28.7.2006 | 06:02
Mikill léttir!!!
Mikið er ég nú ánægð í dag, því það er loksins farið að kólna hér í San Jose. Núna er bara 30 gráður, ekki 38-40 eins og það er búið að vera. Hér voru sko öll met slegin í Júlí, það hefur aldrei verið eins heitt hér síðan það var byrjað að skrá niður hversu heitt það er, og það eru nú komin meira en 100 ár síðan það var byrjað. Hér er bara allt ágætt að frétta, við búin að synda í dag, búin að gera þvottinn, og er núna að horfa á heimildarþátt um úlfa, svaka stuð!!
Ég veit ekki hversu margir vita hvað er búið að vera í gangi með heilsuna hjá mér síðustu átján mánuði, en það er búið að vera eitthvað vesen með mig. Ég er búin að vera með verki í báðum höndum núna stöðugt í meira en ár, er daglega með dofatilfinningu í fótum, höndum, og andliti. Svimar rosalega mikið, sé svarta depla sveimandi fyrir augunum, og er búin að vera að vinna með sérfræðingum og heimilislækninum mínum að reyna að komast að því hvað sé í gangi.
Þetta var nú orðið svo slæmt að þetta var farið að hafa neikvæð áhrif á vinnuna hjá mér og ég mjög heppin með það að hafa getið tekið mé sjúkrafrí í nokkra mánuði. Læknarnir eru nú að að hallast að því að ég sé með MS, heila og mænusigg, og er ég nú ekki nógu ánægð með það. En, það er ekki búið að 100% skilgreina mig ennþá, þannig að ég held bara í vonina. Ég vildi nú að hægt væri að komast að því hvað þetta sé svo að það sé hægt að gefa mér kraftaverka pillu og mér gæti batnað...Þetta er bara búið að vera langur tími án þess að ég viti hvað sé að, þannig að ég er orðin svolítið þreytt á þessu. Hitinn er búinn að vera svo rosalegur og er hann búinn að hafa neikvæð áhrif á heilsuna hjá mér og eru verkirnir búnir að vera miklu verri síðustu tíu daga, þannig að ég er rosalega HAPPY að það sé farið að kólna aftur, því að þá kannski minnka verkirnir.
Ég bið alla um PLEASE að ekki hafa neinar áhyggjur af mér, ég trúi því að Guð hugsi vel um mig og mín börn, og vonandi bráðlega fer mér að batna. Ég er að deyja, mig langar svo aftur í vinnu, því maður er staurblankur á einhverjum sjúkrapeningum hérna úti, en ég er með góða heilsutryggingar, þannig að það er mjög gott mál. Ég vildi bara aðeins létta á mér, það eru margir sem að vita að það er búið að vera heilsuvandamál hjá mér, en ég vildi bara að allir myndu heyra það frá mér. Það er góð ástæða fyrir þessu, ég veit það, ég veit ekki hver ástæðan er ennþá, en ég er búin að fá að njóta þess að vera heima með börnunum mínum í fyrsta skipti síðan þau fæddust allan daginn í nokkra mánuði, að labba með þau í skólann, sækja þau, gera heimalærdóm, hoppa í sund, bíó, útí garð, hvað sem er. Hlusa á þau rífast, horfa á þau slást, horfa á þau kenna hvoru öðru um allt, og núna er ég sko tilbúin að fara aftur í vinnu eða að þau byrji í skólanum aftur sem fyrst...SMÁ GRÍN, en í alvöru talað, ég trúi því að allir hlutir gerast af ákveðnum ástæðum, og það er góð ástæða fyrir öllu þessu.
Jæja, kominn háttatími hjá mér, búin að horfa á úlfana, og núna er maðurinn byrjaður að horfa á hnefaleika, þannig að ég er pottþétt að hoppa uppí rúm. Litla dúllan mín hún Mikaela, uglan mín, er enn vakandi, labbandi um í sínum eigin heimi, að reyna að halda sér vakandi eins lengi og hún getur, hún er alltaf söm við sig, hefur engan áhuga á að fara að sofa á kvöldin, alltaf eitthvað að dunda sér. Kalli minn sofnaður tveimur mínútum eftir að hann leggst niður, en hún ekki tveimur tímum síðar. Kannski að ég fari nú að reyna að temja hana, nei, ég held að ég leyfi henni bara að vera villtur hestur, hún er sko íslensk þessi!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.