Gleðilegan Mömmudag...

til ykkar allra. Í dag er haldið uppá mömmudaginn hér í Ameríku, og get ég sagt ykkur að þetta er búinn að vera hinn besti mömmudagur hjá mér EVERGrin

HipHop og Mömmudagur 027Hér má sjá þann aragrúa af gjöfum sem ég fékk, bæði heimatilbúin og úr búðinni. Ég var hér grátandi að taka upp allar þessar gjafir, og ég fékk einnig mörg kort, bæði keypt og heimatilbúin, ásamt bréfum frá tvíburunum. Ég sat í drottningarstólnum (hægindarstóllinn minn...) og opnaði og las frá þeim öllum, og tárin féllu á meðan. Ég fékk handmixara (gamli mixarinn svona lúinn, kominn í mixarakirkjugarðinn núna), djúsara (veit ekkert hvað það er á íslensku, en svona djúsara til að búa til ávaxta/grænmetis djús), hálsmen, gjafakort í uppáhalds fatarbúðina mína, eyrnalokka, blóm með mynd af Mikaelu inní, tissuekassa (svona sem ég get sett yfir Kleenex kassa, Kalli bjó það til fyrir mig og er hann allur skreyttur, Kalli er future artist skal ég segja ykkur), vatnsflösku, mynd sem segir, Create your dream and then live it..., baðdót (sápu, krem, og handarkrem), og svo auðvitað blóm. Ég er gjörsamlega heppnasta mamma í heimi, ekki af því að ég fékk svona mikið af gjöfum, heldur af því að börnin mín bjuggu öll eitthvað spes til handa mér, og þau skrifuðu öll tilfinningar sínar niður á blað eða kort, og ég mun aldrei gleyma því hversu heitt börnin mín elska mig.

Maðurinn minn gaf mér líka æðislegt kort, og þegar ég las það þá gat ég sko ekki hamið tárin. Í því stóð: You are the woman who came into my life, capturing my heart and my imagination and making me want to be a better man than I'd ever been before. You are the woman whose gentle goodness softens my rough edges and whose caring encouragement gives me all the support I need. You are the woman who is the heart and soul at the center of my world...a partner, a lover, a friend, my reason for living...  ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ GIFTAST HONUMInLove

HipHop og Mömmudagur 038Hér er elsku Jasmine mín, mín elsta dóttir í bolnum sem hún keypti á síðustu helgi í Kringlunni, og hún gat ekki beðið eftir að fara í bolinn í dag. Þetta er nú samt búinn að vera mjög rólegur dagur, afslappandi. Veðrið er miklu betra, hitinn búinn að lækka, hér er bara um 75 stiga hiti í dag, sem er um það bil 18-20 stig Celcius. Svo blæs hér smá gola í gegnum gluggann minn þar sem ég sit og blogga, mér er svo hlýtt um hjartað í dag, og ég vona að þið séuð öll að njóta helgarinnar og dagsins eins mikið og égKissing

Í gær var sko mikið hjá okkur að gera. Tim og Kalli fóru í Barber Shop (ekki hjá Ice Cube samt...), en þar var allt fullt, þannig að þeir fóru og þrifu bílinn og komu svo og náðu í okkur stelpurnar. Svo keyrðum við tvíburunum til Milpitas þar sem þær voru með danssýningu með Hip Hop bekknum sínum. Þær biðu á bókasafninu í klukkutíma þangað til að þær áttu að fara að hitta kennarann sinn. Á meðan fór Tim með mig og Mikaelu í síðasta ballett tímann hennar, og þeir héldu á leið í klippingu aftur. Svo komu þeir og náðu í okkur, ennþá með sítt hár...enn var allt fullt á barber shop, Ice Cube alltof busy fyrir strákana mína, ég þarf sko að fara að ræða við hannErrm Að hann skuli ekki gefa sér tíma að klippa strákana mína...

HipHop og Mömmudagur 021Hér eru dúllurnar mínar að freestyla, eða breakdansa, ég veit ekki alveg hvað þær voru að gera, en þetta var eftir sýninguna og þá var öllum leyft að fara inní hringinn og freestyla, og þær voru geðveikislega flottar. Ég var svo stolt af þeim, þær stóðu sig svo rosalega vel. Þetta var ekki alvöru sýningin, hún er nefnilega á föstudaginn kemur, á meðan ég er í ChicagoGasp Ég á eftir að missa af báðum danssýningunum, hjá Mikaelu og tvíburunumFrown Þegar ég og stelpurnar ákváðum að hittast um þessa helgi í Chicago, þá vissi ég ekki að ég ætti eftir að skrá stelpurnar í dans, og vissi ekki að akkúrat sömu helgi og ég færi, þá eru þær með danssýningu... Auðvitað verð ég bara að vera sterk, Tim ætlar að taka allt upp fyrir mig, en ég var ánægð með að fá allaveganna að sjá tvíburana dansa uppá sviði einu sinni.

Svo er ég búin að sjá sýninguna hjá Mikaelu í bekknum hjá henni, en ekki uppá sviði, en svona er nú bara lífið, stundum missir maður af...Ég er búin að ákveða hvernig ég get glatt stelpurnar þó að ég verði ekki til staðar í persónu, þá get ég verið til staðar í anda. Ég ætla að kaupa blóm fyrir stelpurnar sem að Tim getur gefið þeim eftir sýninguna, og svo er ég búin að kaupa fyrir öll börnin smá gjöf sem ég ætla að biðja Tim um að gefa þeim á laugardagsmorgninum, þá geta þau hugsað til mín þó svo að ég sé ekki heima...ég veit að ég á eftir að sakna þeirra miklu meira, en ég verð nú bara í burtu í þrjá daga, þannig að það á eftir að líða hratt.

Næst þegar ég skrifa þá verð ég annaðhvort að telja niður dagana þangað til að ég fer til Chicago, eða ég skrifa frá Chicago með myndir af borginni, og kannski Oprah líka, við ætlum nefnilega að heimsækja hana, skreppa út í lunch eða dinnerWink

Njótið dagsins og vikunnar, sumarið er að koma og með því kemur Íslandsferðin mín...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að heyra af frábærum mæðradegi hjá þér ... bestu knús- og kosskveðjur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 08:42

2 identicon

Ohh hvað þú átt æðislega fjölskyldu !! Og gaman að þú áttir svona æðislegan mæðradag !  Átt allt það besta skilið !

Góða skemmtun í Chicago og bið að heilsa Oprah !!

Knús og koss,Mel

Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:44

3 identicon

....og já...geggjuð nýja klippinging þín...algjör hottie !! hahaha...

Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband