27 Dagar...

...þangað til mitt fallega land og mínir frábæru vinir og ættingjar birtast mínum augum. Ég er loksins búin að panta miðann minn heim, ég kem heim um miðnætti þann 9. Júlí, og fer aftur út þann 18. Júlí. Allt í allt mun ég hafa átta heila daga heima, því að ég flýg aftur út að morgni til þann 18. Júlí. Ég er mjög ánægð með þessi plön mín, núna get ég virkilega leyft sjálfri mér að hlakka til.

Það eru komin þrjú löng ár síðan ég kom heim síðast, þannig að það verður rosalega gott að sjá alla. Ég verð fyrir sunnan fyrsta daginn hjá Elínu vinkonu, en keyri svo austur þann 11. Júlí með Óla frænda og Heiðu minni. Ég ætla að vera fjóra daga fyrir austan, vil eyða tíma með afa og ömmu og auðvitað frændsystkynum mínum. Ég býst við að fljúga suður þann 15. Júlí, ef einhver á eftir að vera svo yndisleg/ur að ná í mig á flugvöllinn, kannski bjóða mér í mat heim til sín (hóst hóst). Svo hef ég mánudaginn og þriðjudaginn, og vil helst eyða þeim í heimsóknir, hvenær getum við gert okkur mót MH gellur??? Kannski getum við komið saman á sunnudagskvöldinu, kannski farið út að borða eins og síðast, eða bara í heimahúsum?

Ég verð hjá Elínu vinkonu á meðan ég er fyrir sunnan, hún er búin að bjóða mér að gista hjá sér í íbúðinni þeirra, því að þau eru að fara til Spánar, ég held að hún búi ennþá í Hafnarfirðinum, þannig að ef þið kæru vinir getið verið svo væn og náð í mig þangað þegar við stefnum okkur mót, ég hef því miður ekki efni á að leigja mér bílaleigubíl, það er svo mikið okur heima. Svo vantar mig að fá far uppá flugvöll að morgni 18. Júlí, ég held að flugvélin fari klukkan hálfellefu, þannig að ég verð að vera komin þangað um hálfníu, þetta er í miðri viku, þannig að ef að allir eru að vinna, ef einhver gæti skutlað mér uppá rútustöð.

Jæja, nóg komið af betlinu, endilega sendið mér tölvupóst, svo að við getum planað þennan stutta tíma sem ég hef. Þar sem ég kem heim ein, þá verður það enn auðveldara fyrir mig að standa í heimsóknum og vera á þvælingi, þannig að ég vil auðvitað hitta alla, en raunverulega séð er það ómögulegt. Endilega hjálpið mér að plana heimsókn til ykkar, ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll, kyssa og knúsaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

HLAKKA TIL AÐ SJÁ ÞIG!!! Við eigum örugglega ekki eftir að gefa okkur tíma til að sofa, við þurfum að spjalla svo mikið úr því að við höfum ekki lengri tíma.  Bara njóta hans í botn!!  Kossar og knús til ykkar allra.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:49

2 identicon

Þetta lítur vel út hjá þér og ég þykist fullviss um að fólk eigi eftir að bjóða þér skutl og aðstoð á meðan þú ert hér. Mín reynsla af því að fara suður er oft þannig, að fólk er æst í að sjá mann ... og oft hefur maður skemmri tíma en maður vildi. Það breytir því hins vegar ekki, að á þessum tíma verð ég eflaust í flutningsundirbúningi en veit ekki hversu alvarlegum. Ég og Veiga förum í brúðkaup 21. júlí og fyrir / eftir þann tíma munu flutningar eiga hug okkar.

En ef þú keyrir austur og ferð norðurleiðina þangað ... þá er Akureyri í leiðinni, og þá get ég lofað þér heilmiklu knúsi og fagnaðarlátum. Að öðru leyti sýnist mér okkar örlög ekki nást saman í þessari heimferð, en án efa eigum við eftir þá að hittast annars staðar seinna.

Það er út af svo mörgu sem mér þætti svo vænt um að sjá þig (m.a. gríðarmikil væntumþykja), en miklu fleiri eru án efa að hugsa það sama og þeir eru búsettir á hentugri stöðum.  

Fyrst og fremst vonast ég auðvitað til þess að þú njótir ferðarinnar og hafir það yndislegt og frábært!!

En þangað til, munum við blogga hér á fullu og knúsast hér og í email - og auðvitað á meðan og eftir Íslandsdvöl

Knús og kossar út til þín - !!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband