Sweet Saturday!!!!!!!!

Hér er rigning, og er ég mjög sátt við það. Börnin mín sofa, Kalli er hjá ömmu sinni og frænda, og ég vaknaði eldsnemma aftur. Veit ekki hvað gengur á með mig, en ég var vöknuð eldsnemma síðustu tvo daga. Gærdagurinn var frekar viðburðarríkur. Kalli var með sleepover, tveir vinir hans (bræður) gistu á fimmtudagskvöldinu, og ég rak þá ekki út fyrr en um ellefu leytið á föstudeginum. Þeir eru í pössun hjá Rose, sem er dagmamman hér í nágrenninu, og er líka góð vinkona mín, og hún býr á sömu hæð og ég, sem er búið að virka vel fyrir mig þegar mig vantar egg, mjólk, diet kók, eða bjórfélaga...ég meinti barnapössunUndecided

Svo fór ég og hitti skólastjórann okkar. Við erum búin að tala um að stofna sunnudagsskóla í heimahúsi fyrir ungar stúlkur í nágrenninu. Í skólanum er krökkum boðið uppá að lesa biblíuna og tala um Guð einu sinni í viku. Tvíburarnir fara á mánudögum, og litlu tvö á föstudögum. Ástæðan fyrir að stofna svona kirkjuklúbb (just made that up!) er að leyfa ungum stúlkum að sitja saman og ræða biblíuna, ræða hvernig Guð getur hjálpað lífi þeirra, og bara tala um lífið og tilveruna. Ég er nú ekki eitthvað rosalega trúuð, með því þá meina ég að ég er ekki kirkjugangandi kona, hef aldrei lesið alla biblíuna, og hef mínar eigin skoðanir á Guði og lífinu bara yfirhöfuð. Ég trúi á æðra vald, ég trúi á líf eftir dauðann, ég trúi á kraftaverk, og ég trúi að jákvæðir hlutir gerast fyrir jákvætt fólkTounge

Mér finnst mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir ungar stúlkur í dag, að það sé grunnur hjá þeim. Með því meina ég, að þegar hús eru byggð, þá er grunnurinn lagður. Síðan eru veggirnir smíðaðir og steyptir, og loksins er þakið sett á. Svo kemur allskonar auka, svalir, bílskúr, og garður til dæmis. Loksins er húsið lagfært að innan, gólf lögð, veggir málaðir, myndir hengdar. Það er rosalega mikilvægt fyrir börnin okkar að grunnurinn sé lagður. Við Tim viljum bæði að þau móti sínar eigin skoðanir á trúarbrögðum. Við viljum að þau skilji að það trúa ekki allir á sama Guð. Við viljum að grunnurinn þeirra sé KristintrúinHalo

Þegar þau eldast, lesa meira og skilja meira, munu þau móta sínar eigin skoðanir á trúarbrögðum, og öllu öðru. Grunnurinn hjá þeim verður mótaður, og sterkur. Þau munu síðan byggja sitt eigið hús á grunninum, og þau geta valið hvernig húsið þeirra mun líta út. Ég er á því að það er ábyrgð foreldranna að grunnurinn sé sterkur svo að hús barnanna muni ekki eyðileggjast þegar það er byggt. Þannig að, skólastjórinn er að biðja um að við opnum heimili okkar fyrir þessar ungu stúlkur sem vilja koma saman og ræða biblíuna og Guð. Ég og Tim eigum eftir að ákveða, en erum bæði að hallast að því að opna okkar heimili. Þetta er mjög jákvætt, og gaman fyrir ungar stúlkur að hittast og tala um eitthvað annað en stráka...

Seinnipartinn í gær var svokallað Spring Fling haldið hér úti í garði. Þá var börnunum í blokkunum boðið uppá eggjaveiðar, kartöflupokahlaup, og fjársjóðsleit. Þetta var mjög gaman hjá þeim, og enn skemmtilegra þegar amma þeirra kom við. Hún, Jonathan frændi, og Courtney frænka þeirra komu svo með okkur á fótboltaæfinguna hans Kalla. Svo fór Kalli með þeim, því þau gistu hjá bróður ömmu þeirra, og þau ætla svo að hitta okkur núna á eftir í ballettímanum hennar Mikaelu.

Ég er þreytt í dag, þannig að þegar ég er búin á eftir, þá ætla ég mér að taka mér smá lúr, og svo bara chilla. Leggjast á sófann, horfa á Friends í litla DVD spilaranum, og bara slaka á. Svo á mánudaginn byrjar skólinn aftur, og ég get varla beðið. Þarf að hjálpa Mikaelu að læra að stafa 100 orð, hún er með stafsetningarkeppni á mánudaginn, 1. bekkur er að safna pening fyrir field trips. Þau fara og horfa á leikrit núna í Maí, og svo í byrjun Júní þá er farið í Dýragarðinn í San Francisco, svaka stuð...

Áður en ég fer þá ætla ég að útskýra fyrirsögnina mína. Laugardagurinn hjá mér á eftir að vera sætur, því ég var að fá ÍSLENSKT NAMMIW00t Ég grínast ekki þegar ég segi að hér fyrir framan mig er ég með bland í poka, og Nóa hjúplakkrís... Á stofuborðinu er skál með papriku skrúfum (mitt uppáhaldssnakk EVER). Svo eru íslenskar pylsur inní ísskáp (borðaði tvær í gærkveldi), steiktur laukur ofan í skúffu, og lakkrískúlur á eldhúsbekknum. Ég er hér í sæluvímuSideways Takk, elsku besta Íris mín, sem var að koma úr páskafríi heima, og hún er alltaf svo yndisleg að versla fyrir mig eitthvað smá að heiman. Ég er búin að vera með svo mikla heimþrá, og þó svo að matur og nammi lækni ekki neitt, þá líður mér samt miklu betur. Ef bara að það væri til nógu stór pylsupakki svo að ég gæti pakkað tíu vinum og ættingjum þar inn, og svo kæmi það til mín í risastórum kassa, þá myndi ég hoppa af gleði og heimþráin myndi þá hverfa fyrir fullt og allt. Sé ykkur samt öll í sumar, ég verð að komast heim til ykkar, þá getum við farið saman niður á Bæjarins Bestu og fengið okkur eina pylsu og kókWink

Happy Sweet Saturday allesammenKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa hjá þér sæta  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 18:57

2 identicon

Ég steig á hjólið mitt í fyrsta skipti eftir veturinn - var að fara í matarboð áðan, og boy oh boy ... það tók á! - En bara gaman að því ... nema hvað sætið var svolítið blautt eftir veturinn ... hmm.

Anyhoo...

Þá er alltaf yndislegt að lesa bloggin þín. Þetta er líka nauðsynlegur og fróðlegur þankagangur, þ.e. varðandi börnin, trúna og uppeldið. Móðir mín er prestur og er auðvitað sannkristin af guðs náð. En sjálfur missti ég trúna á Guð sem slíkan nálægt / upp úr tvítugu ... ég er forlagatrúar, og ég trúi á gott afl og vont afl. Ef Guð er til ... þá hlýtur Satan að vera til. Þannig pólar verða alltaf að vera til. Þegar ég fer í kirkju, þá er það til að nálgast þetta hugarástand ... til að líða vel, en ég fer örsjaldan - nær því að vera aldrei. Hins vegar vil ég auðvitað að börnin mín fái þennan grunn sem þú talar um og geti tekið meðvitaðar ákvarðanir þegar aldurinn til þess er kominn. -

Ég mun biðja með börnunum mínum, með fjölskyldu minni, með vinum mínum ... ég mun vonandi gifta mig og það mun ég gera í kirkju með mikilli athöfn og látum (við Veiga eigum stórar fjölskyldur - og það er bara gaman!) en innst inni veit ég alla vega enn, að ég trúi ekki beint á Guð. - Ég er feginn að ég fékk þennan grunn ... og það hefur hjálpað mér síðar meir.

By the way - mjög góð metaphor hjá þér, dúllan mín!

Nammikvöld... nammidagur ... íslenskt nammi...  he he he. Njóttu vel og njóttu betur - njóttu best og mest.

Ég styð Friends-áhorf ... ég elska Friends af öllum lífsins sálar kröftum ... (too much, Doddi ... eh?) ... og að tala um þá við aðra áhugamenn er gaman. "The category is "It's all relative" .... "

Bertha, ... veistu hvað rímar við djús? 

.
.
.
.
.
.

knús auðvitað! Kossar og knús til þín.

(ps. ég ætla að leggjast í áhorf sjálfur og fá mér nammi og pepsi max!) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ókei, Doddi minn. Ég var nú búin að koma með loose, moose, goose, en svo sá ég að þú varst að leita að íslensku svari

Fyrst var ég nú samt að spá í að spurningin hafði eitthvað með Friends að gera, og category it´s all relative, ég var þá að spá í Buffet, Bing, Geller, Greene, Tribiani, en ekkert af því rímaði við djús......

Svo fattaði ég að þú varst búin að skrifa knús neðar, og auðvitað var það svarið....duh...blonde moment

Takk fyrir kommentin og tölvupóstinn...njóttu Sunnudagsins, og auðvitað þú líka elsku Mel mín, gaman að spjalla við þig um daginn

Bertha Sigmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 04:54

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Mmmmm, ég væri sko alveg til í að vera þarna hjá þér núna!  Hjúplakkrís og paprikuskrúfur - NAMM!  Í gær fann ég allt í einu lyktina og bragðið af bæjarins bestu - þú færð sko ekki að fara þangað án mín í sumar!!!  Er það ennþá ,,bara með steiktum" hjá þér?  Hjá mér er það sko ,,ein með öllu og MIKLU remúlaði!"

Hér er vorið bara eins og íslenskt sumar gerist best, í gær var 20 stiga hiti og á að verða hlýrra í dag.  Sólin skín og ekki ský á himni!  Yndislegt!  Vildi bara að allir vinir mínir og fjölskylda á Íslandi gæti verið hér hjá mér í blíðunni.

Gott að heyra að þér tókst að semja um LÍN dæmið, vona bara að þetta fari allt að ganga betur hjá þér.  Hittumst vonandi á msn fljótlega.

Kossar og knús til ykkar allra!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 08:21

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 08:44

6 identicon

Gleðilegt sumar elsku besta Bertha!! Ég vona að þú og fjölskyldan hafi það yndislegt - eigðu góðan dag og mundu að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Hér á Akureyri er heiðskírt og fallegt ... og ég er fastur inni við innslátt í tölvu ... svoleiðis fagna ég sumrinu! Knús og kossar til þín

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:01

7 Smámynd: Kolla

Hæ hæ Babe.

 Get sko alveg ýmindað mér að þú hafir haft það gott um helgina með alt íslenska nammið, ummm.

Það er búið að vera svo mikið að gera hérna núna að ég hef ekki haft neinn tíma til að kíkja á bloggið einusinni. Alt vitlaust

Knús og kossar

Kolla, 19.4.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband