4.5.2007 | 16:20
Atvinnuleysi, draumaráðningar, og Golden State Warriors
My week in a nutshell... Það er búið að ganga á ýmsu hjá mér þessa vikuna. Ég er búin að vera rosalega þreytt, aðallega vegna svefnleysis, og stemmir það frá skrítnum draumum. Mig er búið að dreyma rosalega skrítna og óhugnalega drauma næstum því á hverri nóttu, og vakna þvílíkt hrædd og þreytt. Ég er alltaf að reyna að finna vefsíðu sem bíður uppá draumaráðningar, en hef ekki fundið neina, vitið þið um einhverja? Ég er búin að setja eitt stykki draumaráðningarbók á innkaupalistann minn fyrir ferðina heim í sumar, þannig að ef þið getið mælt með einhverjum bókum, þá endilega látið mig vita.
Svo ofan á allt svefnleysið var hringt í mig í gær, og mér var sagt að ég sé rekin Ég er búin að vera frá vinnu núna í aðeins meira en ár, og var í þannig vinnu að það var ekki hægt að skapa fyrir mig nýja stöðu. Þar sem ég er búin að vera frá vinnu í meira en ár, þá átti ég að vera á long time disability, en því miður var ég ekki skráð fyrir langtímasjúkrapening í gegnum vinnuna, bara í gegnum ríkið. Þetta eru svosem ekkert hræðilegar fréttir, það eina sem ég er soldið smeyk yfir er heilsutryggingin mín, núna er hún farin. Þannig að ég þarf að fara núna og sækja um heilsutryggingu frá ríkinu, og vanalega fólk sem er í mínum aðstæðum, það þarf ekki að borga neitt fyrir heilsutrygginguna. Það sem er rosalega erfitt samt er að maður getur ekki valið sér hvaða læknir sem er, ríkið ákveður hvaða læknir maður getur farið til, það sama með tannlæknir, sjúkrahús, o.s.fr. Ég veit ekki ennþá hvort að heimilislæknirinn minn tekur við Medical, sem er ríkisheilsutryggingin, þannig að ég vona auðvitað að hann gerir það, því að ég elska læknirinn minn. Ég veit að barnalæknirinn minn tekur við öllum heilsutryggingum, þannig að það er mjög gott mál, hann er búinn að vera læknir beggja barnanna minna frá fæðingu, þannig að ég vil sko ekki skipta um barnalæknir. Þannig að ég er atvinnulaus sjúklingur núna Aldrei hef ég verið það áður
On to bigger and better things, Golden State Warriors svoleiðis slátruðu Dallas Mavericks í gærkveldi, takk kærlega fyrir allar heillaóskirnar, Tim er að rifna úr ánægju. Við horfðum spennt á leikinn hér á sófanum okkar, og við vorum eflaust eins hávær og fólkið í Oracle Arena, þar sem að leikurinn fór fram. Tim var svo sár, því að þegar við fórum á leikinn á sunnudaginn var, þá var okkur gefið lítið WE BELIEVE handklæði, en í gær fengu allir WE BELIEVE bol, og Tim langaði svo mikið í svoleiðis. Ég ætla að reyna að kaupa eitt stykki bol fyrir hann, þarf bara að leita á netinu...Þannig að Warriors, lið númer átta í Western Conference, slátraði Dallas Mavericks, liði númer eitt. Og ekki bara liði númer eitt í Western Conference, heldur liði númer eitt af öllum NBA liðunum í ár. Mavericks vann allt í allt 67 leiki í ár, og var talið BESTA liðið þetta árið. Þetta er í níunda skiptið sem að lið númer átta hefur unnið lið númer eitt síðan NBA byrjaði (veit ekki hvað það er langt síðan, en það er allaveganna 40-50 ár). Þannig að við erum mjög hamingjusöm hérna, og okkur hlakkar til þess að sjá hvernig þeim á eftir að ganga í næstu round, þeir munu spila annaðhvort á móti Houston Rockets eða Utah Jazz, fer eftir hvort liðið vinnur á morgun GO WARRIORS
Í dag byrjar SPIDERMAN 3, og krökkunum langar svo rosalega mikið í bíó. Það er auðvitað búið að auglýsa þessa mynd milljón sinnum, og eflaust öll börn búin að væla í foreldrum sínum að taka þau í bíó. Ég er búin að segja krökkunum að við getum reynt að fara og sjá hvort við getum fengið miða, en það verður mjög sennilega uppselt...Þau vita ekki að ég keypti miðana á þriðjudaginn var á netinu, þannig að við erum að fara í kvöld að sjá Spiderman 3...það verður eflaust svaka gaman. Svo annaðkvöld er þvílíkur boxing fight í sjónvarpinu, Oscar Dela Hoya og Floyd Mayweather eru að boxa í Las Vegas, og er þvílíkt búið að hypa þessa keppni í sjónvarpinu. Bróðir hans Tim er að koma og horfa á, þannig að það verður bara fínt. Nóg að gera hjá okkur í öllum þessum íþróttum, ég hef alltaf haft áhuga á körfubolta, en meira núna þar sem ég er hálfpartinn neydd til þess að horfa á Nei, nei, án gríns, það er gaman af öllum þessum íþróttum, en stundum er þetta bara soldið much, þannig að ég þarf að fara að finna einhverja stelpumynd fyrir mig og Tim að horfa á, þá verður þetta aðeins jafnara...
Jæja, ætli ég fari nú ekki að reyna að æfa smá, ég er búin að hjóla eða labba á hverjum degi í þessari viku, og er að borða salat eins og ég veit ekki hvað. Ég er að reyna að grennast, Chicago ferðin er eftir þrettán daga, Ísland eftir þrjá mánuði, og svo auðvitað er sumarið að koma, og ég verð, barasta VERÐ að losa mig við einhver kíló. Er að reyna að borða heilsusamlega (sem á það til að vera erfitt...), æfa (labba, hjóla, sitja...), og svo auðvitað hvílast (ein nótt án klikkaðra drauma er hér með pöntuð). Svo læt ég ykkur vita hvernig mér finnst Spiderman 3, boxing match, og svo auðvitað bara helgin... Njótið helgarinnar og hvors annars
Athugasemdir
Ég ítreka Golden State hamingjuóskir. Ég gat ekki annað en skrifað strax til þín hér eftir að ég las fréttina á netinu. Það er alltaf gaman að svona "upsets" og þetta var frábært.
Mig dauðlangar á Spider-Man 3 og vonandi fæst einhver til að fara með mér - annars fer ég einn!
Ég er ekki mikill box-áhugamaður lengur ... en vonandi verður þetta skemmtilegur fight!
Mér fannst leiðinlegt að heyra að þú hafir verið rekin, en þú virðist enn og aftur taka þetta á góða skapinu og hlýja hjartanu þínu. Auðvitað verður þetta erfitt - en viðhorf þitt er sífellt að kenna mér.
Takk fyrir það, dúllan mín
Hlýjar kveðjur og heilmikið knús - á maður ekki alltaf að trúa á góða hluti? Ég sendi alla vega sífellt slíkar hugsanir til ykkar. - Knús knús og kossar
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:42
Til lukku með Golden State Warriors !!!
Leiðinlegt að þú hafir verið rekin. Vona að þú getur reddað þessu með tryggingarnar. Allt svo flókið eitthvað í USA...haha....skil aldrei svona tryggingarmál úti...
Ohh hvað þú ert sæt að gera svona suprise fyrir gríslingana þína !! Ég væri alveg til í að sjá Spiderman 3 Kannski ég kaupi hana þegar hún kemur út á DVD hehe....
Samband við miðilinn. Já mér fannst hann góður...kostaði 4900 kr með spólu. Vissi margt og sonna Ég var þokkalega stressuð áður en ég fór haha.... En hann vissi margt sem ég var hissa á hehe...
Ef þú vilt spyrja eitthvað meira í samband við miðilinn þá spyrðu mig bara
Knús til þín og hafðu það gott um helgina
Melanie Rose (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:47
Oscar de la Hoya verður örugglega sýndur hérna, verst að bardagarnir eru alltaf um miðja nótt á Íslandi! Hann er flottur boxari. Annars hélt ég alltaf mest upp á Lennox Lewis (og Tyson frekar en Holyfield).
Leitt að heyra með uppsögnina þína og vonandi heldur þú sama lækni ... þú leyfir okkur að fylgjast með! Góðar kveðjur til ykkar allra!
Gurrí, samt innskráð!!! Arrrggg (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 20:46
Elsku vinir, takk fyrir stuðninginn, Tim fannst æðislegt að heyra að allir væru að óska okkur til hamingju með Warriors, meira að segja alla leið frá Íslandi...
Núna er bara að bíða og sjá og vonandi eiga þeir eftir að komast langt áfram, það er spurning hvort þeir komast alla leið, en það er sko aldrei að vita, þeir eru búnir að spila eins og hetjur. Svo í kvöld er það boxing, og það verður eflaust allt í lagi, það verður fínt að fá fólk í heimsókn í smá stund, og Tim ætlar að elda sitt heimsfræga spaghetti...
Inga, veistu, ég er þér alveg sammála, þegar ég fer heim til Íslands, þá er ég oftast nær miklu þreyttari þegar ég kem heim, þetta er nú ekki mikið frí, maður er á fullu útum allt, alltaf í heimsóknum og svona. Ég þarf að koma með gott plan fyrir ferðina í sumar, svo að ég geti líka hvílt mig inná milli, er að reyna að fá kennaraíbúð, þá geta allir bara komið í heimsókn til mín, eða náð í okkur og við farið heim til fólks í mat og svona... Inga, þekkirðu nokkuð Írisi Vals? Eða Veru Fleming? Þær eru tvær góðar vinkonur mínar sem búa í Boston, ég kem í gegnum Boston í Júlí á leiðinni til Íslands, og ætla að reyna að fá manninn minn til þess að koma og hitta okkur eftir Ísland, þá verður öll fjölskyldan saman á ný, og við getum haldið uppá afmælið mitt með vinkonum mínum...
Ókei, dúllur, tala við ykkur bráðlega, þarf núna að fara að tékka á ykkar bloggi og sjá hvað þið eruð búin að skrifa margt skemmtilegt...
Bertha Sigmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 15:12
til lukku með golden state warriors er það ekki dansklúbbur í sveitadansi? Hehe bara að stríða og leitt þetta með vinnunna.
Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 16:07
http://draumar.blog.is/blog/draumar/
Kíktu á þetta, draumadís! Knús frá Skaganum!Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 23:58
Æi, ekki gaman að heyra um atvinnuleisið. Og draumar geta oft verið spúkí.
Kolla, 8.5.2007 kl. 19:38
Fór á Spiderman 3 um daginn með vinkonum mínum og það var flott upplifun - mér finnst myndin æði.
Fór í kvöld með þremur öðrum karlmönnum og sat á milli tveggja þeirra ... úff úff og dæs dæs heyrðist reglulega í myndinni, því tilfinningalegu senurnar voru of langar að þeirra mati.
Komst að því að ég fer með kvenmanni á næstu Spiderman mynd!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.