16.5.2007 | 16:41
Chicago, hér kem ég, Oprah ready for lunch????
Bara einn dagur í þetta hjá mér, og er ég á hlaupum í dag, ekki fyrir sjálfa mig, heldur verð ég að vera viss um að allt sé í orden fyrir gríslingana mína. Það er svo mikið að gera hjá þeim næstu þrjá daga, og ég á eftir að missa af því öllu Mikaela er með balletsýninguna sína annaðkvöld, tvíburarnir eru með danssýninguna sína föstudagskvöldið, Kalli er með fótboltaæfingu á föstudaginn, og svo er stærðfræðipartý hjá Kalla og Mikaelu á sunnudaginn heima hjá kennaranum þeirra...þannig að það verður nóg að gera hjá Tim
Hann á nú eftir að höndla þetta allt saman vel, það er samt fyndið hvernig þetta er allt saman hjá okkur núna, því að ég sé um allt svona, heimalærdóminn, áhugamálin og íþróttirnar, ég sé um að finna þau til (passa að þau gleymi ekki balletskóm, varnarbúnaðinum, og vatnsflöskunum). Ég er soddan fullkomnunarfrík að ég er búin að skrifa niður tvær blaðsíður fyrir hann Tim minn með dagskránni hjá þeim...og öllu því sem ekki má nú gleyma...algjör tík stundum. Að vísu er hann bara fínn með að díla við mig þegar kemur að svoleiðis hlutum, hann tekur því bara eins og öllu öðru, með sínu jafnaðargeði...þannig að ég fæ að vera controlfreak, og hann brosir bara útí annað munnvikið
Annars er ég mest svekkt yfir að missa af balletsýningunni hennar Mikaelu, af því að ég er búin að sjá hana æfa og æfa síðustu tvo mánuði, og svo missi ég af flottu sýningunni hjá henni, en Tim ætlar að taka það allt uppá vídeó fyrir mig. Ég var svo heppin að sjá tvíburana dansa á síðustu helgi, því að þær eru með tvær sýningar, þannig að ég er ekki eins svekkt að missa af þeim, en samt svekkt skal ég segja ykkur. Allt annað er svosem bara daglegt líf, þannig að ég missi ekki af miklu þar, þó svo að Tim mun sennilega fara með allt liðið í bíó að sjá SHREK THE THIRD, þannig að ég er sko FÚL yfir því...nei, nei, án gríns, ég fór með mín tvö litlu fyrir tveimur árum síðan í bíó að sjá númer tvö, og það var áður en að ég og Tim kynntumst, þannig að það verður skrítið að missa af þriðju myndinni, en ég get nú ekki sagt Oprah að ég vilji frekar sjá Shrek í bíó með gríslingunum mínum í staðinn fyrir að borða hádegismat með henni...Plúss, henni á eftir að líka svo vel við íslenska húmorinn minn, að hún mun mjög sennilega verða góð vinkona mín, og þá get ég bara beðið hana um að bjóða mér og familíunni í einkasýningu af SHREK í litla bíóhúsinu hennar sem hún er með í litla kjallaranum sínum í litla húsinu sínu á litlu lóðinni sinni
Fyrir utan að hanga með Oprah, þá hlakkar mig auðvitað rosalega mikið til að sjá Veru og Írisi, mínar tvær bestu vinkonur í USA...Þegar ég kom til Bandaríkjanna sem au-pair í Janúar 1994, þá fór ég og hitti fullt af íslenskum stelpum á veitingastað inní Boston. Ég gleymi ALDREI þegar Íris og Vera og Gunnhildur komu inná veitingastaðinn. Þær voru allar með þvílíkt dökkar augabrúnir, og svona mikið málaðar í framan. Vera var með frekar stutt hár, Gunnhildur var með sítt ljóst hár, og Íris var með ljósbrúnt hár minnir mig, því að hún var alltaf að lita á sér hárið á þessum tíma. Ég gleymi þessu aldrei, af því að þær voru allt öðruvísi en allar mínar íslensku vinkonur sem ég átti fyrir. Íris var líka þessi mikla frekja, og ég var nú ekkert sérstaklega mikið að fíla hana. Hún var eiginlega mamman í hópnum af því að hún var búin að vera í Boston í ár nú þegar, en fékk leyfi frá au-pair samtökunum að vera í auka sex mánuði hjá fjölskyldunni, af því að strákurinn sem hún var að passa var með krabbamein (tveggja ára gamall, hann dó svo seinna það árið, rosalega sorglegt).
Ekki vissi ég þetta kvöldið að þær myndu verða eins og systur mínar, og erum við búnar að ganga í gegnum ýmislegt saman. Brúðkaup, barnafæðingar, skilnaði, dauða, rifrildi, hlátur, tár, slagsmál (manstu, Vera mín?), flutninga, útskriftir, og núna ferðalög... Þær eru virkilega systur mínar, því að þær eru einu ættingjarnir mínir í Bandaríkjunum. Gunnhildur vinkona mín býr núna í Noregi, en við höfum ennþá samband og vonandi mun ég sjá hana í sumar, ef ekki þá kemur hún vonandi í brúðkaupið mitt...
Ég er búin að bíða og bíða og bíða eftir þessum degi, og hann er að renna upp á morgun. Ég sakna stelpnanna svo mikið, það er oft erfitt að geta ekki hoppað uppí bíl og skroppið til þeirra í heimsókn, eða hitt þær í bíó, eða bara vitað af þeim tuttugu mínútur í burtu. Svona er nú lífið, ef ég hefði ekki hitt Tim þá hefði ég eflaust flutt aftur til Boston, eftir að ég fékk fullt forræði yfir börnunum mínum. Ég er ekki að segja að ég vildi frekar búa þar en að hafa hitt Tim, en í fullkomnum heimi þá myndi Tim samþykkja að flytja þangað, þessvegna ætlum við stelpurnar að sýna honum Boston í Ágúst, og kannski, kannski, mun hann hugsa um að flytja til austurstrandarinnar...
Þá er kominn tími til þess að ég hætti þessu blaðri, og drífi mig útí búð að kaupa sjampó og hárnæringu fyrir Oprah, ég meina Chicago (það mætti halda að ég sé obsessed af Oprah, er það sko ekki), svo vantar mig maskara, og svo er það bara að byrja að pakka niður, svo að ég hafi nægan tíma með krökkunum mínum í dag, langar bara til þess að sitja með þeim og anda þeim að mér... Ég veit hvað þið eruð að hugsa, þetta eru bara þrír dagar, og ég á eftir að skemmta mér konunglega, en þrír dagar í burtu frá börnunum mínum er eins og heil eilífð Ég er með nýjustu Jodi Picoult bókina, The Secret bókina, svo er ég með DVD spilara og tek með mér Because I said so, og Notes on a Scandal, og níundu þáttaröðina af Friends, þannig að það verður sko nóg að gera hjá mér í flugvélinni, kannski fæ ég mér líka smá lúr... Það sem að mig hlakkar eiginlega mest til í Chicago, er að fá að sofa út og fá að sofa án hávaða eða að vera að slást við manninn minn um sængina...Guð minn góður, mig hlakkar svo til, ég get varla beðið...einn dagur í viðbót
Set hér inn myndir um leið og ég kem tilbaka, kannski get ég notað fartölvuna hennar Írisar og sett inn myndir á meðan ég er í Chicago, við sjáum bara til, njótið helgarinnar og hvors annars
Athugasemdir
Elsku bestasta Bertha í öllum heiminum!
Ég veit ekki hvort þú sérð þetta áður en þú ferð, en ég óska þér svo innilega góðrar og frábærrar ferðar. Hafðu það sem allra allra yndislegast og skemmtu þér eins og þú getur, elsku dúllan mín.
Það er sko gaman að hlakka til einhvers og svo kemur að því ... nú er Opruh-ferðin ... fyrirgefðu ... Chicago ferðin að hefjast - og þetta verður bara gaman.
Þetta verður líka áhugaverður tími hjá Tim og krökkunum, en þegar þið hittist öll aftur verður mikið um fagnaðarlæti - ... ég er nefnilega á því að smá fjarvera geri okkur bara gott. Þá finnur maður oft svo mikið fyrir ástinni og væntumþykjunni ...
Knús knús knús og skemmtu-þér-vel-kossar all around!!!
Njóttu lífsins! Kveðjur frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 19:27
Ohh góða skemmtun og njóttu þess alveg í botn....þótt þú sakni krakkana og kallinn
En svona til að forvitnast.....ertu að fara að hitta Oprah í alvöru....eða er ég svona hrikalega auðtrúa !! hahaha...
En allveg...hafðu það súper æðislega gott í Chicago með vinkonum þínum !
Knús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:52
Heyrðu - ég er eins og hún Melanie ekki alveg að fatta þetta með Oprah! Ég veit að ég sagði að hún yrði næst á dagskrá hjá þér eftir Vikuviðtalið en...??!! (...það var nú eiginlega bara grín hjá mér!) Anyway - góða ferð og góða skemmtun. Hafðu ekki áhyggjur af krökkunum, þau eru í góðum höndum. Ég veit að maður fær rosaleg fráhvarfseinkenni en hugsaðu bara um að NJÓTA ÞÍN!! Og það í botn!! Og til hamingju með nýju klippinguna - þvílík gella! Meira að segja hann Óli frændi þinn hafði orð á því og það er sko mikið hrós. Hann tekur yfirleitt ekki eftir nýrri klippingu hjá mér fyrr en viku seinna!
Ástarkveðjur, kossar og knús - og mundu...Ísland er bara rétt handan við hornið!!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 17.5.2007 kl. 15:17
Æiii, takk elskurnar, það er gaman að fá svona hlýjar kveðjur frá ykkur, og ég skal sko skemmta mér vel fyrir ykkur. Elsku Mel mín, auðvitað ertu ekki auðtrúa, en ég er samt að grínast með að vera að hitta Oprah, bara óskhyggja hjá mér, en við ætlum samt að fara fyrir framan Harpo studios og taka myndir...next best thing
Knús og kossar til ykkar og þúsund þakkir fyrir væntumþykjuna
Bertha Sigmundsdóttir, 17.5.2007 kl. 15:36
Hahaha....ok...bara að vera viss sko !
.....bið allavega að heilsa Oprah ef þú hittir hana híhí.... Knús til þín 
Melanie Rose (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 16:04
Elsku Bertha.
Vá hvað þú átt yndislega fjölskyldu, var að skoða myndina af gjöfonum sem þú fékkst á mothersday. Þvílíkt flott, þú ert sko rík.
Klippingin er æðisleg, sit hérna og er að spá hvort ég eigi að prenta út myndina og með mér næst þegar ég fer í klippingu
.
Ég vona að þú skemtir þér rosalega vel í Chicago og náir að slappa af og njóta lífsins. Chicago er bara nokkuð flott borg.
Knús og kossar
Kolla, 17.5.2007 kl. 20:59
Góða ferð og skemmtun, þetta á örugglega eftir að vera meiriháttar hjá ykkur !
Guðrún@florida
Guðrún (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:03
Jæja, skyldi þetta virka núna? Vonandi...
ég vona að ferðin verði ánægjuleg og hlakka til að sjá þig í sumar!
Knús knús, Ragnhildur og Anna Dúfa og Hjörtur (tókstu eftir að hann er kominn í 2. sæti hjá mér? neeeei, ég segi nú svona, haha!)
Ragnhildur (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 16:17
Vona að þetta verði æðisleg ferð hjá þér, elskan mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.