22.6.2006 | 20:20
Enn að kafna...
Ókei, ég get nú alveg þolað einn og einn dag í þessum hita, en fimm dagar í röð, ég get sko svarið fyrir það, þetta er ekki venjulegt. Við gerum ekki annað en að hlaupa útí sundlaug, til þess að fá smá kælningu, svo komum við inn, og erum enn blaut, en af svita í staðinn... Aubarasta, þessi hiti er að drepa mig...
Ég væri sko til í að koma heim núna í rigningu eða bara í sól og sumar heima. Annars hef ég nú frétt að sumrin heima á Íslandi séu farin að vera ávið útlönd, minni rigning, og meiri sól og hiti, er það rétt kæru landar?
Mikið er nú leiðinlegt hvað það er dýrt að fljúga heim, ég vildi gefa mikið fyrir að geta komið heim tvisvar á ári, en kannski þegar ég er orðin frægur rithöfundur þá get ég gert það. Þangað til verð ég að bíða og safna og koma heim þegar fjármálin leyfa. Í millitíðinni, hvenær ætlið þið vinir og vandamenn að drífa ykkur til Vesturstrandarinnar? Þið megið vita það að hús mitt er opið ykkur hvenær sem er, og ég skal sko sýna ykkur San Francisco, og alla skemmtilegu og fallegu staðina hér þegar þið komið...
Ég bíð bara spennt, það er enginn búinn að koma í heimsókn til mín hér í San Jose, þannig að einhver verður að vera fyrstur... Sjáumst!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.