Þreyttur Þriðjudagur

Ég er enn lasin, og er ekki alltof ánægð með það, en hvað get ég svosem gert. Ég er þreytt, ég er farin að halda að ég sé ekki með einhverja flensu, heldur er ég með MS kast. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi enn, en fer til læknis eftir nokkra daga ef mér er ekki farið að líða betur.

Þá er komið að leyndarmálinu sem ég er búin að sitja á í nokkrar vikur. Kæru vinir og vandamenn, endilega skokkið útí búð á fimmtudaginn og kaupið ykkur eitt stykki af Vikunni...því þar mun birtast við mig viðtalGrin Hún Gurrí bloggvinkona mín bað mig fyrir mánuði síðar að fá að taka við mig viðtal. Ég var nú mjög hissa fyrst, en rosalega heiðruð að vera beðin. Ég játaði auðvitað, og hún tók við mig mjög skemmtilegt viðtal, og ég vona að þið öll eigið eftir að fá tækifæri til þess að lesa það.

Ég hef gengið í gegnum margt, eins og við öll. Mér hefur alltaf fundist að líf okkar allra er fróðlegt, og að það er alltaf gaman að lesa sér til um annað fólk. Sérstaklega þegar fólk hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika, en heldur samt áfram að reyna og gera sitt besta í lífinu. Ég vona að þið eigið öll eftir að hafa gaman af viðtalinu, en þar kemur fram margt sem að ég hef aldrei sagt neinum frá, þið skiljið það betur þegar þið eruð búin að lesa. Ég bið ykkur öll um að lesa með opnum huga, opnu hjarta, og endilega verið hreinskilin við mig þegar þið eruð búin að lesa. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað ykkur finnst, og ég vona að enginn verði reiður eða sár við lesturinnUndecided

Elsku bestu lesendur, njótið dagsins í dag, og ég skrifa hér aftur á fimmtudaginn, sem vonandi verður ekki fúll, en frægur og frábær!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er sko mjög flott viðtal, algjör hetjusaga!!! Ég er mjög ánægð með að þú hafir viljað koma í viðtalið, heiðurinn er allur hjá okkur! Blaðið kemur opinberlega út á fimmtudaginn, áskrifendur gætu fengið það á morgun! Knús og kreist!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk, elskan, ég vona að viðbrögðin eigi eftir að vera góð. Ég er mjög ánægð með viðtalið sjálf, og hlakka ekkert smá til þess að fá að sjá það þegar það skilar sér til Ameríkunnar.

Takk aftur, elsku Gurrí mín, og láttu þér nú batna elskan, mig langar í fleiri strætósögur, þær eru svo upplífgandi...en láttu þér batna fyrst, þú verður að vera við góða heilsu fyrst og fremst

Bertha Sigmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:28

3 identicon

Ohh frábært !!  Ætla sko POTTÞÉTT að kaupa það !!! Veit ekki hvort ég get það fyrr en í næstu viku þegar ég fæ money  En ég mun sko POTTÞÉTT kaupa það !! Er búin að bíða og bíða eftir þessu óvænta...muahaha...

Mamma var á forsíðu Vikunnar ekki fyrir svo löngu. Eða það eru nokkrir mánuðir síðan. Voða skrítið að vera í röð í búð og sjá bara mömmu sína þarna stara á mann....hahahha....

Ohhh hlakka geggjað til að skoða...

Æjj og vona að þér fari að batna bráðum  Knús til þín sæta  Og aftur.....til hamingju með Vikuna !!!!

Melanie Rose (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Kolla

En spennandi :). Ég ætla að reyna að fá einhvern til að kaupa og senda mér :9). Vona að þér fari að batna.

Knús og kossar 

Kolla, 24.4.2007 kl. 21:08

5 identicon

Ég bíð spenntur eftir að lesa þetta ... það gæti verið að eintak komi á safnið á morgun - og ég reyni að lesa það strax þá. Sökum skemmtilegra uppgötvana okkar um tengsl (Martha - Veiga - þú - ég ... ) þá fylgist maður enn betur með þér - og væntumþykjan blossar upp.

Kossar og knús til þín - og vonandi batnar þér sem fyrst.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 21:53

6 Smámynd: Ólafur fannberg

þá er að versla eitt stk viku....

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 08:04

7 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Já, hún Bertha litla er sterkur og heillandi karakter, það vita þeir sem þekkja hana, sem eru margir.  Ég gleymi því ekki þegar við löbbuðum saman niður Laugaveginn og þú heilsaðir annarri hverri manneskju.  Af samræðum þínum við afgreiðslukonuna á Bæjarins bestu réð ég að hún væri aldagamall fjölskylduvinur - en nei, þú hafðir bara svo oft keypt pulsu hjá henni!!  Og hverri nema Berthu tekst að heilla fólk upp úr skónum á BLOGGINU!!  Til hamingju með viðtalið og láttu þér svo batna.  Kossar og knús frá Sverige

Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.4.2007 kl. 14:22

8 identicon

Virkilega fallegt og flott viðtal!

Elsku besta Bertha mín. Ég var að lesa viðtalið við þig í Vikunni áðan og verð að segja að þessi ótrúlega sterki (og snöggi) vinskapur sem hefur myndast, virkar í dag enn meiri. Mér finnst þú ótrúleg hetja - hreint út sagt. Ég er svo ótrúlega heppinn að hafa gengið í gegnum lífið stóráfallalaust - jú, ókei ... ég hef upplifað ýmislegt, en ekkert í líkingu við það sem þú hefur gengið í gegnum.

Og mér finnst svo rosalega gefandi og lærdómsríkt að sjá hvernig þú höndlar hlutina: "Ég er ekki fórnarlamb ofbeldis, ég lifði ofbeldið af." - þessi klausa og setningarnar á eftir lýsa þér svo vel!

Þú ert hetja og yndisleg fyrirmynd! Ég þakka öllu hinu góða í heiminum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og ég þakka auðvitað Gurrí dúllu líka fyrir að hafa tekið viðtalið. Hún er yndisleg - eins og þú!

Fjölskyldan þín er falleg, það sést greinilega á orðum og skrifum þínum hér, sem og myndunum og viðtalinu. Ég sendi ykkur mínar kærustu kveðjur!

Kossar og knús til þín - þú ert virkilega í mínum huga hetja!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:48

9 identicon

Sæl Bertha mín,

Ég held að ég verði að láta mömmu kaupa Vikuna fyrir mig !

Vona að þér fari að líða betur. Sendi hlýja strauma til þín frá "the sunny state"

Guðrún 

Guðrún (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:05

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæru vinir, takk fyrir allan stuðninginn, ég er svo hamingjusöm að lesa hlýju skrifin hér...you are ALL the best

Elsku besta Heiða mín, þú ert frábær, manstu eftir Laugarveginum? Ég líka...það fyndnasta við Bæjarins Bestu konuna er að hún þekkti mig af því að ég og Ragga vinkona skrópuðum alltaf í Félagsfræði í MH og fórum og keyptum okkur pylsu...

Veistu hvað Heiða mín, þetta er allt þér að kenna, nei þakka, því að ég var bara að herma eftir þér með bloggið af því að þið fluttuð til Sverge...aldrei vissi ég að bloggið myndi breyta lífi mínu...og ég tala nú ekki um alla nýju vini mína, sem ég vonandi mun heilsa á Laugarveginum í sumar

Elsku Doddi minn, þúsund þakkir fyrir þinn eilífðarstuðning, þú ert yndislegur að kalla mig hetju, en veistu, ég er bara venjulega ég, og er mjög sátt við það. Og þú ert góður vinur, ert að auglýsa viðtalið við mig á blogginu þínu, en hvað þú ert góður (hvað skulda ég þér aftur fyrir auglýsinguna????hóst hóst)

Elsku Guðrún, gaman að heyra aftur frá þér, mér er þegar farið að hlýna, takk fyrir hlýju straumana frá Florida...by the way, hvar í Florída ertu? Ég á vinkonu sem býr þar, Hrönn, kannastu eitthvað við hana??? Ertu til í að senda mér tölvupóstinn þinn? Takk fyrir að nenna að fylgjast með mér, alltaf gaman að rekast á ættingja og vini hér á netinu, finnst þér það ekki??

Bertha Sigmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband