Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. Júní

Gleðilegan 17. Júní kæru landar og fjölskylda og vinir. Mikið vildi ég nú vera heima fyrir að fagna þessum góða áfanga, en því miður er ég hér í San Jose í steikjandi hita. Þar sem að ég vann forræðismálið mitt um daginn, þá er þetta helgi pabba barnanna minna, þannig að ég er barnslaus og allslaus, en leyfi ekki sorginni að stjórna mér, er bara að drekka Heineken og að reyna að finna mér svalan stað í íbúðinni minni.

Njótið afmælis þjóðarinnar elsku landar, og vonandi mun ég vera á landinu bráðlega!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi naustu dagsins í hitanum. Hér var líka heitt og gott veður og við Hjörtur hjóluðum niður á strönd og keyptum okkur ís í tilefni dagsins. Ég fékk samt ekkert íslenskt flagg og heldur engar blöðrur, dálítið svindl :(
Hafðu það gott annars, kæra frænka :)

Ragnhildur (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband