22.4.2007 | 15:43
Slappur Sunnudagur
Ég sit hér VEIK, og þá ekki þetta vanalega veik, heldur auka veik. Ég er búin að vera með beinverki síðan á föstudaginn, ásamt kvefi og svima. Í gærkveldi gat ég ómögulega sofnað, og var með einhverja verki í fótleggjunum, og var ómögulegt að koma mér vel fyrir, og ég endaði frammi á sófanum mínum, en sofnaði ekki fyrr en eftir 4 í morgun. Núna er klukkan rétt svo átta og ég vöknuð, og er að drepast úr verkjum og alles, að það hálfa væri nóg. Þannig að ég sit hér við tölvuna, alveg skítþreytt, en samt er líkaminn allur eitthvað svo pirraður, og ég sé ekki frammá að fá neina hvíld í bráð. Þó svo að mig vantar alveg hvíld uppá heila nótt...
Í dag átti ég að fara í heimsókn með Mikaelu, hún er búin að kynnast stelpum í ballett og ein mamman bauð okkur yfir í heimsókn í dag, en ég sé frammá að þurfa að hætta við það í dag, við verðum bara að fara í næstu viku þá, þegar heilsan er betri hjá mér. Þetta er svona bara, maður veit aldrei hvað hver dagur ber í skauti sér. Annars á ég að búa til óróa með Kalla í dag, við verðum bara að finna eitthvað hér í húsinu til þess að búa hann til, því að ég býst ekki við að fara neitt út í dag. Vonandi á ég eftir að hafa næga orku í að elda fyrir allt liðið, ef ekki þá er Tim líka fínn kokkur, allavega nógu góður til þess að gefa engum matareitrun...
Njótið dagsins kæru vinir og vandamenn, ég ætla að reyna að fá mér smá lúr
P.S. Aðeins tveir dagar þangað til ég deili leyndarmálinu mínu með ykkur
Athugasemdir
Æjjj elsku rófa..ekki gaman að vera veik Sendi þér *láttuþérbatnastraum* Vonandi ferðu að hressast. Ömurlegt að vera svona veik
Hlakka til að heyra fréttir
Knús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:37
Elsku besta Bertha ... ég sendi þér innilegar kveðjur um góðan og skjótan bata. Veikindi sjúga ... þ.e. "being sick sucks!" og þú átt alla mína samúð. Sjálfur sit ég hér og pikka inn á tölvu með ónýta putta og sinaskeiðabólgu ... en verkefnið þarf að klárast. Ég á íbúfen og sendi þér í huganum - ef þú mátt fá svoleiðis.
Ég veit hvað gerist í þessari viku hjá þér og hlakka til að kynnast því nánar ... ég segi ekkert meira revealing!
Knús knús og kveðjur, skaltu fá
farðu vel með þig, ó já ó já.
Láttu Tim elda, og mundu svo,
að besta ráð við kvefi er að gera do do ...
Knús!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:46
Úff, það var leiðinlegt að frétta af því að þú værir orðin veik og svefnleisi ofan á alt saman. Vona að þér batni sem allra fyrst, helst strax.
Knús og kossar
Kolla, 23.4.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.