Ísland í sumar

Þá er farið að huga að næstu ferð, og maðurinn minn er ekkert alltof hress með það, hann er með áhyggjur af þessari löngu ferð minni til Íslands, sem að ég skil svosem vel, ég væri nú eflaust með áhyggjur af honum ef hann væri að fljúga í kringum hálfan hnöttinn!!

Því miður er staðan sú að ég kem bara ein heim, og í staðinn fyrir tvær-þrjár vikur, þá kem ég heim í viku til tíu daga. Ég get bara ekki höndlað kostnaðinn, það er ekkert smá dýrt að fljúga heim, og sérstaklega fyrir okkur þrjú. Þannig að við Tim ákváðum að ég fari bara heim ein, og í styttri tíma, því að ég get ekki verið í burtu frá þeim öllum í langan tíma, og það er ekki sanngjarnt að hann þurfi að hugsa um alla fjölskylduna á meðan ég er lengst í burtu, allavega finnst mér það ekki, þó svo að hann sé alveg cool með það.

Við eigum öll sex eftir að komast heim að hausti eða vori til, fyrir sama pening og við þrjú að koma heim í sumar. Ég vil frekar bíða með þetta, og þá sérstaklega líka í sambandi við sjúkdóminn minn. Ég sá hvernig flugið og ferðin yfirhöfuð til Chicago fór með mig, það tók mig viku að jafna mig (það hefur sko ekkert með hörkufylleríið að geraWhistling). Þetta er þvílíkt okur hjá Icelandair, en hvað getur maður gert...

Þannig að ég er að spá í að koma heim um miðjan Júlí, og vera bara í viku eða svo. Fyrst ég verð án barna þá á ég eftir að getað hitt alla (vonandi), þannig að endilega farið að hafa samband við mig, svo að við getum planað að hittast. Tölvupósturinn minn er berjamo@hotmail.com, endilega sendið mér nokkrar línur, og MH stelpur, við verðum að plana eitthvað skemmtilegt... Ég fer mjög sennilega í þrjá daga austur til þess að eyða smá tíma með afa og ömmu, og svo verð ég fjóra til fimm daga fyrir sunnan... Ég verð að halda mig innan við tíu daga ferðalag, því að ég á eftir að vera ónýt án barnanna minna og Tim´s, en Guð minn góður, það verður svo æðislegt að koma heim, þó svo að það sé ekki nema í smá stund, ég er ekki búin að koma heim í þrjú árCrying Þá vonandi læknast heimþráin aðeins, þá verða hátíðirnar í ár auðveldari, ég er alltaf að deyja úr heimþrá á jólunum!!

Ég er ekki enn búin að kaupa miðann minn, en eins og ég sagði, ég býst við að koma heim í kringum þann 11. Júlí (Elín, þú ferð ekki út fyrr en þann 12. er það ekki?), fer svo senilega austur, og verð svo fyrir sunnan í kringum 15-16. Júlí. Ég vona að ég á eftir að geta hitt ykkur sem flest, og eins og ég sagði áðan, ég verð ekki með nein börn, ég á eftir að geta eytt öllum deginum í heimsóknum, eða hitt ykkur á kaffihúsi, eða kvöldmat, eða hádegismat, bara endilega látið mig vita, því að ég vil hitta ykkur öll, ef mögulegt erWink Sjáumst eftir um það bil sex vikur, get ekki beðið, elsku bestu vinir og vandamenn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað frábært að þú sért að koma, en leiðinlegt auðvitað að fjölskyldan öll komist ekki. Upp úr miðjum júlí mun Veiga flytja hingað norður, og verður þessi tími hjá mér eflaust allur í kringum þann flutning. En það væri gaman ef ferðir okkar hittast þannig, að rekast á hvort annað ... ég sendi email

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:21

2 identicon

Blessuð - Dollarinn er okkur heldur ekki alveg í hag ... þannig að það verður dýrt að heimsækja Ísland í sumar ! Kanski sjáumst við á Hornafirð !

 Guðrún @ Florida

Guðrún (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 16:54

3 identicon

Ohh verður æðislegt fyrir þig að kíkja smá á klakann  En skiljanlegt að það þú getir ekki verið lengi án fallegu barnanna þinna og Tim´s þíns  Enda ekkert smá dýrt að ferðast.

Knús til þín xx

Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband