12.5.2007 | 21:19
Áfram Serbía..
Fyrst að Ísland komst ekki áfram. Ég fylgdist með keppninni á fimmtudagskvöldinu (deginum hjá mér), en það tók þvílíkan tíma fyrir mig að downloada einhverju forriti, þannig að ég missti af Eika, og var ekki nógu ánægð með það...en ég heyrði að hann stóð sig vel
Ég var í þvílíku stuði hérna, því að ég var með Heiðu frænku í Svíþjóð. Við héldum partý saman á netinu, ég horfði á keppnina á netinu, og hún í sjónvarpinu. Svo vorum við með vefmyndavélirnar okkar í gangi, og spjölluðum saman inná milli laga.
Ég verð að segja að núna held ég með Serbíu...svo finnst mér Þýskaland, Ungverjaland, Makodónía og Latvía rosalega góð lög. Ég vona og vona, og ef ég gæti kosið, þá myndi ég sko kjósa Serbíu ER að horfa núna á keppnina í beinni, og Serbía fékk fyrstu tólf stigin....VÚHAAAAAAA, Frábært!!!
Ókei, verð að halda áfram að fylgjast með keppninni, og svo er ég að fara í klippingu eftir fimmtán mínútur. Núna er Sesselja mín hamingjusöm því að hún heldur með Rússlandi, og þau voru að fá tólf stig. Njótið keppninnar, takk elsku besta Heiða mín fyrir frábærar samverur...
Athugasemdir
Það hlýtur að hafa verið "öðruvísi" en ótrúlega gaman að vera í Eurovision fíling online á netinu með frænku sinni, þú í USA og hún í Svíþjóð ... og keppnin í Finnlandi ... heimurinn er yndislega lítill stundum.
Yndislegt lag vann svo keppnina, en það eru hins vegar niðurstöður kosninganna sem vekja óhug í mér ... stjórnin heldur velli með 48% atkvæða ... tæknilega séð með já minnihluta atkvæða.
En söngvakeppnin var góð og nú verður allt brjálað út af niðurröðun austurevrópskra landa í efstu sætin. Ef vestrið kýs austrið og austrið kýs austrið ... þá er hætt við því að niðurstaðan verði eins og hún var
Knús til þín!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:12
Já takk, frænka - okkar kona vann! Ég sá á forsíðum blaðanna hér að sænski söngvarinn, Ola Saló, hafi farið í svo mikla fýlu eftir að hafa lent í 18. sæti að hann læsti sig inni í reiðiskasti! Hann var svo handviss um að hann myndi vinna. Ef menn eru svona ósáttir við lýðræðið verða menn bara að taka upp dómnefndirnar aftur!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.