Ég er sko fegin...

...ég var nefnilega á Yasmin pillunni, í meira en ár, en hætti að taka hana fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki skemmtilegt að lesa svona frétt, greyið stelpan sem er búin að ganga í gegnum allskonar veikindi vegna þess eins að nota getnaðarvörn. Hvar liggur ábyrgðin? Við sem kvenmenn treystum okkar læknum, og heilbrigðiskerfinu, eigum við ekki að geta gert það? Ég var mjög ánægð með Yasmin pilluna á meðan ég tók hana, ég var ekki eins skapvond, sem var það besta fyrir mig, því að í fortíðinni hafa allar getnaðarvarnir farið illa í skapið á mérAngry

Ég vona að alvarlega verði tekið á þessu máli, að viðvaranir verði gerðar, ef að það sannast svo 100% að Yasmin pillan orsakaði þessum veikindum, þá ætti þessi unga stúlka að fá allan lækniskostnað greiddan. Ég vil bara þakka henni fyrir að tala um sína reynslu opinberlega, og ég vona að hennar saga eigi eftir að hjálpa fleiri kvenmönnum, ég veit að ég mun ekki byrja aftur á Yasmin pillunniGasp 


mbl.is Fékk blóðtappa í lungu vegna Yasmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef um ævina prófað þrjár tegundir af pillunni en hætti alltaf eftir nokkra mánuði því hver og ein tegund fór hræðilega illa í mig og ég kærði mig ekki um að leggja það á mig að sætta mig við allar aukaverkanirnar sem þeim fylgdu. Eftir samtal við minn kvensjúkdómalækni komst ég að þeirri niðurstöðu að betra væri að nota aðrar aðferðir til getnaðarvarna enda sagði læknirinn mér að hann væri sjálfur alfarið á móti því að konur væru á pillunni yfirhöfuð en hver og ein yrði náttúrulega að ráða því. Þetta væri þó hans skoðun.

Bryndís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mér finnst alveg viðeigandi að gagnrýna svona hluti, stúlkan er 24 ára og búin að ganga í gegnum ýmis heilsuvandamál vegna þess eins að passa sig á því að verða ekki ólétt. Það eru auðvitað alltaf viðvörunarbæklingar sem fylgja með öllum meðulum, en ekki má gleyma ábyrgð læknanna. Eiga þeir ekki að ræða við okkur konur um áhættur lyfja? Er það ekki þeirra ábyrgð að ræða við okkur um aukaverkanir lyfja?

Ég veit vel að margt annað á það til að auka hættur á blóðtöppum, svo sem aukakíló og erfðaþættir, en kvenmenn vita það að ýmsar áhættur fylgja pillunni. Við þurfum allar að gera það sem er best fyrir okkur, og við flestar lesum okkur til um allt sem viðkemur okkar heilsu. Mér finnst ekki að ég þurfi að passa mig á gagnrýninni, það er jafnmikil, ef ekki meiri ábyrgð hjá heimilislæknum okkar að ganga úr skugga um það að við vitum um allar þær áhættur sem fylgja meðulunum sem við tökum.

Bertha Sigmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Vil bara taka það skýrt fram við þig kæra Guðrún, að ég var ekki að krítisera þessa ungu stúlku sem lenti í þessum veikindum, ég var að benda á þá staðreynd að við flest treystum okkar læknum, og er það ekki ábyrgð lækna okkar að benda okkur á alla mögulega aukaverkanir og áhættur? Ég var einnig að svara Friðriki, því að mér fannst athugasemdin hans alveg fáránleg, en hvað skilur hann svosem, ekki hefur hann þurft að taka pilluna, hann smellir bara á sig smokk, og vonast til þess að hann springi ekki...

Ég get sagt þér það, kæra Guðrún, að ég hef sko traustan grunn undir mér, og ég tók þetta persónulega þegar þú fórst að rífa mig niður, ekki var ég að gera það. Ég var að styðja við bakið á ungu konunni sem lenti í þessum veikindum, mér finnst ekki sanngjarnt að hún lenti í svona hræðilegum veikindum vegna pillunnar, og ég tók það skýrt fram í blogginu mínu, lastu það kannski ekki? Ég held að ég og þú séum á sömu skoðun þegar viðkemur þessu máli, ég vona að þú skiljir hvað ég er að tala um í blogginu mínu og athugasemdinni minni, ég myndi aldrei óska neinum svona illt, ég var að tala um hversu sterk þessi stelpa er að tala um sína reynslu svona opinberlega...

Bertha Sigmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 04:51

4 identicon

Ég er náttúrlega bara einn af þeim sem smella á sig smokk og vona að hann springi ekki ... en án gríns þá finnst mér komment Guðrúnar gagnvart Berthu alveg hrikalega ósanngjarnt og ætti hún að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar!

Mér þykir vænt um mína, og þegar vinir mínir verða fyrir aðkasti eða einhverju ósanngjörnu þá vil ég allt fyrir þá gera. En það er lítið sem ég get gert hér. Mér finnst Bertha svara því mjög vel. Ef Guðrún biðst ekki afsökunar á þessum ummælum sínum, þá sýnir það hvernig hún er inni við beinið. Ef Guðrún þekkti Berthu, þó ekki væri nema í gegnum þetta blogg hér, þá myndi hún sjá að hér væri á ferð yndislegasta manneskja í heimi. Lestu ... áður en þú dæmir Guðrún.

Til þín Bertha: óendanlegt knús og kossar!! og þú mátt deila þessu með þinni fjölskyldu

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:54

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk elsku besti Doddi minn, þú ert yndislegur Þetta kom soldið uppá mig, Doddi minn, því að ég var ekki að krítísera þessa ungu stelpu sem er búin að ganga í gegnum öll þessi veikindi, ég meina, common, ég veit alveg hvernig það er að ganga í gegnum veikindi En, stundum er maður rosalega misskilinn, og hvað er hægt að gera við því nema bara svara fyrir sig, og svo lifa með því... En, takk elsku besti vinur, fyrir að styðja svona við mig, þú ert frábært

Bertha Sigmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 14:24

6 identicon

Bertha....hotmailið mitt sem þú ert með virkar ekki lengur  Þannig ef þú vilt adda mér á countrygirlmel@hotmail.com þá máttu það  Það er nýja MSNið mitt.

Kvitt og knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband