20.4.2007 | 16:51
Herra og Frú Dúfa
Í gær var ekki sumardagurinn fyrsti hér í Ameríku, hér byrjar ekki sumarið fyrr en 21. Júní...Í staðinn fyrir að fagna byrjun sumars, þá fögnuðum við heimsókn tveggja vina, nýrra vina.
Herra og Frú Dúfa komu í kaffisopa um hádegi í gær. Þar sem að ég átti ekki nýlagað kaffi þá sættu þau sig við smá bakkelsi í staðinn, heilhveitibrauð semsagt.
Þau höfðu mikið að segja, til dæmis að vorið er frekar kalt að þeirra smekk, aðrir vinir þeirra hafa ekki boðið þeim uppá neitt að borða þegar þau hafa kíkt í heimsókn, þau sögðu mér að búast við rigningu um helgina, og svo var pólítík rædd, fjölskyldumál, og kvartað yfir háum bensínverðum og hversu óþekkir táningar geta verið. Herra Dúfa var svo yndislegur við frúna, hann leyfði henni að borða meira, ég held að hún sé kannski þunguð, en ég vildi ekki vera dónaleg og spyrja (þau eru nýir vinir, get ekki verið dónaleg strax...). Eftir bakkelsið og góðar samræður þurftu þau að fljúga, ég meina fara, frúin sagðist þurfa þrífa hreiðrið og ná í unglingana í skólann, alveg eins og ég. Herra Dúfa var svo saddur eftir átið að hann ætlaði að fá sér smá lúr um leið og heim var komið...karlmenn
Ég var mjög endurnærð eftir heimsóknina og tók til í mínu hreiðri, sérstaklega í eldhúsinu, skúra, skrúbba, bóna...og vaska upp, þurrka af, þrífa veggi og svo framvegis. Ég hlakka til að fá nýju vini mína aftur í heimsókn, en þarf að ræða við þau að sturta niður þegar þau eru búin að losa sig um bakkelsið, þau skildu losninginn eftir á svölunum mínum, kunna ekki alveg á klósettið okkar, eflaust er þetta öðruvísi heima hjá þeim, en ég nenni sko ekki að vera að sturta niður eftir fullorðið fólk, common sko
Vikan er búin að vera upp og ofan, krakkarnir byrjaðir aftur í skólanum, og er það sko fínt. Á mánudaginn var tók ég mér fjagra tíma lúr, var búin á því eftir vikufrí með fjóra krakka heima fyrir, ég enda alltaf með að vera skemmtunarstjórinn (er það orð?), og þarf að hafa ofan af fyrir þeim, en það var bara svosem allt í lagi. Ég er bara búin að reyna að slaka á í þessari viku, og er búin að klára Season 3 af Friends, byrjuð á DVD númer 2 af Season 4...er algjör fíkill.
Svo horfðum við Tim á Last King of Scotland á miðvikudagskvöldið, og ég er ekki að grínast þegar ég segi, SCARY SCARY SCARY. Þá er ég ekki að meina hryllingsmynda scary, heldur hvernig Forest Whitaker lék Amin, sem var hræðilegur maður. Ég hef aldrei áður upplifað það að horfa á bíómynd, og virkilega skjálfa úr hræðslu yfir manni í bíómynd. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana, sjáið hana. Ég hef nýfundna virðingu fyrir Forest Whitaker sem leikara, og bara það að þora að leika svona mann, sem var virkilega djöfull á jörðu, hann var svo illur, en á sama tíma var maðurinn mannlegur. Illska hans var mannleg, og ég get eiginlega ekki útskýrt það betur, en endilega ef þið hafið séð hana, látið mig vita hvað ykkur fannst, ef þið hafið ekki séð hana, SJÁIÐ HANA, ég mæli með því...
Svo er helgin bara komin strax aftur, tíminn líður ekkert smá hratt þessa dagana. Ég er að fara til Chicago eftir minna en mánuð, og svo er Ísland planað fyrir sumarið, eftir þrjá mánuði, þannig að það er mikið að plana. Ég ætla að komast heim, þannig að þið sem viljið hitta mig, planið að sjá mig um miðjan Júlí Njótið sumarsins, ég hlakka til þess að segja ykkur frá frábærum fréttum eftir helgi, passið að kíkja á mig í byrjun næstu viku, svo að ég geti sagt ykkur frá soldnu frábæru
Njótið dagsins, kvöldsins og hvors annars....Bertha leyndardómsfulla...
Athugasemdir
Sjaldséðar dúfur á Íslandi ... hér er litið á þær sem rándýr og þeim eytt ... ég sakna þeirra heilmikið.
Eigðu góða helgi ... hlakka til að vita leyndarmálið ... múahahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2007 kl. 17:52
Ég er sko með þér í anda að horfa á Friends. Hef tekið svona törn á Friends reglulega og það fer að líða að 2007-törninni hjá mér ... já þetta er árlegt.
Ég er sammála ykkur Tim um að The Last King of Scotland sé ótrúlega "scary" mynd - Forest Whitaker er bara frábær og leikur stórkostlega vel. Mannleg illska ... nokkuð flott lýsing hjá þér! Mér fannst líka James MacAvoy frábær í sínu hlutverki!! Æðislegur! Flott myndataka líka og vel skrifuð yfir höfuð. Þessi mynd og Blood Diamond eru myndir sem fólk á sko að horfa á!!
Ætli ég klári ekki 2nd season af Buffy í kvöld, en haldi svo áfram með verkefnið sem á að vera löngu búið ... en vona að íbúfen og hlífðarband mun deyfa sársaukann í höndunum/puttunum.
Vona að þú eigir yndislega helgi - vegna þess að þú ert svo yndisleg! Og veit að Tim og börnin eru yndisleg líka ... þannig að hvernig getur helgin orðið öðruvísi en yndisleg! ... Yndislegt knús og yndislegir kossar til þín
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:51
Hey hun
Ég elska friends og sex in the city bara love it.
Já tíminn er sko fljótur að liða, mér finst eins og karlinn hafi komið heim í gær en ég var í raun og veru að keyra hann aftur út á flugvöll.
Knús og kossar
Kolla, 20.4.2007 kl. 19:31
Já já...ég var byrjuð að hafa áhyggjur af þér ! Ekkert blogg bara í viku eða eitthvað
Æjj nice að fá dúfur í heimsókn ! Bið að heilsa þeim næst
Ohh ég ELSKA friends !
Ohh nú er ég svo forvitinn !!!! Má ekki gera svona fröken Bertha ! Kíki um leið og ég er búin í vinnunni á morgun sko ! hahaha...
Knús til þín elskan
Melanie Rose (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.