29.4.2007 | 18:25
Súper Sunnudagur
Hér sit ég ein við tölvuna, og það er bara hljótt í húsinu mínu...börnin mín eru hjá frænku sinni í Capitola, sem er 45 mínútur í burtu. Við fórum með þau þangað í gærkveldi, af því að ég og maðurinn minn ætlum að eiga heilan sólarhring ein...
Á leiðinni heim eftir að fara með börnin, þá villtist ég, takk fyrir. Þannig að í staðinn fyrir að taka bara 45 mínútur að komast heim, tók það næstum því tvo klukkutíma Fyrirgefðu, elsku Tim minn, og ég vona að hausverkurinn hafi lagast...
Í dag var svo bara sofið út, maðurinn minn er enn uppí rúmi, og ég sit hér í sexý nightgown, af því að það eru engin börn hér og þá get ég verið sexý Á eftir ætlum við kannski að fara og fá okkur húðflúr, við erum búin að plana að fara í heillangan tíma, en höfum ekki látið verða af því enn sem komið er. Maðurinn minn ætlar að fá sér eitthvað flott á vinstri handlegginn, og ég ætla að fá mér nöfnin á mínum litlu í kringum vinstri ökklann. Karl - stjörnumerkið hans - Mikalea - stjörnumerkið hennar. Ég er mjög spennt ef við förum, því mig er búið að langa í mörg ár að setja nöfnin þeirra á ökklann minn.
Svo í kvöld höldum við á leið til Oakland, Oracle Arena, þar sem Golden State Warriors eru að spila í playoffs, á móti Dallas Mavericks. Staðan er 2-1 fyrir Golden State, þannig að ef þeir vinna í kvöld, þá þurfa þeir bara að vinna einn leik í viðbót, og þá höldum við áfram í úrslitakeppninni. Tim er að deyja úr spenningi, því að hann er búinn að halda með Warriors í mörg ár, en þeir hafa ekki komist í úrslitakeppnina síðan 1994, þannig að biðin er búin að vera löng, og því er kominn tími til þess að þeir standi sig vel. Þessi leikur verður eflaust hörkulegur, og það verður gaman að sjá hann, eflaust þvílík stemmning mun ríkja, ég get varla beðið, þetta verður mjög skemmtilegt
Ég vildi þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn sem þið eruð búin að veita mér síðustu daga/vikur. Margir eru búnir að lesa viðtalið í Vikunni, og takk kærlega fyrir að hafa áhuga á að lesa um mig og mitt litla líf. Kærleikurinn og vináttan sem mér hefur verið veitt síðustu vikur er vel þeginn, þið eruð yndisleg og stuðningsfull, og ég þakka Guði fyrir ykkur öll. Það er ekki auðvelt að leyfa fólki að sjá hvernig líf manns hefur verið, en ég trúi því að mín barátta og sigur er mikilvægur. Ef að ein kona les viðtalið við mig, og mín saga snertir hana og hún sér að það er hægt að finna góða ást, ekki ást sem er svört og vond, þá hef ég gert rétt með því að deila sögunni minni. Það er erfitt á meðan maður er fastur í ofbeldisfullu hjónabandi/sambandi að sjá fyrir endanum. Maður er svo kúgaður, að það er erfitt að trúa því að maður eigi betra skilið. Maður tekur allt inná sjálfan sig, og kennir sjálfum sér um, í staðinn fyrir að kenna ofbeldisfulla manninum um aðstæðurnar. Það er langt í frá auðvelt að koma sér frá svona manni, en það er hægt, ég gat það. Maður verður að vera tilbúin til þess að vinna í sjálfum sér, því að ég trúi því að við kennum fólki hvernig það getur komið fram við okkur. Ef að maður heldur framhjá okkur, og við fyrirgefum honum, þá erum við búnar að kenna þeim að þeir geta haldið framhjá okkur. Ef að við förum ekki frá manni þegar hann kallar okkur tík, eða þegar hann slær okkur, þá kennum við honum að hann geti komið hranalega fram við okkur. Ekki misskilja mig, það er aldrei konum að kenna að menn verða ofbeldishneigðir, það er þeirra vandamál, en við sem konur kennum samt karlmönnum hvernig þeir geta komið fram við okkur. Ég vil bara þakka ykkur öllum aftur fyrir stuðninginn, hann er búinn að styðja við bakið á mér, og gerir mig sterkari með hverjum deginum sem líður, þið eruð mikilvægt fólk í mínu lífi og ég þakka Guði fyrir ykkur
Athugasemdir
Ohh mig langa svo í annað tattoo ! Verður að segja svo hvort þið hafið fengið ykkur eða ekki
Voandi áttuði þið góða stund saman í "fríinu" ykkar
Knús...Mel
Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:42
Þú veist að skv. rannsóknum og læknisráði, þá er láréttur tangó besta ráðið við hausverk og kvefi!!
Ég er mikill NBA-áhugamaður. Mitt lið getur lítið þessa dagana, en ég hef alla mína ævi haldið með LA Lakers ... þeir tapa örugglega 4:1 á móti Suns. Ég fylgist líka spenntur með einvígi Warriors og Mavericks, því í dag voru meistararnir (sem unnu Dallas í fyrra) Miami Heat húðflengdir af Bulls!!! 4:0. Hver veit nema Warriors geri slíkt hið sama við Mavericks? Ég spái samt Mavericks áfram en það væri ferlega flott að sjá Mavs lenda í verulegum vandræðum Körfuboltakveðju til Tim!!
Annars er ég bara á leið í rúmið, búinn að vinna alla helgina og er þægilega þreyttur. Did you get my email?
Knús og kossar til þín, dúlla
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 00:43
Vá! Hvað þetta hlýtur að hafa verið magnaður leikur að horfa á !! - Til hamingju með "ykkar" lið!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 07:49
Hæææ !! Var að kaupa Vikuna og omg hvað ég fékk gæshúð og táraðist við síðustu orðin þín hehe...
Þú ert svo dugleg og æðisleg !
Knús til þín
Melanie Rose (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:00
Var einmitt að lesa viðtalið við þig í Vikunni í gær!! Mikið ertu dugleg kona og mátt svo sannarlega vera stolt af sjálfri þér. Blessun til þín og þinna.
Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 18:35
Ég elska þig sko mest!!! Hehehheeh! Knús til Ammmríku!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:45
Nei, Gurrí! Ég elska hana mest!! Damn ... þú varst á undan samt ...
til þín Bertha!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:01
Ekki rífast krakkar mínir, þið elskið mig öll jafnt Þið eruð samt búin að þvílíkt hækka egóið mitt með þessu rifrildi, en hvað þið eruð sæt
Knús til ykkar allra á Íslandi, vonandi get ég knúsað ykkur í alvörunni í sumar
Bertha Sigmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 14:48
Fékk nostalgíukast um helgina og er búin að vera að hlusta á Vilhjálm Vilhjálms síðan. Ég fer ekki ofan af því að hann sé besti dægurlagasöngvari Íslandssögunnar. Enginn annar hefur eins fallega rödd og hann nema kannski Sverrir Bergmann. - Anyway - ég uppgötvaði lag sem ég hef ekki tekið eftir fyrr, það er eftir Pálma Gunnars og ljóðið eftir Kristján frá Djúpalæk. Þú getur hlustað á lagið hér á www.tonlist.is ef þú ert áskrifandi: http://www.tonlist.is/ViewAlbum.aspx?AlbumID=1938 Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til þín, en textinn hljóðar svo:
Dans gleðinnar
Það er svo margt að una við,
að elska, þrá og gleðjast við,
jafnt orð, sem þögn og lit sem lag,
jafnt langa nótt, sem bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt,
því allt, sem maður óskar, næst
og allir draumar geta ræzt.
Ég byggi hlátraheima
í húmi langrar nætur.
Af svefni upp í söngvahug
með sól ég rís á fætur.
Og augun geisla af gleði
sem grær í mínu hjarta.
En syrti að ég syng mig inn
í sólskinsveröld bjarta.
Þetta er einmitt það sem þú gerir Bertha, syngur og brosir í gegnum erfiðleikana.
Ástarkveðjur frá Svíþjóð.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 3.5.2007 kl. 10:42
Ég var að lesa frétt um NBA úrslitin í nótt ... og þrátt fyrir að þekkja Tim ekki neitt, þá máttu endilega færa honum sérstakar hamingjuóskir með frábæran árangur Golden State - Baron Davis er bara snillingur. Auðvitað færð þú sérstakar hamingjuóskir líka. Sigurknús til þín ... og Tim líka ... og bara allra aðdáenda Golden State Warriors - TIL HAMINGJU!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.