Annasöm vika

Það er kominn fimmtudagur nú þegar, og Maí mánuður að verða búinn...ótrúlegt hversu hratt tíminn líður þessa dagana. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðan ég kom heim frá Chicago, og ég get sko sagt ykkur að allt stressið, amstrið, og þreytan er því miður komin afturUndecided

Síðasta helgi var Memorial Day helgin, og því enginn skóli á mánudaginn. Systur hans Tim komu báðar í heimsókn, en gistu hjá yngri bróðir hans sem býr í blokkinni á móti okkar (eða 57 skrefum í burtu...). Ég endaði með að hafa tvær frænkur í gistingu á föstudagskvöldinu, bjó svo til stóran morgunmat á laugardagsmorgninum, svo var haldið áleiðis í Kringluna, bara við stelpurnar. Tveir frændurnir sem eru báðir jafngamlir Kalla komu til mín um tvö leytið, þannig að þá var ég með átta krakka, en strákarnir héldu sig heima við á meðan við stelpurnar fórum að versla. Ég gaf þeim öllum $20, sem vakti mikla kátínu, og þær gátu sko verslað heilan helling með sínum pening. Hún Mikaela mín er frábær þegar kemur að því að verslaLoL Hún passar sig alltaf á því að finna hluti sem kosta innan við $5, og þannig endar hún alltaf með fullt af dóti. Hún átti $10 fyrir, þannig að hún kom heim með þrjá poka. Hún verslaði í Amuse, sem er ódýr skartgripabúð, þar náði hún sér í Tinker Bell klukku, Tinker Bell blýanta og litla bók til að skrifa í, og einhvern lítinn hring, mood ring - skiptir um lit samkvæmt skapi... Síðan verslaði hún sér enn meira í Hello Kitty búðinni, litla sumar Hello Kitty dúkku, litarbók, og fleiri blýanta. Svo í Old Navy nældi hún sér í bol...ekki amarleg verslunarferð fyrir hana. Allar stelpurnar stóðu sig vel í kaupunum, enduðu flestar með nýjar töskur, eða veski, boli, og svo auðvitað skartgripi. Ég fíflaðist svo til þess að kaupa ís handa öllum, sem var rándýr, ég borgaði $32 fyrir okkur sexGasp

Á sunnudeginum var svo grillað, og allir krakkarnir léku sér allan daginn, komu inná milli og hámuðu í sig hamborgara, eða pylsu, eða kjúkling. Þetta var mjög vel lukkað allt saman, því að Tim er varla búinn að tala við yngri systur sína og bróður síðan í Janúar. Ég var soldið kvíðin yfir því, en það fór allt rosalega vel, við Tim meira að segja endurtókum spilamennskuna okkar, og möluðum litla bróður hans og eiginkonu í Spades. Fyrsta kvöldið sem við hittumst, þá möluðum við Tim þau einnig í Spades, og það er mjög merkilegt í fjölskyldunni hjá þeim, því að N´Jai og Beth eru vön að mala fólk í þessu spili, en ekki okkur Tim, WE ARE THE CHAMPIONS of the SPADESW00t

Einhverra hluta vegna enduðu öll frændsystkynin heima hjá okkur það kvöldið, þá var talan komin uppí níu...sex stelpur og þrír strákar. Ekki má minnast á að við búum í frekar lítillri íbúð, en það fór sko vel um þau öll samt sem áður. Það var rosalega gaman hjá þeim öllum, og sérstaklega þá fyrir tvíburana mína, Amanda frænka þeirra býr rétt fyrir utan L.A. og var þetta í fyrsta skiptið, síðan ég kynntist Tim, sem að hún hefur komið í heimsókn til okkar. Henni fannst svo rosalega gaman og tvíburarnir voru í himnaríkiHalo Snemma á mánudagsmorgninum héldu systurnar svo áleiðis heim, og þá voru allir daprir í smá stund, en svo töluðum við um hversu stutt það er í að þau komi aftur, því að ein frænkan er að fara að gifta sig í lok Júlí og þá verða allir samankomnir á ný.

Svo var farið aftur í skólann á þriðjudeginum, og það kvöldið var svo sunnudagskólinn kenndur heima hjá okkur. Þetta var fjórða kennslustundin, og í hverri viku bætast nýir krakkar í hópinn. Það snertir mig á djúpan hátt að sjá öll börnin samankomin, strákar og stelpur á mismunandi aldri, og allir að tala um Guð, Jesús, og biblíuna. Sennilega munum við halda þessu áfram í sumar, en við förum eflaust að hittast úti, stofan okkar er of lítil fyrir tuttugu manns, þó að þau séu bara lítil og nett börn.

Í gærkveldi buðum við svo pari ásamt tveimur stelpum sínum í kvöldmat. Ég kynntist þeim í gegnum ballett skólann hennar Mikaelu, og þau eru mjög fín hjón. Þau er nýflutt á svæðið, bjuggu áður í Arizona, en maðurinn Jay ólst upp hér í Kaliforníu, en Ilze ólst upp í Brasilíu. Ég grillaði lax, sauð hrísgrjón, og grillaði aspas, og þetta var mjög gott allt saman. Svo bjó ég til íslenskt gúmmulaði í eftirrétt, fékk uppskriftina úr kokkabókinni minni sem Heiða bjó til fyrir mig eitthvert árið. Sú bók inniheldur margar geðveikar uppskriftir, því hún Heiða mín er rosalega góður kokkur. Þetta var Toblerone ávaxtaterta, og hún var geðveik. Takk, elsku besta Heiða mínKissing Ilze er rosalega fín kona, hún er rétt yfir fertugt, og hún var að segja mér frá þýðingarvinnunni sinni, sem hún vinnur heimafrá. Ég er búin að vera að spá mikið í hverskonar vinnu ég get höndlað með veikindunum, og var einmitt búin að hugsa um þýðingar, hvort að það væri eitthvað sem að ég gæti gert. Hún Ilze ætlar að emaila mér allskonar upplýsingar varðandi þennan möguleika, hver veit, kannski verður þetta mín næsta vinna!

Í dag átti ég svo að fara í bekkinn hennar Mikaelu og gera list með krökkunum, en ég svaf yfir mig, allir krakkarnir of seinir í skólann, og ég svona líka þreytt og með þessa frábæru verki mína í höndunum...Þannig að í dag ætla ég bara að slaka á, horfa kannski á bíómynd, og svo leggja mig á eftir. Annasöm vika, eins og þið sjáið, mikið er nú gott að vera heima hjá sérWink Njótið dagsins, kæru vinir, og hvors annars!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sömuleiðis, elsku stelpan mín. Alltaf gaman að lesa um ævintýrin þín. Hafðu það sem best!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 17:49

2 identicon

Það er naumast hvað það er mikið að gera ... en ég þyrfti að læra Spades greinilega, kenna Veigu og skora svo á ykkur Tim ...

Vonandi getur þýðingarvinnan orðið að veruleika ... ég sótti einu sinni um að vera þýðandi á kvikmyndir (fyrir dvd diska) og var kominn í gegnum prufuferli og allar græjur en svo var tímasetningin svo vond fyrir mig (var landsforseti JCI Íslands þá og allt á fullu) og ég gat ekki klárað ákveðin verkefni. En þýðingarvinna er rosalega skemmtileg. Ég hef þýtt þrjár barnabækur ... en það var fyrir nokkrum árum. - Ég krossa fingur mína fyrir þig!

Knús og kossar frá Akureyri, til þín og fjölskyldunnar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband