Gleðilegan Þjóðhátíðardag

Kæru vinir og vandamenn. Ég vona að þið njótið dagsins, mikið væri nú gaman að vera heima núna, en ég er nú á leiðinni, þannig að ég er ekki eins sár þetta árið eins og ég var í fyrra. Hér er pabbadagur í dag, þannig að við erum búin að dekra við hann Tim minn í allan dag.

Ég bjó til amerískar pönnukökur, beikon, og egg. Svo notaði ég djúsarann minn (sem ég fékk í mömmugjöf), og bjó til ferskan appelsínusafa handa okkur, nammi namm. Maðurinn minn las svo kortin sín og opnaði gjafirnar, og þetta er bara búinn að vera rólegur og góður dagur. Hann er ekki ennþá búinn að segja mér hvað hann vill í kvöldmat, þannig að ég þarf að fiffa eitthvað gúmmulaði til handa besta pabba í heimiWink

Þá eru bara þrjár vikur í ferðina mína heim. Ég flýg til Boston þann 8. Júlí, og svo til Íslands þann 9. Spennan eykst, en kvíðinn líka. Mikaela mín var frekar ósátt í gær þegar við vorum að versla pabbagjafir, og hún sagði mér að níu dagar væru sko allt of langur tími fyrir mig að vera í burtu frá henni. Hún lét mig fá það óþvegið, og sektarkenndin alveg að fara með mig. Hún spurði mig svo, hver ætti eiginlega að knúsa hana á morgnana þegar ég er í burtu? Þegar ég sagði Tim, þá var hún nú ekkert hress með það, hann knúsar hana ekki eins vel og égUndecided

Svona er nú lífið, ég vona að tíminn eigi eftir að líða hratt hjá þeim á meðan ég er á Íslandi, ég verð auðvitað svo upptekin, að ég mun eflaust ekki finna eins mikið fyrir þessu og þau. Ég minnti þau nú samt á það að ég verð alein, þau hafa allavega hvort annað, þannig að þau eru nú heppin. Þeim fannst það sko ekki rétt hjá mér, því að þau bentu mér öll á það að þau eru ekki heppin ef ég er ekki hjá þeimCrying Break my heart, why don´t you...

Jæja, njótið dagsins, og hvors annars, og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll eftir þrjár vikurKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegan 17 júni

Ólafur fannberg, 17.6.2007 kl. 20:05

2 identicon

http://www.weightconsultants.com/is/

Kíktu á þessa slóð.  Danski kúrinn er að hjálpa mörgum að léttast og/eða að breyta mataræðinu.  E.t.v. gætir þú nýtt þér eitthvað af honum, t.d. prentað úr matardagbók og skráð hvað þú ert að borða.  Ég prófaði þetta í tvær vikur vegna þess að ég þarf að vera duglegri við að borða grænmeti og ávexti.  Með því að merkja við fór ég úr 0 ávöxtum á dag í 3 og úr 0 grænmeti á dag í ca 400gr.  Fækkaði líka öllum brauðsneiðunum......og léttist líka um 2 kíló!  Það var bónus.  Einhver talaði svo um kvöldnaslið.  Það er einn af mörgum veikleikum mínum.  Mér tókst þarna í þessar tvær vikur að sleppa því og leið vel.  Mæli með að þú kíkir á þetta.  Virðist vera gott fyrir mann að prófa að skrá hjá sér hvað fer ofaní mann.  Mér blöskraði í mínu tilfelli!!  Gleðilega hátíð annars.  Fæ að frétta af þér ef þú ferð á Hornafjörðinn.  Kíki þá á þig ef ég hef tækifæri til.  Kveðja, Jónína.

Jónína L.K. (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 20:31

3 identicon

Gleðilegan 17. júní aftur dúllan mín!

Það verður fróðlegt að sjá hvort hittingur verði mögulegur ... en annars gerist það seinna. Símtal í versta falli alla vega

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Jónína mín, fyndið að þú sért að tala um þann danska, því að ég er búin að prufa hann áður, og er nýbyrjuð aftur. Hann virkar mjög vel, svo lengi sem að maður skrifar niður það sem maður borðar, það er ótrúlegt að sjá hvað maður lætur ofan í sig, þetta gerir mann ábyrgðarfyllri, það er sko víst. Mikið væri nú æðislegt að fá að sjá þig í Júlí, ég verð fyrir austan frá 11-15 Júlí, þannig að ef þú sérð þér færi á að keyra, þá væri það yndislegt að sjá þig, er ekki búin að sjá þig síðan 2001, það er sko alltof langur tími. Ég vona bara að tímasetningin verði okkur væn, og að við getum hist.

Elsku besti Doddi minn, mikið væri nú gaman að hittast, ég verð að vísu fyrir austan á Höfn í fjóra daga og svo þrjá daga í RVK, ég fer ekkert vestur, þetta er of stutt ferð til þess. En, eins og þú sagðir, ef við getum ekki mælt okkur mót, mikið væri nú gaman að spjalla í síma, þú sendir mér kannski símann þinn á emailið mitt, svo að ég geti hringt í þig þegar ég kem heim  Ég er sammála þér, í versta tilfelli getum við spjallað saman í síma, en mikið væri nú gaman að hittast, við sjáum bara til.

23 dagar í þetta hjá mér, en hver er að telja???

Bertha Sigmundsdóttir, 18.6.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband