Meiri hiti!!!

Hér hjá mér er þvílíkur hiti að það hálfa væri nóg. Ég held að hér sé um 35 gráður celcíus, en 92 gráður Fahrenheit. Við lágum svoleiðis fyrir í sundlauginni í dag, og núna sit ég hér brennd á nefir og öxlum,  það er svona að vera Íslendingur...

Krakkarnir mínir báðir eru orðin þvílíkt brún og elska að það sé enginn skóli þessa dagana. Ég er líka fegin því, ég fæ að sofa til 9 á morgnana núna í staðinn fyrir 7, og er það þvílíkur munur. Annars þarf ég nú að fara að kaupa skólabækur fyrir þau fyrir sumarið svo að þau gleymi nú ekki neinu. Ætla að láta þau læra allaveganna í einn klukkutíma á dag, ég veit, ég er hræðileg mamma!!!

Endilega skrifið í gestabókina, mig langar svo til þess að heyra frá öllum vinum og vandamönnum.

Heyrumst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband