6.7.2006 | 08:14
Þjóðhátíðardagur Kanans
Í gær var fjórða Júlí fagnað hér í Ameríku, Independence Day!!! Við áttum okkur mjög góðan dag. Systir hans Tim mannsins míns er búin að vera í heimsókn núna í tíu daga og hún kom heim til okkar. Við fórum svo öll til San Francisco og löbbuðum um hafnarsvæðið, nánar tiltekið Pier 39-49. Þar var aragrúi af fólki, sól og blíða, fullt af listamönnum að selja myndir af frægu fólki eða af Golden Gate Bridge, og trúðar, og tónlistarmenn... endalaust af skemmtunaratriðum. Svo settumst við niður við höfnina og borðuðum samlokur sem ég bjó til, og snakk og bjór, og slökuðum á.
Um átta leytið lá leiðin okkar um borð ferju sem að sigldi með okkur í kringum Alcatraz, og aðrar nærliggjandi eyjur og vorum við með geðveikt útsýni yfir borgina. Svo um hálf tíu byrjaði flugeldasýningin og ég get sagt ykkur það að við vorum með besta útsýni sem hægt var að hafa. Kuldinn var ekkert smá mikill og krakkarnir okkar voru í vetrarjökkum með húfur og teppi, og drukku heitt kakó og eina sem að við heyrðum frá þeim var Vá, sjáðu, Oh, æðislegt, frábært. Þetta var besta flugeldasýning sem ég hef séð, ég hef aldrei farið til San Francisco áður á fjórða Júlí þannig að ég var svaka ánægð með þetta, þetta var í einu orði sagt, MERGJAÐ!!!
Svo lá leiðin heim á við og það var geðveik traffík. Það tók okkur næstum því tvo klukkutíma bara að komast að hraðbrautinni og svo 40 mínútur í viðbót að komast heim. Sem betur far var ég ekki að keyra, en greyið systir hans Tim keyrði. Það var ekkert smá erfitt en ég hélt mér vakandi alla leiðina heim til þess að hún hafði félagsskap og myndi ekki sofna undir stýri, því um leið og við komum upp í bíl þá sofnuðu krakkarnir og maðurinn minn.
Í dag erum við bara búin að vera að slaka á og ná okkur eftir alla spennuna, en þetta var rosalega gaman. Ég vil gera þetta að hefð og reyna að fara á hverju ári, því við skemmtum okkur öll svo vel og börnin voru öll svo góð, vel lukkað hjá okkur!!
Jæja, gott fólk, ég læt heyra frá mér fljótlega, takk kærlega til ykkar allra sem eruð að fylgjast með okkur og gaman að sjá að þið eruð að skrifa í gestabókina, það er ekkert smá gaman að lesa skilaboðin frá ykkur. Endilega sendið mér líka bréf á berjamo@hotmail.com það er svo gaman að fá fréttir frá Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.