29.5.2007 | 17:21
Chicago, baby!!!!!!
Er ég búin að jafna mig? JÁ JÁ...líkamlega, andlega?????
Ég sakna stelpnanna minna SVONA MIKIÐ Skemmti ég mér með þeim???? Ertu ekki að grínast???? Það var svo geðveikislega gaman hjá okkur að ég veit varla hvar ég á að byrja... Ég flaug af stað á fimmtudeginum og lenti í Chicago klukkan sjö að staðartíma. Þá hlusta ég á skilaboðin mín og Vera vinkona missti af flugvélinni????? Ekki var ég nú alveg að skilja það, því að hún og Íris voru að fljúga saman frá Boston... Ég tala loksins við Írisi og þá kemur í ljós að Vera var með vasahníf í fartölvutöskunni sinni...hún var tekin til hliðar og hún var yfirheyrð af fylkislögreglunni
Þeir eru í svona búningum eins og Jim Carey í Me, myself and Irene! Það var soldið erfitt fyrir Veru að taka þessar löggur alvarlega, hvort sem að það var vegna yfirheyrslunar yfir vasahnífi, eða af því að fylkislöggan var í ímynd Jim Careys... Vera bara turned on the charm, togaði bolinn sinn aðeins neðar en hann var, og blikkaði svo augnhárunum, og var komin til Chicago með næstu vél, sem að lenti á sama tíma og mín
Þið sem hafið farið á flugvöllinn í Chicago vitið það að hann er svo stór að það ganga lestir á milli terminals, og ég flaug inní terminal 3 og þær terminal 1. Ég hoppaði uppí lest og hringi svo í þær, og sé þær svo koma á móti mér. Þetta var eins og í dömubindaauglýsingu, þar sem að konan er svo létt á sér og hamingjusöm að hún flýtur yfir grasið og í faðm kærastans...hér var það ég og töskurnar mínar sem drógust meðfram gólfinu og féll svo beint inná milli faðmanna tveggja... Endurfundirnir voru glæsilegir, við hoppuðum upp og niður, eins tveggja ára krakkar vælandi yfir nammi við búðarkassann, nema enginn skildi hvaða rugl við vorum að tala um.
Eftir ferðina inní borgina, og komnar inná hótel, þá var klukkan níu að staðartíma, og við ógeðslega svangar. Við fórum á röltið og fundum þennan fína pítsustað og fengum okkur pizza a la Chicago Svo var bara farið heim á leið og spjallað langt frammá nótt, og horft á bíómynd og borðað nammi og snakk og kalda pítsu... Föstudagurinn var svo planaður í túristaferð, við ætluðum sko að fara og hitta Oprah eftir að við værum búnar að kynnast borginni hennar betur. Svo enduðum við með að versla allan daginn...ég er ekki að grínast, við skoðuðum ekki neitt nema arkítektina inní búðum...Þannig að föstudagurinn var bara fínn, við versluðum, borðuðum góðan mat, versluðum, tókum mynd af einhverju rauðu fyrir framan einhverja byggingu (túristadæmið okkar þann daginn), versluðum, borðuðum, töluðum, og sváfum...
Er ég búin að segja ykkur frá stelpunum mínum???? Vera er ljósmyndari, frekar mikill townboy en rosalega sæt stelpa, tveggja barna móðir, og ógeðslega fyndin. Ellen Degeners minnir mig alltaf á Veru, því að þær gætu verið systur, sami húmor, svipaður klæðaburður, rosalega sætar báðar
Hún Íris mín er algjör psycho, og ég meina það á góðan hátt. Hún er aðeins hávaxnari en ég, og er alltaf svo stolt að standa við hliðina á mér af því að þá finnst henni hún svo stór. Hún er líka tveggja barna móðir, og er algjör hörkukelling, alltaf á bruninu, stoppar aldrei. Hún er sú besta til þess að hringja í þegar manni vantar upplýsingar um hvað sem er (föt, hvaða leið maður á að taka þegar maður keyrir, hvaða búðir eru heilsusamlegar, hvað er það nýjasta í öllu), ég hef oft kallað hana gulu línuna, því að hún er viskubrunnur... Þær eru báðar búnar að vera vinkonur mínar síðan ég kom til Ameríku í Janúar 1994, ég hef búið með þeim báðum, farið í brúðkaup beggja, flutt inn til þeirra beggja þegar illa stóð á, og svo mætti lengi telja. Þær eru fjölskylda mín hér í Ameríku, við erum eins og systur, og mér líður svo vel með sjálfri mér þegar ég er í kringum þær. Og við skemmtum okkur alltaf ógeðslega vel....
Þá er komið að laugardeginum, Vera og ég sváfum út, á meðan Íris var komin á fætur fyrir dagsljós, og fór að versla, fór í neglur, fann sér sushi stað, og var búin að gefa öðrum túristum upplýsingar um borgina sem við vorum búnar að vera í, í tvo daga. Við rukum (og þá meina ég, við Vera) af stað, og hoppuðum uppí túristarútu og keyrðum útum alla borgina. Við heimsóttum fyrrverandi heimili Oprah, uppáhaldsbúðina hennar, og núverandi heimili hennar. Svo kíktum við á einhverjar frægar byggingar, ég held að ein þeirra hét Seats Tower, nei, bíddu, Sears Tower
Hún er víst þriðja stærsta bygging í HEIMINUM. (Félluð þið fyrir þessu hjá mér????) Eftir tveggja tíma túr, þá var búið að sussa á okkur (einhver redneck kall sem sussaði á mig og Írisi af því við vorum að tala of mikið fyrir hann), gefa okkur puttann (einhver unglingur með fjólublátt hár, keyrandi um í dýra bílnum hans pabba, vildi ekki að Vera var að beina myndavélinni að sér), og fræða okkur allt um Wisconsin (eldri kona sem var í helgarferð með dóttur sinni og saknaði heimahaganna aðeins of mikið fyrir að vera búin að vera í burtu í tvo daga, en hún var rosa sæt eldri kona). Þá vorum við svo uppgefnar að við drifum okkur í nudd hjá Elisabeth Arden, Red Door Spa
Oh, my God, gosh (fyrirgefðu Íris mín), við vorum ekkert smá afslappaðar eftir þessa tvo klukkutíma sem við eyddum þarna. Þetta var ógeðslega gott, eins og frábært kynlíf, þið vitið eins og í bíómyndunum þegar parið situr í rúminu eftir á og reykir...mig langaði í sígarettu og ég reyki ekki einu sinni
Við vorum með pantað borð á flottum veitingastað, en við sáum Cheesecake Factory veitingastaðinn (sem er geðveikur, ef þið komið einhverntímann til USA, try it!!) og við fengum okkur sæti við barinn og pöntuðum risastóra og risadýra drykki...Steve var þjónninn okkar, og hann var yndislegur. Eftir nokkra drykki, þá var Íris farin að tala við par sem sat á hennar vinstri hönd, ég og Vera vorum að blaðra, og svo liðu nokkrir klukkutímar. Áður en ég vissi af vorum við komnar uppá hótel, búnar að panta bjór frá herbergisþjónustunni, og vorum að prufa kjól eftir kjól og mála okkur í leiðinni.
Þeir sem þekkja mig vel, vita það að mér finnst bjórinn góður, stundum hefur mér fundist hann mikið góður, tólf á kvöldi um helgar góður... Þar sem ég er búin að vera veik, og er á mörgum mismunandi lyfjum, þá kvaddi ég minn góða vin Heineken. Viti menn, hann bankaði uppá hjá mér í Chicago, og dansaði meira að segja fyrir mig Eftir þvílíkt stuð á hótelherberginu, héldum við á leið á einhvern dansstað sem að Steve ostakökuþjónninn okkar var búinn að mæla með. Á leiðinni sáum við HOUSE OF BLUES skilti, og öskruðum samtaka, STOPP... Við enduðum með að eyða kvöldinu þar, og viti menn, Vera dansaði eins og brjálæðingur allt kvöldið. Það er eiginlega soldið stór díll, af því að hún er ekki ein af þeim sem að dansar frá sér allt vit, eins og við hinir vitleysingarnir (þá er ég að tala um MIG). Það var ógeðslega gaman. Það var ógeðslega gaman. Það var ógeðslega gaman. Var ég búin að segja að það var ógeðslega gaman?
Við mættum heim á hótelið, blindfullar, ég var berfætt, drunk dialing unnusta minn, talandi um I lovvvvve uuuuuuuuuuuuu
My wing is blinging, þýðing, my ring is blinging, ekki englavængurinn, heldur demantshringurinn. Ég man ekki eftir að vera svona drukkin síðan ég veit ekki hvenær, en ég skemmti mér ógeðslega vel...takk elskurnar mínar fyrir frábæra kvöldstund
Svo var sofnað í danskjólnum, með hálsmenið vafið um hálsinn, og kókdós í hendi.
Sunnudagurinn var ekki auðveldur, ég get sko sagt ykkur það. Því miður var það eini dagurinn sem við þurftum að vakna snemma, það var pakkað í þynkunni, hvíslað því að allt var svo hátt... Svo af öllum hlutum fórum við á skekkju í hádegismat. Við vorum búnar að panta þessa fínu ferð, en enduðum með að vera í þessari flottu skekkju, borðandi geðveikan mat (brunch, samblanda af morgunmat og hádegismat og aragrúi af eftirréttum), og ruggandi fram og tilbaka á Lake Michigan í þvílíkri þynku
Fyrir utan þynkuna, þokuna, og þéttu skýin, þá var þetta fullkominn hádegismatur, frábær leið að enda frábæra ferð. Eftir þetta allt saman, þá héldum við á leið uppá flugvöll, og sögðum SJÁUMST, því að Íris neitar að segja bless við fólk sem hún elskar... Svo hélt ég ein á leið í lestina sem fór með mig þar sem flugvélin mín var, og þar beið ég í einn og hálfan tíma, borðandi franskar, horfandi á Friends Season 9, að drepast úr þynku. Ég lenti í San Jose, spennt að sjá fjölskylduna, sem mætti öll í náttsloppum (fyrir utan Tim, hann var í Superman náttfötunum sínum
) að ná í mig. Það var svo frábært að sjá þau, ég saknaði þeirra rosalega mikið og þau mín. Við Tim erum búin að vera eins og glænýtt ástfangið par síðan ég kom heim, ástin blómstrar bara, sem er í góðu lagi mín vegna...
Í hnotskurn, þessi þriðja árslega afslappandi mæðrahelgi hjá okkur stelpunum var sú besta so far, og það tekur ekkert frá fyrri ferðum, við erum bara að verða betri að plana, slaka á, og njóta okkar í burtu frá köllum og börnum (sem við elskum útaf lífinu). Takk milljón sinnum, elsku Íris og Vera mín fyrir frábæra samveru, ég get ekki beðið eftir næsta ári Love Ya´
Athugasemdir
Frábær saga og yndislegt að sjá hversu vel þið skemmtuð ykkur stöllurnar. Frábærar myndir líka, og frásagnarmáti þinn er líka fullur af lífi. Þynnka er náttúrlega aldrei skemmtileg (ef einhver segir það, þá er sá hinn sami stórskrýtinn!) en það er sumt sem maður borgar glaður fyrir annað (hvað er smá þynnka á við stórkostleg skemmtun með vinum?
)
Mig langar í sushi!! My wing is blinging ...
En bara svona ... just to clarify: Var sem sagt ógeðslega gaman?
Frábært að heyra, og þín var sárt saknað hér. Yndislegt að sjá blogg frá þér aftur, og frábært að heyra af svona mikilli gleði. Fjarvera gerir oft ástina svo sterka þegar heim er komið, þannig að ég býst fastlega við því að fjarbúð okkar Veigu t.d. þýði ótrúlega öfluga sambúð þegar að henni kemur í júlí ... það kemur í ljós!
Knús og knús og kooossssar! til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:12
Gaman, gaman! Þetta hefur verið æðislegt hjá ykkur. Takk fyrir skemmtilega færslu, elskan mín. Knús yfir hafið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 20:58
Ohh hvað það var gaman að lesa ferðasögna þína ! ....bíddu fannst þér gaman ?? eða var ég að miskilja eitthvað
híhíh....
Gott að þú gast skemmt þér svona vel...og eiga svona æðislegar vinkonur !!
Knús á þig
Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:00
HAHAHAHAHAHA!!
Stórskemmtilegt! Glamor og gaman - allt í einum pakka. Ég veit að það er ekki séns að leiðast nálægt þér og ég sé að vinkonur þínar eru sömu eiginleikum gæddar. Þvílíkar perlur! Ég á sko eftir að lesa þetta næst þegar mér leiðist. Hei - getum VIÐ ekki komið okkur upp svona hittingi? Mæst miðja vegu milli USA og Svíaríkis?
Nei, í alvöru - þetta var nokkuð sem þú áttir virkilega skilið. það er nauðsynlegt að fá frí frá daglegu amstri og áhyggjum. Og hvernig þú lýsir vinkonum þínum er alveg dásamlegt og ég skil alveg hvað þú átt við: ,,...við erum eins og systur, og mér líður svo vel með sjálfri mér þegar ég er í kringum þær. Og við skemmtum okkur alltaf ógeðslega vel...." - því að ég get sagt alveg það sama um þig, dúllan mín!
...en ,hérna það var bara eitt oggoponsulítið smáatriði...eh...smá skekkja.....það var örugglega snekkja sem þið borðuðuð á, var það ekki?
Kossar og knús
Aðalheiður Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 21:09
Frábær ferðasaga!! Rosalega hefur verið gaman hjá ykkur!
Hugarfluga, 29.5.2007 kl. 22:15
Takk elskurnar mínar... Doddi minn, það er sko eitt sem víst er að fjarlægðin eykur á ástina, ég get ekki ímyndað mér annað en að sambúðin ykkar Veigu verður geðveik þegar hún byrjar í Júlí, ég get eiginlega lofað ykkur því
Gurrí, Mel, og Hugarfluga, þúsund þakkir fyrir kvittið, og gaman að þið höfðuð gaman af að lesa um mína litlu ferð....
Elsku Heiða mín, jú, jú, auðvitað meinti ég snekkju
Var ég búin að segja þér að ég er ekki ennþá búin að jafna mig...
Nei, nei, ætli þetta sé ekki bara langri fjarveru frá Íslandi að kenna að ég sé svona snögg, ég meina skökk!!!!! Eitt er víst, ég verð áttræð kelling, talandi vitlausa íslensku, eina orðið sem ég mun aldrei, aldrei, aftur misnota
Takk fyrir leiðréttinguna, endilega þið öll, leiðréttið mig með íslenskuna, ég verð sko ekki móðguð
, eða sár
, nei, án gríns, endilega leiðréttið mig, ég er soldið mikill perfectionist þegar kemur að svona hlutum, og vil ekki tala vitlaust föðurmál, ég meina móðurmál
(hahahahahahahahaha)
Bertha Sigmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.