Hárgreiðslur, bíóferð, og dýrin...

my week in a nutshell!!! Búið að vera svo brjálað að gera að ég hef ekki haft neinn tíma til þess að bloggaCrying Allar þrjár stúlkurnar mínar fóru í klippingu á alvöru hárgreiðslustofu í vikunni. Vanalega fer ég með þær til vinkonu minnar sem að fléttar þær allar, en ég þarf að þvo hárið þeirra, blása það, og slétta það. Tvíburarnir mínir eru báðar með rosalega þykkt hár, svona Diana Ross hárW00t, villt og brjálað og fallegt. Þegar ég sé um að þvo og blása hárið þeirra, þá tekur það allaveganna þrjá klukkutíma fyrir mig. En, ég borga miklu minna, $40 fyrir flétturnar. Þær fóru allar í klippingu í vikunni, og ég þurfti að borga $100 fyrir hvorn tvíburann, og $55 fyrir Mikaelu (ég vanalega borga $15 fyrir hana). Þannig að okrið er ekkert smá, en ég verð að segja að hárið þeirra er flottara fyrir vikið... Á þriðjudeginum, þá var ég á hárgreiðslustofunni í fimm klukkutíma með Janae. Á miðvikudeginum eyddi ég klukkutíma með Mikaelu, og svo fjórum klukkutímum með Jasmine. Mér leið eins og að ég ynni þarna, bauðst til þess að klippa nokkra hausa, það var ekki alltof vel liðiðUndecided

Knocked upVið Tim fórum loksins á date á fimmtudeginum, og skelltum okkur í bíó. Við sáum Knocked up, sem er um stúlku og strák, sem detta í það, sofa saman, og hún verður óléttW00t Myndin fjallar svo um hvernig þau reyna að kynnast hvort öðru á meðgöngunni, en eru svo rosalega ólík að það er mjög erfitt fyrir þau að vera í kringum hvort annað. Hún er mjög fyndin, og rosalega raunveruleg, sem að ég bjóst ekki við. Ég hélt að þetta væri bara önnur Hollywood happy story, en í staðinn er sagan mjög raunveruleg og hrífandi. Ég mæli eindregið með henni, en Doddi bloggvinur talaði um á blogginu sínu að hún kemur ekki út fyrr en í September á ÍslandiPouty, tékkið á henni þá.

Svo var haldið í dýragarðinn í San Francisco í gær í bekkjarferð með 1. bekk. Það var rosalega gaman, þau eru búin að læra um dýragarðsdýrin í allan vetur, þannig að þau voru rosalega spennt. Við sáum gíraffa, zebrahesta, mörgæsir, ljón, tígrisdýr, flamingos, flóðhesta, allskonar fugla og auðvitað apana og górillurnar. Núna er ég búin að reyna að setja myndir hérna inn svona fimm sinnum, og það er ekki að ganga upp, þannig að ég set myndir inní myndaalbúmið mitt seinna, en við tókum fullt af flottum myndum, og þetta var rosalega gaman. Krakkarnir skemmtu sér rosalega vel, og var það sem skipti máli. Minn hópur náði að labba um allan dýragarðinn, þannig að við sáum öll dýrin. Þetta var gaman, og við vorum í garðinum í tvo og hálfan tíma, þannig að ég fékk góða æfingu í gær, og var mikið þreytt eftir á. Svo í gærkveldi, eins og venjan er hjá okkur, fór ég og keypti fyrir alla það sem þeir vildu í kvöldmat, stelpurnar þrjár vildu KFC, Kalli Taco Bell, Tim og ég fengum okkur svo Outback steakhouse. Svo settumst við öll saman og borðuðum og horfðum á Norbit, sem er nýkomin útá DVD.

Þetta er allt og sumt, kæru lesendur, eins og ég sagði, brjáluð vika. Ég er loksins með smá tíma útaf fyrir mig, var vöknuð hérna fyrir sjö í morgun, og núna er klukkan að verða tíu, og allir vaknaðir nema maðurinn minn, kaffikannan kallar nafnið hans, en hann heyrir ekki vegna hrotannaWhistling Núna ætla ég að setjast í hægindarstólinn minn annaðhvort með Jodi Picoult, Nine minutes (mjög góð bók, er nýbyrjuð að lesa hana), eða með DVD spilarann minn með góða bíómynd (veit ekki hvernig mynd ég er í stuði fyrir...), en ég ætla pottþétt að slaka á aðeins, áður en ég skelli mér í sturtu, og fer svo út með grislingana, kannski förum við á leikvöllinn sem er með tjörn í dag, þá getum við gefið öndunum eitthvað gott að borðaGrin 

Njótið dagsins kæru vinir og hvors annarsKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins asnalega og það hljómar þá verð ég stundum svo feginn að vera sköllóttur ... og geta bara rennt vélinni yfir hausinn minn fagra sjálfur - á nokkurra vikna fresti.

En svo gerði ég mér grein fyrir að ég er að fara að búa með konu og tveimur stelpum!! 10 og 12 ára stelpum. Yikes. Þar gengur allt út á hár, ... ný reynsla fyrir mig. Býst við að Veiga fáist við allar hárgreiðslur, en ég verð að búa til drengi með Veigu svo ég fái jafnvægi og geti kennt þeim að vera gæjar, klóra sér í pungnum og segja "What's up" ógesslega töffaralega svona í kringum árið 2027 ...

Mér líst vel á trailer sem ég hef séð úr Knocked Up og það sem kemur mér einna mest á óvart þessa dagana er aldurinn á Seth Rogen: hann er ekki nema 25 ára (síðan í apríl). Mér finnst hann líta út fyrir að vera eldri, alla vega jafngamall mér en hann reynist 11 árum yngri! Svona er þetta - sometimes looks can be deceiving. 

Annars er yndislegt að heyra í þér dúlla, og mikið á dagskrá hjá þér. Hjá mér þessa helgi er rólegheit, nema hvað Ari bróðir og fjölskylda koma í kvöld (á morgun) og það verður frábært að hitta þau, enda hef ég ekki hitt Söruh og Jón Eirík síðan um jólin / áramótin úti í San Francisco, en nú er familían flutt heim og þau búa í Hafnarfirði. Svo er ég að drífa mig í því að horfa á allar þær myndir sem ég hef keypt á Amazon í gegnum tíðina (síðasta árið eða svo) og þær eru nokkuð margar. Myndir eftir ítalska og franska leikstjóra frá 1970s ... æðislega skemmtilega leiðinlegar. Ég er búinn með tvær í dag, og nú tekur við fótbolti á Sýn (spænski fótboltinn) ... samt hef ég afrekað að fara út úr húsi í dag og kaupa kassa af bjór fyrir mann frænku minnar vegna veðmáls sem ég tapaði (enski boltinn! aaarrggh!) og fór í heimsókn til frænku. Búinn að borða pizzu í dag og ætla að láta það duga ... fæ mér skyr/boost einhvers konar í kvöldmat... held að það sé betra en pizzan í kvöld og skyrboostið fyrr í dag.

Am I making any sense?

Doesn't matter - kossar og knús frá Akureyri sem sólin vermir dag eftir dag!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 17:37

2 identicon

Ohh mig langar að sjá Knocked Up...kannski kannski kíkji ég á hana á DVD þegar hún kemur út....Guð á vita hvenær það verður híhí....

Alltaf nóg að gera hjá þér esskan.

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Kolla

Er sko ad bida eftir ad na i thessa mynd og get varla bedid, sa trailerinn fyrir manudi sidan, bara ædislegur :9).

Greinilegt ad thu ert buin ad hafa mikid ad gera lika, eg hef heldur ekkert haft tima til ad vera a netinu. Er buin ad klara starfsnamid og svo hef eg verid ad vinna næturvaktir og fleira. Er alveg buin ad thvi, er einmitt ad vinna i nott og kemst sem betur fer a internetid :9) og hef tha eitthvad ad gera af mer.

Knus og kossar

Kolla

Kolla, 9.6.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Doddi minn, þú meikar perfect sense, ef það meikar sense... það verður sko pottþétt gaman hjá þér í hárinu í vetur, að flétta á morgnana og greiða hárið...vonandi eru þær ekki hársárar!!! Ég sé þig alveg fyrir mig með eitt eða tvö stykki töffara, þú verður góður töffarakennari

Elsku Mel mín, myndin var mjög góð, og hún er alveg þess virði að kaupa hana þegar hún kemur út, meira að segja Tim sagðist vilja kaupa hana á DVD

Elsku Kolla mín, ég er einmitt búin að fylgjast með þér, elskan og sé að það er búið að vera geðveikislega mikið að gera hjá þér, get trúað því með skólann og vinnuna, man alveg hvernig þetta var, passaðu þig kannski á að bæta ekki tveimur litlum börnum inní spilið, síðasta önnin mín í skólanum er í móðu, tók líka 30 einingar, og fæddi dóttur mína rétt fyrir prófin Gangi þér bara vel í sumar í vinnunni, og ég vona að maðurinn þinn og þú getið eytt tíma saman, ég veit hvernig þetta er þegar það er brjálað að gera...

Kossar og knús til ykkar allra, mín kæru

Bertha Sigmundsdóttir, 10.6.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband