bílnum núna á meðan ég skrifa þessa færslu. Hún kemur með syni sína tvo, og stjúpdóttur sína, þannig að það verður mikil gleði hér á bæ hjá mér, fullt af krökkum fyrir krakkana mína. Þannig að ég skrifa um heimsóknina á morgun, ætla að taka myndir og svona, ég er að deyja úr tilhlökkun (var ég búin að nefna það???).
Þannig að núna fer ég í þrifin, matarkaupin, og svo ætla ég að hafa hádegismat tilbúinn handa þeim þegar þau koma uppúr hádeginu, samlokur, flögur, ávaxtasalat, og lemónaði. Svo ætla ég að elda kjúklingaréttinn minn með brokkolí, hrísgrjón, og salat, ásamt hvítlauksbrauði í kvöldmat. Svo ætla ég að búa til mínar frægu Berthu brownies (sem er amerískur desert eins gamall og eplabaka). Við ætlum bara að hanga í dag, förum sennilega í sund, skreppum útá vídeóleigu og náum okkur í nokkrar myndir, en svo halda þau aftur til Los Angeles í fyrramálið. Þannig að ég elda fyrir hana amerískan morgunmat í fyrramálið, egg, beikon, pönnukökur, biscuits, og ferskan appelsínudjús (nota djúsarann minn sem börnin gáfu mér á mæðradaginn).
Ég vona að hún eigi eftir að njóta sín vel, hún er alveg frábær stelpa, ég og hún erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur, sex ára held ég. Mamma hennar er grænlensk, og hún var sú eina grænlenska á Ísafirði þegar við vorum að alast upp, og auðvitað voru sumir krakkar vondir við hana og henni var strítt mikið. Mér var líka strítt mikið af því að ég var lágvaxin, þannig að við náðum vel saman, og lékum okkur alltaf rosalega mikið saman. Ég er að vísu ekki búin að tala við hana í sjö ár, en það fyndnasta er að þegar maður á góða vini, þá er eins og enginn tími sé liðinn síðan maður talaði saman síðast, þó svo að raunveruleikinn er sá að það eru komin sjö ár... Svona er þetta með góða vini/vinkonur, það er eins og maður hafi talað saman í gær, þó svo að gærdagurinn var fyrir sjö árum síðan
Jæja, þrifin bíða og börnin eru að taka til í sínu herbergi, skrifa um heimsóknina á morgun, njótið helgarinnar, gleðilegan föstudag
Athugasemdir
Ekki deyja úr spenningi því ég þarf að hitta þig og ná að tala við þig, fyrst ég er svona nokkuð nýbúinn að kynnast þér, elsku besta dúllan mín. Don't die on me, man!!!
Svo varð ég svolítið svangur, og bið þig um að tékka mig í matarboð einhvern tíma í framtíðinni. Mér líst svo vel á þína eldamennsku.
Þú og Sigrún eigið eftir að eiga frábærlega skemmtilega helgi. Ég sendi ykkur því stuðkveðjur héðan frá sólarbænum Akureyri. Ég hef líka lumskan grun (sem vonandi verður staðfestur einhvern tíma) að það sé frábært að vera með þér og að vera gestur þinn
Njóttu vel og have fun!! Þú átt allt það skilið!
Góða helgi, dúlla - kossar og knús!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 18:38
Vonandi áttuði þið góðan dag í gær !!! Hlakka til að sjá myndir
Knús xx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 14:27
Já, það er sko alveg satt - þegar maður á sanna vini skiptir ekki máli þótt það líði ár og dagar milli heimsókna. Þegar maður hittir þá er eins og tíminn hafi staðið í stað. Vonandi áttuð þið góðar stundir saman! Hef saknað þín svolítið á msn. Erum búin að redda bíl...
Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.