Vá, en fallegt af henni...

...hún ætlar loksins að gefa dómaranum smá frið, í staðinn fyrir að láta eins og tveggja ára gamalt barn, sem fær ekki það sem það vill í búðinni, og kastar sér í gólfið öskrandi og sparkandi.

Mér finnst þetta nú heldur betur langt gengið, og ég get sagt ykkur, hér í Kaliforníu er þvílíkt mikið hlegið að þessari ungu stúlku, ekki af því að hún er komin aftur í fangelsi (þó svo að það sé réttlátt), heldur vegna hennar hegðunar. Hún braut lögin, í fyrsta lagi, ég meina, common, hún keyrði full og var tekin (það er sagt að þegar fólk sem keyrir fullt er loksins stoppað, þá er það búið að keyra fullt allaveganna 50 sinnum áður), ökuréttindin hennar voru tekin af henni, samt hélt hún áfram að keyra (og keyra full), hún var búin að fá viðvörun eftir viðvörun, en henni var alveg skítsama.

Það er ekki eins og hún sé ekki nógu rík til þess að hafa einkabílstjóra, væri það ekki betra, sérstaklega þegar hún er að djamma allar nætur, blindfull, keyrandi um götur L. A. Eru engir leigubílar í L.A.? Eru þeir kannski ekki nógu góðir fyrir hana? Ég tel hana mjög heppna að hafa ekki keyrt á einhvern og slasað eða drepið einhvern. Hún er eins og svo margir aðrir í Hollywood, henni finnst hún ekki þurfa að fylgja lögunum, hún er ABOVE THE LAW, fáránlegt.

Þessi saga er búin að fá alltof mikla umfjöllun í fréttunum hér hjá mér, og ég sé að sagan er eins heima á Íslandi, hér er ég meira að segja að blogga um þessa frétt. Mín skoðun er sú, það er alveg sama hver þú ert, þú ert ekki yfir lögin hafin. Þetta er það sama og með sjúkdóma, eins og krabbamein, það er enginn yfir veikindi hafin, við sjáum kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn verða fórnarlömb krabbameins, eins og venjulegt fólk. Þessvegna er bara sanngjarnt að fólk eins og Paris Hilton, sem hefur ekki gert neitt til þess að verðskulda frægðina, afplánar sína dóma í fangelsi eins og næsti maður útí bæ. Hún er ekki yfir lögin hafin, frekar en ég, sem á 1000 kall inní banka. Lögin eru lögin, ef þau eru brotin, þá á maður að afplána sína refsinguPolice

Það fyndnasta við þetta er að þegar löggan kom og náði í hana til þess að fara með hana fyrir framan dómarann á föstudaginn var, hún mætti ekki einu sinni í réttarsalinn, reyndi að vera bara í símasambandi, en lögfræðingurinn hennar stóð eins og asni fyrir framan dómaranum, talandi um að hún hljóti nú að vera á leiðinni (hint hint, það var enginn misskilningur á milli þeirra, Paris nennti sko bara ekki að koma fyrir framan dómarann, einu sinni í viðbót), þegar löggan semsagt var að fara með hana útí löggubíl, þá kemur trukkur frá veisluþjónustu, sem að Paris var búin að ráða fyrir kvöldið, þeir voru að koma með borð og stóla fyrir partýið hennar....

Sorrý, Paris, ekkert partý fyrir þig það kvöldið, þú verður að bíða núna í 40 daga í viðbót, bara af því að þú þurftir að vera yfir aðra hafin, lítandi niður á lögin, og lítandi niður á dóminn sem þér var gefinn. Ég er bara á því að það eru engin veikindi í gangi, heldur fráhvarfseinkenni, enginn vodki í litla fangelsisrúminu hennar, hvað þá eiturlyf...veik hvað, henni vantar bara smá línu af kókaíni og glas af vodka og Red Bull, þá verður allt í lagi með hanaWink


mbl.is Paris Hilton unir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef Paris væri. ,,Hilton Ísland". Þá kæmist hún upp með að mæta ekki í dómsal. Og þyrfti ekki að standa ábyrgð gerða sinna...Hver man ekki eftir Kristni Björnssyni í svo kölluðu olíusamráðsmáli?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2007 kl. 17:28

2 identicon

Smá byrjun á rispaðri plötu þarna hjá henni Paris, því fyrir upphaflega dóminn hafði hún sagt ætla sitja dóminn og læra af reynslunni ... hún gat það í þrjá daga. En það verður áhugavert að sjá hversu lengi hún þarf og mun sitja í fangelsinu.

Kveðjur frá Íslandi, dúllu dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 18:22

3 identicon

Haha....já hún Paris er frekar "spés". Lætur eins og smábarn.

Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:08

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hehe, hann pabbi gamli hefði nú bara sagt að það þyrfti bara að rassskella hana á almannafæri...........en hún hefði nú sjálfsagt bara gaman af því

Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.6.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband