Sumarið komið

Og hitinn með því, hér er búið að vera steikjandi hiti síðan í gær, 95 Fahrenheit (er það ekki um 38-40 stig bara, svei mér þá). Krakkarnir komu heim í gær búin í skólanum, létu eins og beljur nýhleyptum úr fjósi eftir langan vetur, hlaupandi um allt, frelsinu fegin... Ég er líka fegin, fékk að sofa út í morgun, alveg til hálfáttaSleeping Vanalega er ég vöknuð rétt fyrir sjö, þannig að líkamsvekjaraklukkan mín er ennþá stillt á skólatímann, mun eflaust taka smá tíma til að venjast nýrri stundarskrá. Við erum búin að hanga við sundlaugina í dag og í gær, og svo er búið að vera kveikt á loftkælningunni í allan dag. Þessi hiti fer svo rosalega í mig, verkirnir verða verri, en laugin hjálpar sko til, ég er búin að úða á mig sólaráburð, ég brenn svo rosalega hratt.

Annars er ég búin að ákveða soldið frekar róttækt í sambandi við heilsuna mína. Ég er að reyna að hætta á öllum þessum blessuðu lyfjum, bæði pillum og sprautunum. Ég er alveg á því að líkaminn sé að gefa sig undan áhrifum lyfjanna, ég held bara að það sé óheilbrigt fyrir mig að taka eins mikið af lyfjum og ég hef gert undanfarna sex mánuði, óheilbrigt fyrir öll innyflin, en þá helst nýrun. Ég er nú bara 33 ára gömul, og auðvitað er það búið að vera erfitt fyrir mig að melta þessi heilsuvandamál síðastliðið ár, en ég er á því að gera það sem ég gera þarf. Ég er staðráðin að finna þá leið sem er best fyrir mig, ekki bara þá leið sem mér er sagt að fara samkvæmt læknunum mínum. Ég hef allt mitt líf verið rosalega á móti lyfjainntöku, og er það enn. Ég hef bara þurft á hjálp að halda uppá síðkastið, en núna ætla ég mér að finna náttúrulegar aðferðir, hvort sem það er í gegnum betra matarræði, eða náttúruleg meðul, eða nudd, hver veitErrm

Ég veit að það mikilvægasta sem ég get gert er að fylgjast vel með hvað ég set ofan í mig, matarræðið hefur mikið með heilsuna að gera, líkamlegu og andlegu. Ég á það nú til að háma í mig franskar kartöflur, hefur alltaf verið veikleiki minn... Svo finnst mér diet kók svo gott, en Íris vinkona mín er að skora á mig að hætta að drekka það í mánuð, og sjá hvort að mér eigi ekki eftir að líða betur. Ég veit að hún hefur rétt fyrir sér (uss, ekki segja henni það), en mér finnst einhvernveginn að kókið sé það eina sem ég leyfi sjálfri mér að hafa. Ég er þannig séð alveg hætt að drekka, síðan í Ágúst í fyrra, ég datt í það eitt kvöldið, og varð veik (ælandi eins og sextán ára unglingur). Ég missti bara áhugann á áfengi það kvöldið, hefur eflaust mikið með það að gera að ég var á mörgum lyfjum, og ekki bætti áfengið líðan mína. Ég hef fengið mér þrisvar í glas á þessu ári, og þið sem þekkið mig mjög vel, vitið að það er ekki neitt, ég er nú algjör drykkjukonaWizard Og svona skemmtileg í glasiW00t 

Ég er farin að passa mig rosalega á því hvað ég borða, og hversu mikið ég borða. Ég er búin að bæta við mig ávexti og grænmeti, og svo passa ég mig á fitumagni í öllum mat. Samt fæ ég mér stundum franskar (common, ég er nú mannleg, hvar væri McDonalds án viðskipta minna??), en er núna að reyna að búa til mínar eigin franskar, miklu heilsusamlegra, og ég get fengið fullnægingu, ég meina, frönskunæginguBlush Mér finnst alveg ómögulegt að slökkva fyrir alla veikleika mína yfir nótt, það er bara NO WAY...en ég er að reyna að betrumbæta sjálfa mig.

Þegar ég var gift, þá var ég oft mjög óhamingjusöm, ég fékk mér í glas til þess að gleyma raunveruleika mínum í smá stund, ég borðaði það sem mig langaði til þess að fylla í gatið í hjarta mínu, ég hugsaði vel um börnin mín, en ekki um sjálfa mig. Ég er búin að ganga um með aukakílóin síðan dóttir mín fæddist, og hún verður sjö ára í Nóvember...kannski kominn tími á að aukakílóin fjúki. Ég er rosalega hamingjusöm núna, mér líður vel á sálinni, mér líður vel með sjálfri mér, ég er stolt af mér, spegillinn brosir til mín þegar ég horfi í hannWink Ég veit að það á eftir að taka aga, þrjósku, og tíma til þess að losa mig við þessi aukakíló, en ég hef trú á sjálfa mig, ég veit að ég get barist við þau, ég hef unnið marga bardaga síðustu tíu árin. Ég mun ekki halda uppá sigurinn yfir aukakílóunum með Visa kortinu mínu í uppáhaldsfatabúðinni minni, í staðinn mun ég halda uppá þann sigur með betra heilsufari, betri líðan, lengra lífi vonandi.

Ég veit að með réttu hugarfari, betra matarræði, og smá svindli (já, franskar, dökkt súkkulaði, og beikon-osta-borgari), þá mun ég vinna þessa baráttu. Ég á eftir að ná mér í mastersgráðu, góða vinnu, byggja draumahúsið, kannski eignast annað barn, ferðast, gifta mig, the list goes on and on...  Ég mun ekki láta MS sjúkdóminn stöðva mig, ekkert getur stöðvað mig, og ég get ekki lengur haldið áfram á þessari lyfjatöku sem kornung kona. Ég verð að fá að lifa mínu lífi, ég verð að hafa meiri orku til þess að hugsa um börnin mín, og til þess að skapa okkur betra líf. Það má vel vera að þessi áætlun mín eigi eftir að reynast erfið, en þessir verkir og aukaverkanir hafa reynst mjög erfiðir. Það góða við nýju áætlunina er að ef hún gengur ekki upp, þá get ég alltaf byrjað á sprautunum og lyfjunum uppá nýtt. En, ef ég prufa ekki eitthvað nýtt, þá mun ég aldrei vita hvort að eitthvað annað virki betur á heilsuna mína...

Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst, hafið þið einhverja gullmola í fórum ykkar sem gætu reynst mér vel? Þekkið þið einhvern með MS og ef já, hvað hefur það fólk gert í sínum veikindum? Ég er alltaf opin fyrir uppástungum, ég tel mig heppna að hafa ykkur öll að sem bloggvini, vini yfirhöfuð, og vil þakka ykkur fyrir þann endanlegan stuðning sem þið hafið veitt mér. Núna eru bara 26 dagar í Ísland, og ég get ekki beðið eftir að fá smá frí frá hitanum, vonandi fæ ég einn eða tvo rigningardaga á meðan ég er heima...don´t hate mePouty Þá er kominn kokkatími á mig, er að fara að elda lax, hrísgrjón, og salat, nammi namm....ætla sko ekki að kveikja á ofninum, allt of heitt til þess, en ætla að grilla laxinn á innigrillinu mínu, og aspas líka (slurp)

Njótið kvöldsins og hvers annarsKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúllan mín ... ég styð það 100% að þú ætlir að taka sjálfa þig í gegn. Of mikil lyf eru eflaust mikið eitur fyrir líkamann. Andlegi hlutinn er líka rosalega nauðsynlegur, og mér sýnist hann vera í mjög góðu lagi hjá þér. Við hér á blogginu elskum þig, og þú átt góða vini og yndislegan mann og fjölskyldu sem elskar þig ... og það er alltaf stuðningur sem þú getur reitt þig á, ef eitthvað bjátar á - og auðvitað líka þegar gleðin er við völd.

Ég þekki eina konu fyrir utan þig með MS sjúkdóminn en ég er ekkert í reglulegu sambandi við hana ... ég veit meira um þig en hana í dag eflaust ...

Ég stíg á vigt og ég sé háa tölu. Alltof háa. Ég sé mig í spegli og ég er gangandi "Þ". Og fólk hefur bæði sagt að það taki eftir því og einnig að ég sé að bulla. En 95% af tímanum er ég svo hamingjusamur og hef ekki áhyggjur af holdafari. Það eina sem ég er að reyna gera, er að hreyfa mig meira - ég þarf að vera miklu miklu miklu duglegari að labba t.d. - og minnka við mig ýmislegt át. Stefnan þín t.d. er mjög góð ... ég hef bætt við ávöxtum, reyni að borða reglulega og nasl á kvöldin er bannað ... en það er minn akkilesarhæll, því það bann er reglulega brotið.

Ef ég sjálfur næði að fara að hreyfa mig meira, hætta nasli á kvöldin (nema á föstudögum og laugardögum), drekka minna af gosi (sem ég er byrjaður á) og auka fjölbreytni í fæði, þá leyfi ég mér alveg að hafa lesti og ýmislegt svona ... tja eins og þú orðaðir svo hreint og vel: ég er mannlegur - ég vil líka ekki fara úr óhollustunni og beint yfir í hinn endann á þessu: fanatískt heilsufæði og hreyfingu. Nei ... það er ljúfi meðalvegurinn sem gildir.

Hins vegar er eitt sem ég þyrfti að gera sem fyrst og það er að fara í kólesteról mælingu, því það er eitthvað sem er ríkt í minni ætt, og ég er í áhættuhóp held ég. Blóðþrýstingur er í lagi en mér var bent á að fara í svona mælingu ...

Þannig að ég býst við að hollustulega séum við á svipaðri línu, þó svo að þú sért auðvitað að glíma við miklu meiri erfiðleika en ég. Ég hef verið slæmur í mjóbaki síðan í mars og eflaust er stærsta ástæðan hreyfingarleysi, sem og það að kunna ekki að beita bakinu. Ég hef trú á því í dag alla vega, að mínir slappleikar (fita og bak) séu sjálfskapaðir. Þá er það alltaf ég sem ræð um framhaldið. Og ætli ég teljist ekki heppinn að því leytinu.

Að þessum orðum sögðum ætla ég að henda inn löðrandi kjúklingaleggjum í piri piri dvala og borða rúmlega átta í kvöld .... mmmmm!!!!

En þó svo að ég hafi ekki beint neinar ráðleggingar varðandi bætt líferni og allt það, þá styð ég þig 100% í því sem þú tekur þér fyrir hendur og vona innilega að þér gangi vel og að þú sért alltaf sátt við sjálfa þig. Mér finnst æðislegt að spegillinn brosi við þér þegar þú lítur í hann. Bara sú tilvísun fær mig til að þykja svo vænt um þig, sökum þess að þetta er viðhorf þess sem gott sjálfstraust hefur. Auðvitað eigum við okkar low moments ... en þú veist vonandi hvað ég á við: það er meiri von fyrir þann sem hefur trú á sjálfum sér heldur en hinum. Og þú hefur trú á sjálfri þér .... ég hef það svo mikið líka

Mér finnst rigningin góð ... söng einhver og ég tek undir það. Hvað er að því að blotna líka reglulega? Hmm??  

Vona að laxinn og aspasinn hafi smakkast vel ... ég mun njóta kjúklingaleggjanna minna og slappa vel af í kvöld.

Sendi þér og þinni fjölskyldu súperknús og -kossa yfir Atlantshafið. Þú ert frábær!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Doddi minn, þú ert svo yndislegur, takk fyrir stuðninginn, þú ert svo góður vinur Ég er alveg sammála þér með allt sem þú varst að segja, þú ert meira að segja búinn að ýta við mér aðeins meira, ég ætla í göngutúr á eftir, áður en hitinn mikli kemur....

Ég mæli með því að þú farir í svona mælingu, sérstaklega ef þetta er í ættinni. Maðurinn minn fór einmitt í svona mælingu og er kominn á meðal núna til þess að minnka cholesterol hjá sér. Mamma hans dó líka vegna sykursýkis, og hann er núna kominn í áhættuhóp vegna þess, þannig að við erum bæði að taka okkur þvílíkt á þessa dagana.

Ég er sammála þér með að taka þessu rólega, það er ekki hægt að fara útí hinar öfgarnar, það verður að vera millivegur þegar viðkemur heilsunni hjá manni. Ég get sagt þér að bara eftir að vera hætt á flestum lyfjunum og sprautunum í tíu daga, ég sé strax mun á orkustiginu hjá mér, hef meiri orku, er ekki eins syfjuð allan daginn, er ekki búin að þurfa að taka mér lúr um miðjan dag. Það getur vel verið að þetta hafi ekkert með lyfin að gera, kannski bara búin að vera betri vika hjá mér í þessum veikindum, en það skiptir mig ekki máli, svo lengi sem að mér líður aðeins betur...

Mér finnst sko líka rigningin góð, Doddi minn, var það ekki Síðan skein sól sem söng það...ég væri sko alveg til í að fá smá rigningu í dag, svo að við getum fengið smá hlé frá sólinni, en sumarið er nú hér komið. Ég er nú þegar búin að brenna axlirnar á mér, og nebbann, þannig að ég lít út eins og Rudolf hreindýrið og vel soðinn humar, nammi namm

Við fylgjumst með hvort öðru í þessari baráttu við aukakílóin, gangi þér vel, vinur, núna ætla ég að fara út að labba...

Bertha Sigmundsdóttir, 16.6.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Oh, ég kannast við marga kvilla sem þú ert að fást við... Ekkert er svo erfitt að við gefumst á fyrsta degi í baráttunni...Hver sem hún er.

Ég er á leið út frá mínu ástkæra Íslandi og er að leita mer að búsetu, en hvar?

Hef flakkað um heiminn vítt og breitt!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.6.2007 kl. 15:49

4 identicon

Gleðilegan 17. júní, elsku dúlla! Þetta hefur verið rólyndisdagur hjá mér, nema hvað ég var að koma úr einni útskriftarveislu ... ætla að rífa mig úr fötunum núna og gera ekkert í dag ... nema horfa á fótbolta ... og damn... jú - ég þarf víst að slá inn nokkra texta í kvöld - 

en knus og kysser yfir til ykkar! Gleðilegan þjóðhátíðardag! (hinn fyrri, því væntanlega haldiði upp á þjóðhátíðardaginn 4. júlí líka .. )

p.s.
Því miður náði ég sem sagt ekki að hitta Veigu mína um helgina, en það kemur að því ... sambúðin nálgast.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband