1.7.2006 | 18:28
Án barna...
Jæja, núna eru börnin mín farin frá mér í tvo heila daga, og er það ekkert smá erfitt. Þetta er önnur helgin sem að þau fara í heimsókn til pabba síns, og ég er sko ekki ennþá búin að sætta mig alveg við þetta. Ég veit að það er hollt og mikilvægt fyrir þau að eyða tíma með pabba sínum, en hann er búinn að vera frá lífi þeirra svo lengi, að hann er eins og frændi frekar en pabbi.
Það er margt gott við að þau fari til hans tvær helgar í mánuði. Þau fá að eyða tíma með honum og hann getur unnið að því að vinna sér aftur traust þeirra og mitt. Ég fæ smá break, sem er ekki amalegt... Og þau eru hamingjusöm. Börn vilja auðvitað eyða tíma með báðum foreldrum sínum, og ég er búin að sjá til þess að þau séu örugg með honum, hann er nefnilega á skilorðisbundum heimsóknum, þannig að mamma hans, amma þeirra, er með þeim allan tímann. Hún er það sem þeir kalla hér, supervisor...
Mér líður betur við að vita að hún sé til staðar til þess að sjá um að börnin mín eru örugg, hamingjusöm, virt, og elskuð. Hún er æðisleg kona, ég get sagt ykkur það að ég er ekkert smá heppin að hafa hana að. Ég ákváð sjálf að búa erlendis, en þegar maður er ungur, er maður ekkert að spá í að sakna fjölskyldunnar. Svo eignast maður sín eigin börn, og er ekkert smá að sakna fjölskyldunnar og vina. Þetta er búið að vera þannig með mig og mín börn, að við erum bara búin að vera við þrjú. Amma þeirra er búin að vera eini fjölskyldumeðlimurinn þeirra sem að er alltaf búinn að vera til staðar. Meira en pabbi þeirra, frændur, frænkur, svo framvegis.
Það er rosalega leiðinlegt fyrir mömmu mína og pabba að geta ekki séð þau hvenær sem þau vilja, að ég geti ekki hoppað uppí bíl og kíkt í heimsókn eða leyft þeim að gista hjá þeim yfir helgi og svoleiðis. Ekkert var ég nú að spá í þetta áður en að ég eignaðist börn!!! En, svona er nú bara lífið, maður lifir við sínar ákvarðanir, en mikið sakna ég ykkar allra heima á Íslandi.
Ég er að fara að endurnýja vegabréfin hjá Kalla og Mikaelu, og svo bíð ég bara í nokkra mánuði í viðbót með að skilnaðurin minn fari í gegn, og svo fæ ég vonandi græna kortið mitt eftir 3-4 mánuði, og þá kæra fólkið mitt, er ekkert sem stendur í vegi fyrir mér að koma heim til Íslands hvenær sem er (nema kannski peningarnir, æi, gleymdi þeim...)
Þegar maður er ekki búinn að gera neitt annað en að standa í því að sjá um pappírsvinnu í sambandi við Immigration og skilnaðinn, þá verður léttirinn ekkert smá mikill þegar maður er loksins búinn í þessu helv... Þetta er búið að taka næstum því tvö ár allt í allt, þrjú ár frá því að ég og fyrrverandi skildum að borði og sæng, en þessi helv.... pappírsvinna er bara FULL TIME JOB!!!
Jæja, þá er ég sko búin að létta á mér, þannig að núna ætla ég að njóta þess að hafa engin börn hlaupandi hér um, svei mér þá, ég fer kannski bara í bíó, að sjá eitthvað annað en DISNEY mynd!!! Njótið dagsins, saknaðarkveðjur frá mér til ykkar!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.